…er náttúrulega ekki til, en þó er eitthvað til í þessum tiltli. Þanni er nú mál með vexti að breskt félag, BookAid, hefur það sem fjáröflun til að geta gefið bækur til fátækra landa, að selja á uppboði hluti frá bókahöfundum. Þegar Joanne Rowling var beðin um slíkt framlag lét hún BookAid fá miða þar sem á stóðu 93 orð um næstu bók og það sem gerist í henni. Þessi miði verður svo boðinn upp á í dag um 17:00 að mér skilst.

Aðdáendasíðan www.The-Leaky-Cauldron.org hefur beðið aðdáendur um að styrkja sig svo að þeir geti boðið í miðann. Þá myndu þeir setja miðann á netið um leið og þeir fengju hann. Yfir þúsund aðdáendur hafa fórnað vasapeningunum sínum í þetta og nú hafa safnast um 5.000 pund. The leaky Cauldron eru samt hræddir um að einhver ríkur safnari eða aðdáandi kaupi miðann og leyfi öðrum aðdáendum aldrei að sjá hann.

Book aid hefur sýnt nokkur orð á heimasíðunni sinni. Þeirra á meðal eru(sorry, man þau ekki öll) Ron … Broom … house-elf… teatcher … die … sorry

eða á íslensku

Ron … kústur … húsálfur … kennari … deyr … fyrirgefið

Nú er bara að bíða og sjá kæru HP aðdáendur og vona að það verði The Leaky Cauldron sem bjóði hæst svo að við fáum nú að sjá þetta innlit í bók númer fimm, The Order of Phoenix.

Og by the way, Rowling hefur sjálf gefið í skyn í viðtali að næsta bók komi út á næstunni. ó, ég vona að það sé eitthvað til í því!