Apple 'Lets Rock' Event - Nýjir iPodar og iTunes 8 Steve Jobs forstjóri Apple kynnti í dag, kl. 5-6 nýja línu af iPodum, ásamt iTunes 8 og nokkrum smærri hlutum.


iPod Nano

iPod Nano G4 fer aftur í “candybar” form, líkt og gamli nano G2, með sporöskjulaga form (séð frá toppi og bontni), ál umgjörð og þynnri en nokkru sinni áður.
Skjárinn er sá sami og á G3 nema hvað honum hefur verið snúið um 90 gráður.
Notendaviðmótinu hefur verið breytt og það er svolítið einfaldara en áður, td. er innbyggður hallaskynjari í honum sem nemur hvernig maður snýr honum og er hægt að fara í cover-flow líkt og á iPod Touch.
Einnig hefur hann nú innbyggt forrit til að taka upp með hljóðnema og það er hægt að búa til genius playlists (kem að því seinna).
iPod Nano fæst í 9 litum, fjólubláum, bláum, grænum, gulum, appelsínugulum, rauðum bleikum, svörtum og silfur.

Þykkt: 6.2 mm

Rafhlöðuending:
24 klst. af tónlist.
4 klst. af video.

Verð:
8 GB fyrir 149$ – 18.60$ á GB
16 GB fyrir 199$ – 12.50$ á GB

Nánar um iPod Nano.


iPod Touch

iPod Touch hefur fengið þónokkra andlitslyftingu og svipar lögun hans mikið til iPhone 3G, hann er nú með ávölu baki og er töluvert þynnri, þó að framhliðin og skjárinn sé eins og áður.
Afturhliðin er öll úr stáli nema þar sem loftnetið fyrir WiFi er, og hann er með innbyggðum hátalara og Nike+ sem mun eflaust koma sér vel fyrir marga.
Einnig eru hljóðstyrks stjórnunartakkar á hliðinni, sem margir notendur fyrstu kynslóðarinnar hafa saknað.
Einnig hefur stýrikerfið fengið uppfærslu og er nú komið í 2.1 en það inniheldur:
Bug fixes, betri símtalskerfi, betri rafhlöðuendingu og hraðari backup, ásamt ýmsum minni útlitsbreytingum.
iPod Touch er eingöngu fáanlegur í einum lit, svörtum að framan og með silfurlituðu baki.

Þykkt: 8.5 mm (!!)

Rafhlöðuending:
36 klst. af tónlist.
6 klst. af video.

Verð:
8 GB fyrir 229$ – 29$ á Gb
16 GB fyrir 299$ – 18.50$ á GB
32 GB fyrir 399$ – 12.50$ á GB

Nánar um iPod Touch.


iPod Classic fæst nú eingöngu í 120 GB útgáfu og kostar 259$ eða 2$ á GB en er að öðru leyti óbreyttur.
Nánar um iPod Classic.

iPod shuffle hefur losað sig við pastellitina og fengið þá gömlu góðu aftur, en það eru silfur, grænn, blár, rauður og bleikur.
Að öðru leyti er hann eins og áður.
Verðið er það sama og áður eða 49$ fyrir 1 Gb eða 69$ fyrir 2.
Nánar um iPod shuffle.


iTunes 8.0

iTunes hefur fengið nokkra nýja eiginleika en þar má helst nefna Genius.
Genius leyfir manni að búa til playlista með lögum sem passa saman.
Segum t.d. að þú sért að hlusta á eitthvað lag og ýtir á Genius takkan, þá býr Genius til nýjan playlista með lögum úr safninu þínu sem hafa flesta hluti sameiginlegt.
Einnig sendir Genius upplýsingar úr safnnu þínu til Apple, t.d. hvað tónlist þú hlustar mest á, ber þær saman við upplýsingar annars fólks og “lærir” hvernig tónlistasmekk fólk er með og getur þannig búið til betri genious playlista.
Þetta virkar svona líkt og last.fm sem margir kannast ábyggilega við.

Annar eiginleiki er að það er hægt að horfa á safnið sitt sem litlar myndir á svörtum bakgrunni, sem notendur iPhoto þekkja vel, og gefur þannig skoðun safnsins nýtt útlit.

iTunes 8 má nálgast sem frítt download frá Apple.com/itunes eða í gegnum Apple Software Update.
Nánar um iTunes.


Steve Jobs kynnti einnig nýja iPod heyrnartóla, sem eru svokallaðir in-ear heyrnartól, með 3 eyrnahulsum, hljóðnema, tökkum til að stjórna hljóðstyrk, play/pause og forward og backward.
Einnig státa þessi heyrnartól af tveim driverum, sem er aðeins fáanlegt í bestu heyrnartólunum sem stendur, og skilar töluvert betri hljómgæðum.
Þau kosta 79$.

Apple gaf líka út nýja auglýsingu fyrir iPod touch og virðist hún markaðssetja græjuna sem leikjavél, frekar en tónlistarspilara, sem sýnir áhuga Apple á því að fara enn lengra inn á leikjamarkaðinn.
Auglýsinguna má sjá Hér.


Þessi grein er eingöngu byggð á umfjöllum engadget.com á apple event 09.09.08 og upplýsingum af apple.com .
Þannig hef ég aldrei komist í tæri við nein af ofangreindum tækjum og get ekki ábyrgst að skoðun þín, álit eða reynsla af notkun þeirra sé líkt þeirri sem ég lýsi.
Ég tek enga ábyrgð á stafsetningarvillum.


Takk fyrir mig.