Þessarar spurningar er ég að velta fyrir mér þessa dagana því ég er að fara að fá mér nýja fartölvu. Þrennt sem kemur til greina: dell, jafnvel ódýr acer tölva og svo mac. Mig langar helst að vita bara hverjir ókostirnir við mac-ann eru, maður er alltaf að heyra bara þetta góða. Ég held að ég myndi sennilegast fá mér macbook(fátækur námsmaður), Z0DS sem kostar 119.000. Er hún alveg nógu góð fyrir helstu forritin? Er ekki að fara að spila einhverja leiki, kannski FM. Vil bara trausta og góða tölvu sem er nóg fyrir netið, office forritin og þetta helsta bara.

Fyrirfram þakkir.