Discworld serían… já hún er bara frábær. Ég er að skrifa þessa grein vegna þess að ég setti kork inn fyrir ekki mjög löngu og ég fékk bara merkilega lítið af svörum. Við skulum vona að það breytist eitthvað núna.
Discworld er STÓR bókasería, höfundurinn er Terry Pratchett, og bækurnar eru frábær lesning. Að vísu eru þær bara til á ensku (svo ég viti til) en það ætti ekki að aftra þeim sem langar að komast í gegnum þær. Ég var til dæmis enginn snillingur í ensku þegar ég byrjaði á fyrstu bókinni. Þær eru alveg ótrúlega fyndnar og mjög frumlegar (og ég er að meina þetta, þetta er ekki eins og er sagt um allar bækur, orðaforðinn hjá mér er bara ekki betri…;))Ég er búin að reyna að lýsa þeim mörgum sinnum, en það er bara ekki mögulegt, þú verður bara að lesa þetta sjálf/ur.
Allavega, koma sér að efninu, mig langar til að komast að því hvort og hvað margir hérna hafi lesið einhverjar af þeim og þá að þeir segi frá þeim og hvernig þeim fannst þær. Það má til dæmis nefna að áður en Harry Potter kom til sögunnar höfðu Discworld bækurnar verið hæstar á metsölulista í Bretlandi mjög lengi. Þar er líka til svoldið sem kallast Wadfest og er svona hátíð, ein helgi, þar sem aðdáendur Discworld koma saman og bara hafa fjör :) . Og að lokum er bara að segja að ALLIR sem ekki hafi lesið a.m.k. eina af þeim VERÐA að gefa þeim tækifæri, allavega eitt. Gerið það svarið núna ;)