Edgar Allan Poe Edgar Allan Poe (1809-1849)

Mitt uppáhalds skáld.
Edgar Allan Poe er þekktastur fyrir ljóð sín og smásögur.
Talin hafa fundið upp á spæjarasögurnar
og fullkomað sálfræna tryllirinn.
Hann var snillingur í því að hræða fólk með sögum sínum og hefur
haft mikil áhrif á gerðarmenn hryllingsmynda.
Hann er einn af áhrifaríkustu höfundum fyrr og síðar og hefur haft
gífurleg áhrif á margskonar bókar-og rithöfunda.
Einnig hefur hann framleitt þá áhrifamestu bókmenntadóma um ljóð og sögu.

En nú ætla ég að fara yfir söguna um manninn sjálfan…

Fæddur í Boston, 19. Jánúar árið 1809.
Foreldrar hans Poe, David Poe Jr. og Elizabeth Arnold Hopkins,
voru leikarar og dóu bæði þegar hann var nálægt sínum þriggja ára aldri.
Hann var þá tekin inn á heimili John Allen sem var kaupmaður
í Richmond, Virginiu. Var hann þar baptiseraður sem Edgar Allan Poe.
Poe átti mjög rólega og tóma æsku og lærði í 5 ár í Englandi
(1815-1820). Árið 1826 fór hann í Virginiu háskólann en var þar í aðeins 1 ár.
Þótt hann væri góður nemi þá skuldaði hann mikin pening sem hann hafði
tapað í fjárhættuspilum og neitaði því að greiða úr þeim.
Hætti svo Poe við trúlofun við kærustu sína Sarah Elmira Royster sem
hann hafði hitt í Richmond og vegna skort á stuðningi þá skráði hann sig í
herinn. Hann haði þó skrifað og gefið út sína fyrstu bók
“Tamerlane and Other Poems” (1827) á sínum eigin kostnað.
6 mánuðum seinna var Poe rekinn úr hernum vegna óhlýðni á skipunum.
Félagar hans úr hernum sem voru einnig reknir hjálpuðu honum við að
stofna sjóð svo að hann gæti gefið út bækur sínar. Hann náði þá að
gefa út “Al Araaf, Tamerline and minor poems” árið 1829 og svo
“Poems by Edgar Allan Poe…second edition” árið 1831.
Í því bindi voru fræg ljóð eins og “To Helen” og “Israfel”.

Poe fékk sér svo húsnæði með frænku sinni og ekkju Maria Clemm og
dóttur hennar Virginia Clemm. Þar ætlaði Poe að byrja að skrifa sögur.
Árið 1832 gaf The Philadelphia Saturday Courier út 5 af sögum hans.
Og árið 1833 fékk ein af þeim bókum (“Ms. Found In A Bottle”) verðlaun
af Baltimor Saturday Visitor.
Flutti hann svo með frænkum sínum (Maria Clemm, Virginia Clemm)
til Richmond árið 1835 þar sem hann varð ritstjóri hjá
“Southern Literary Messenger”. Giftist hann svo Virginiu Clemm sem
var ekki einu sinni orðin 14 ára.
Poe gaf þar svo út eina af bestu hryllingssögum hans “Berenice”.
Hann skrifaði meiri dóma heldur enn sögur á þessu tímabili og var
mjög alvarlegur og hreinskilin og virtur sem gagnrýnari.
Poe náði að auka vinsældum á tímaritinu með sínum gagrýnum.
En eigandinn sjálfur var ósáttur við gagnrýnin hans og fannst
þau vera móðgandi og einnig var drykkja Poe´s farin í
taugarnar á honum. Var Poe svo rekin úr störfum.
Janúar 1837 gaf blaðið út eina af löngum sögum hans í óbundnu máli
og það var sagan “The Narrative Of Arthur Gordon Pym” og einnig
5 gagnrýni hans og tvenn ljóð.
Poe hélt þó áfram störfum sem gagnrýnandi í
New York (1837) og Philadelphia (1838-1844) og svo aftur
í New York (1844-1849).
Poe hafði sína kenningu hvernig sögur og ljóð ættu að vera;
músikönsk og/eða í óhefbundnu máli og hafa gríðarleg áhrif.
Sagan “Legeia” sem kom út 1838 telur Poe vera sitt fínasta verk.
Í þeirra sögu fer hann líka mest eftir þessari kenningu sinni.
Það er bara hvernig hann notar orðin, það er ekki bara saga heldur list.
Svo er það líka bókin hans “The Fall Of The House Of Usher” (1839) sem
er talin ein frægasta bók hans.
“The Murders In Rue Morgue” sem kom út 1841 er talin vera fyrsta
spæjara sagan og er einnig gífurlega fræg.
Svo talandi um þessi músikönsku form hans þá eru ljóð eins
og “The Raven” (1845) og “The Bells” (1849) sögð vera hin helstu.
Kona hans Virginia dó svo Janúar 1847
og var það þungt högg á hann Poe.
Hann hélt þó áfram að skrifa og einnig fara með fyrirlestra.
Sumarið 1849 fór hann aftur til Richmore og byrjaði þar að
fara með sína fyrirlestra. Var svo leyst úr fjárhagslegu vandamálunum
sem hann var með 1826.
Eftir að hann hafði snúið aftur norður var hann fundin meðvitunarlaus
á einni götu í Baltimore. Dó hann svo og læknar lýstu dauðanum svona:
“óeðlileg blóðsókn í heila”.

“And my soul from out that shadow that lies floating on the floor
Shall be lifted…nevermore!” -lokasetning úr ljóðinu “The Raven”

Edgar Allan Poe R.I.P.