Neil Gaiman er enskur rithöfundur, sem býr þó í Bandaríkjunum. Hann skrifar alveg frábærar fantasíur sem jafnast alveg á við Harry Potter eða his dark materials. Þessi náungi er þvílíkur snillingur að það er mikil synd að ekki er byrjað að þýða bækurnar hans á íslensku. Ég hef reyndar aðeins lesið 2 bækur eftir hann(er að klára þá seinni) en mamma mín og bróðir eru forfallnir aðdáendur og eru búin að lesa flestar bækurnar hans.
Bækurnar sem ég hef lesið eru “Stardust” en það er mjög fallegt ævintýri, ótrúlega vel skrifuð. Hún gerist í þorpinu “The village of the wall” í Bretlandi einhvern tíman í gamla daga. Í þorpinu er veggur með hliði sem gengur að heimi álfanna og töfraveranna. Og á níu ára fresti er haldinn markaður á milli heimanna þar sem töfraverunar og mannfólkið hittist og verslar. Sagan fjallar svo um strákinn Tristan sem heitir stúlkunni sem hann elskar að ná í stjörnu sem þau sjá hrapa fyrir hana ef hún giftsist honum. Stjarnan fellur innan við vegginn og Tristan þarf að ferðast lengi í töfraheiminum í leit að stjörnunni. En það eru fleiri á höttunum eftir þessari stjörnu…
Stardust er FRÁBÆR bók og ég hvet alla eindregið til að lesa hana!!
Bókin sem ég er að klára núna eftir hann heitir “Coraline”.
Hún er svolítið öðruvísi, en alveg jafn góð. Coraline er svona nokkurn veginn barnabók, en samt alveg jafn mikið fyrir fullorðna. Hún er líka svoldið “spooky”. Hún fjallar um litla stelpu, Coraline, sem flytur í nýtt hús. Þetta er svona fjölbýlishús, með sex íbúðum, Coraline á heima öðrum megin á jarðhæðinni, fyrir ofan hana á heima skrýtinn kall sem segist vera að þjálfa rottusirkus og fyrir neðan hana tvær gamlar konur með fullt af hundum sem voru einu sinni frægar leikkonur. En Coraline finnst mamma hennar og pabbi aldrei hafa tíma fyrir sig og hún eyðir öllum sínum tíma í að rannsaka. Hún rannsakar allt umhverfið í kringum húsið og líka inní því. En það eru skrýtnar dyr í húsinu, sem eiga að liggja í auðu íbúðina við hliðina. Mamma Coraline sýnir henni einu sinni inní þær og þá eru bara múrsteinsveggur þar. En Coraline stelst seinna til að opna þær og þá eru löng göng þar sem liggja í nákvæmlega eins íbúð og hennar, nema betri. Allt er betra. Þar er önnur mamma hennar(her “other mother”) og annar pabbinn hennar(her “other father”) þau líta alveg út eins og mamma hennar og pabbi nema þau eru með tölur í staðinn fyrir augu. Og nágrannarnir eru líka þarna, nema með töluaugu líka. En Coraline finnst fyrst í stað þessi heimur miklu betri, hún fær nóga athygli, maturinn er betri, leikföngin eru skemmtilegri…en ekki er allt gull sem glóir…
Þessi bók er alveg snilld og ég hvet líka alla til að lesa hana.
Neil Gaiman er líklega þekktastur fyrir “Sandman” myndasögurnar, en þær hafa notið mikilla vinsælda. En hann hefur skrifað fleiri bækur og þeir sem ég þekki sem hafa lesið þær eru á einu máli um að “Neverwhere” sé sú langbesta, þótt þær séu allar FRÁBÆRAR.(Ég er einmitt að farað lesa hana næst)Hún er svona drungaleg fantasía sem á að gerast í undirheimum london, í neðanjarðarlestakerfinu og skólpræsakerfinu og því..
Svo hefur hann skrifað American Gods, en hún endar einmitt á Íslandi, og þar eru allir guðir í öllum trúarbrögðum heims í aðalhlutverkum(skilst mér ég á hana eftir)og aðalkallinn er Óðinn.
Og svo hefur hann skrifað margar aðrar bækur, sumar í félagi við aðra rithöfunda.
Ég vona að þessi grein hvetji einhverja til að byrja að lesa verk eftir þennann frábæra rithöfund, ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!!!:)