Windows í Mac, góður kostur? eða hvað? Um jólin 2005 fékk mína fyrstu fartölvu, 13 ára að aldri. Var það Pakard Bell EasyNote W3301. Ég hafði nú notað tölvu frá því að Windows 95 var uppi og alltaf haft mikin áhuga á tölvum.

Þetta var náttúrulega algjör snilld að eignast sína eigin fartölvu með 1.8 Ghz AMD Sempron örgjörva, 1 gíg í vinnsluminni 333Mhz og 40 gígabæta hörðum disk.

Einhver voru vandræðin nú í byrjun, alltaf að koma upp bsod þegar ég tengdi flakkarann og músin vildi nú ekki alltaf virka. Jæja ég var fljótur að leysa það með einhverjum auka driverum og veseni.

Auðvitað hafa spyware/vírusar haft sitt að segja með Windows en ég losaði mig nú alltaf sjálfur við þá. Eitt skipti þurfti ég að henda út mörgum Sys32 file-um og repaira helling, sem tók jú mikin tíma og vesen.

Það var síðan í október/nóvember í fyrra sem ég fór að taka eftir verulegum mun á hraða tölvunnar. Nýr hugbúnaður=nýjar vélbúnaðarkröfur… lélegur vélbúnaður=hugbúnaður virkar ekki

Það var þá sem ég ákvað að ég ætlaði að fá mér nýja tölvu í vor/sumar. Ég hrífðist strax að Sony Vaio tölvunum. Bilanatíðni lág, gott val á vélbúnaði og hafa fengið góða dóma.

Litlu munaði að ég hefði keypt Sony tölvu á Spáni í sumar, þá fyrst sá ég MacBook unibody vélarnar (hafði að vísu séð þetta á netinu en lítið spáð í því)

Ég var helst að spá í 13-14“ stærðinni, góð stærð fyrir skólann.
Þegar ég fór að skoða þetta betur þá var vélbúnaðurinn ekki síðri. Ég talaði við nokkra mac eigendur sem ég þekkti og þeir mæltu allir með þessu.

Ég fór á cNet og fór að lesa og lesa og úr varð að ég keypti nú fyrir rúmri viku síðan MacBook Pro 13”, 2.26, 2 gíg, 160 gíg.

Hún kom á Þriðjudaginn og ég ætlaði bara ekki að trúa því hvað þetta var allt einfalt, kveikti á henni og örfáum mínútum seinna var ég byrjaður að vinna á fullu á tölvunni.

Ég tengdi flakkarann og hann virkaði!, tengdi músina(logitech MX510) og hún byrjaði að virka á sekúndunni sem ég stakk henni í. Svo tengdi ég utanáliggjandi hljóðkortið sem var nú heldurbetur vandamál á Windows, neinei það bara virkaði 100% um leið.

Allt er einhvernveginn svo miklu auðveldara, ekkert vesen við að setja upp forrit og ekkert vandamál með drivera.

Það sem ég vildi benda á með þessari grein er hvað maður getur verið blindur áður en maður prófar og sér um hvað málið snýst um.

Ekki skemmir verðið fyrir þessum nýju Mac, en þessi tölva af eBay kostaði mig undir 200 þúsund hingað komin með sköttum og öllu.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég segi þetta: Ég mæli með Mac.
Undirskrift