Englar Alheimsins - Umfjöllun Hér er umfjöllun um bókina Englar Alheimsins, ef að þú hefur ekki lesið bókina eða ekki horft á myndina þá skalltu ekki lesa þessa grein vegna þess að þá skemmir hún fyrir þér.

Höfundurinn?

Einar Már Guðmundsson fæddist í Reykjavík 18. september árið 1954. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann við Tjörnina 1975 og B.A. prófi í bókmenntum og sagnfræði frá H.Í. Einnig bjó hann í Kaupmannahöfn í sex ár og stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði í Kaupmannahafnarháskóla. Núna er Einar kvæntur, á fimm börn og býr Reykjavík. Hann skrifaði Engla alheimsins árið 1993 og gaf hana út til minningar um bróður sinn, Pálma Örn og hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995 fyrir hana.
Englar alheimsins er um líf Páls, sem er ósköp venjulegur maður þangað til að hann fer að sjá ofsjónir og heyrnir, og greinist þá með geðveiki. Í bókinni fáum við að kynnast honum og skemmtilegu vinum hans á Kleppi og hverju þeir taka uppá.

Bókin?

Páll var ósköp venjulegur en soldið sérstakur Reykvíkingur, hafði mjög gaman af því að mála það sem honum datt í hug og spila á trommur. Hann var ástfanginn af Dagnýju, sem er frekar dularfull stelpa að mínu mati, var í einhverskonar uppreisn gegn foreldrum sínum, dökkhærð, gekk í frjálslegum fötum og reykti pípu. En hún fór illa með Pál og byrjaði með öðrum gaur. Páll sætti sig sldrei við að hún sagði honum upp. Hann var ekki nógu góður fyrir hana.
Rögnvaldur, vinur Páls, var bóndasonur úr Borgarfirðinum, hafði brennandi áhuga á fornbókunum og vitnaði sífellt í Egil Skallagrímsson. Páll átti líka annan vin, Arnór sem lék á gítar í danshljómsveit. Þó er ekki sagt eins mikið frá honum og Rögnvadi í bókinni. Rögvaldur hafði aldrei neina trú á sambandi Páls og Dagnýjar, sagði bara að hún myndi skilja við hann og giftast ríkum manni með eftirnafn, sem hún gerði síðan. Smám saman fer Páli að líða illa og fá hausverk, verða uppstökkur og fá alls konar ofskynjanir eins og honum fannst barþjónn líta út eins og skrímsli í framan og fannst veggirnir vera að þröngva að sér. Það eina sem gat glatt hann var þegar Rögnvaldur kom í heimsókn. Hann var þá giftur og að læra tannlækningar í Þýskalandi og Arnór lærði lyfjafræði í Kaupmannahöfn.
Páll fór að forðast fólkið í kringum sig, foreldra sína, systkini og jafnvel Rögnvald. Hann var að aukast þessi svokallaði “höfuðverkur” eins og sagt er í bókinni, og honum fannst sem allir væriu á móti honum. Hann hélt að konan í næsta húsi væri að reyna að fá hann til að sofa hjá sér og Halli bróðir sinn væri að smygla alls konar hlerunartækjum inn í húsið. En eins og flest fólk með svipað vandamál og Páll, var hann lagður inn á Klepp. Þar þurfti hann að taka inn alls konar lyf en hann varð svo þungur bæði andlega og líkamlega. Starfsfólkið var mjög misjafnt. Brynjólfur var mjög gáfaður og náði vel til íbúa Klepps en Lúðvík var leiðinlegur og óþolinmóður við þá. Síðar kom Eysteinn sem leit á sjúklingana sem jafningja sína. Páll reyndi samt að gleyma lyfjunum einu sinni, og var hress í stuttan tíma. En svo fór hann aftur að verða uppstökkur og til dæmis hótaði pabba sínum lífláti ef hann gæfi sér ekki pening. Hann ætlaði nefninlega að flýja til Bandaríkjanna. En hann komst ekki alla leið á flugvöllinn því lögreglan hirti hann upp af götunni og skutlaði honum á Klepp.
En það er ekki hægt að segja að Páli hafi liðið verr eftir að hann var lagður inn. Rögnvaldur var fluttur heim til Íslands og heimsótti hann reglulega. Í einni heimsókninni segir Páll við Rögnvald að ef hann væri geðlæknir gæti hann örugglega læknað sig. En Rögnvaldur svaraði því að Kleppur væri víða. Þetta er dæmi um að Rögnvaldur hafi kannski ekki verið alveg heill á geði heldur. Páll eignaðist líka vini, Pétur sem lenti á Kleppi af því að hann tók inn sýru og hoppaði niður af þriðju hæð í gömlu húsi, Óla bítil sem sagðist hafa samið bítlalögin en ekkert fengið borgað fyrir, og Viktor sem var mjög virðulegur og dýrkaði Hitler sem hann kallaði Dolla. Þeim datt ýmislegt í hug, eins og Óli, sem fór á Bessastaði til að hitta forsetann.
Þegar Pétur var lagður inn á Klepp, var Jóhanna konan hans ólétt. Hún giftist síðan öðrum manni en sá vildi engan geðsjúkling inni á sínu heimili og bannaði því Pétri að hitta barnið sitt. Eina nóttina vaknaði Páll upp við einhver brothljóð. Pétur hafði þá stokkið út í annað sinn, en lifði ekki af í þetta skiptið. Ég skil hann alveg, ekki mikið líf að hanga alltaf inni á Kleppi eða á götunni, því foreldrar hans voru búnir að loka á hann, og þar að auki mátti hann ekki sjá barnið sitt. Páll stakk upp á því að þeir færu í jarðarförina og þeir fengu bæjarleyfi frá Brynjólfi, með því eina skilyrði að þeir kæmu strax eftir förina. En þeir fóru ekki í jarðarför, og eins og Óli bítill orðaði það; þeir vildu ekki vera fyrir. Þremenningarnir fengu sér þriggja rétta máltíð á Hótel Sögu. Þjónarnir trúðu Viktori að hann væri fasteignasali og Óli bítill og Páll væru bændur úr afskekktum dal norðan heiða.
Þegar þeir voru búnir að borða bað Viktor þjóninn um reikninginn og skrifaði á hann að þeir þrír væru allir vistmenn á Kleppi og bað hann vinsamlegast að hringja á lögregluna. Síðan kom lögreglan og keyrði þá heim að Kleppi, þar sem þeir fengu aldeilis að heyra það hjá Lúðvík.
Páll skrifaði Rabba bróður sínum bréf þar sem hann segir að sér líði bara vel. En hann er í raun ekki alveg hress, það heyrist hvernig hann lýsir kuldanum, svengdinni og peningaleysinu. Hann var fluttur í öryrkjablokkina. Honum leið mun betur þar en á gistiheimilinu við Stangarholt, því þar var farið að streyma inn fólk sem farsóttarheimilin hafa hent út á götu, dópistar og glæpamenn. Páll hitti Óla bítil og Viktor voða sjaldan eftir að hann flutti af Kleppi. En einu til tveimur árum seinna fyrirfór Páll sér, hoppaði niður af efstu hæð á öryrkjablokkinni.

Hvað fannst mér?

Mér fannst þessi bók mjög góð og ég lærði ýmislegt sem ég vissi ekki um geðveiki og klepp og eitthvað svoleiðis. En mér fannst þessi bók ekki skemmtileg.


Þér er velkomið að skila þessu inn sem ritgerð ef að þú villt það.


Kveðja,
Bobobjorn