Sögusagnir hafa verið á reiki að Apple og AMD séu í einhverju samstarfi varðandi þróun á AMD64 örgjörvanum

IBM sem hefur nú verið að þróa PowerPC 970 örgjörvan og hefur fólk verið að bíða eftir því að Apple skipti yfir á hann. Enda myndi það gefa Apple aftur sitt forskot, vegna þess að þá myndu þeir vera komnir í 64 bita umhverfi. IBM hefur líka náð þeim 64 bita örgjörva uppí 1.8 Ghz. Kosturinn við að halda sér við PowerPC 970 örgjövanna er auðvita sá að það verður ennþá hægt að keyra öll núverandi 32-bita forrit á örgjörvanum.

Þetta er það sama og AMD er að þróa fyrir Windows og Linux notendur, þess vegna þegar 64 bita örgjörvanir koma út þá munu framleiðendur ekki að vera þegar komnir út með 64-bita útgáfur að hugbúnaðinum sínum.

Þó svo að þetta yrði rosalega erfitt fyrir Apple að skipta algjörlega um umhverfi og hverfa úr ppc heiminum og fara yfir í x86 heiminn, hefur það auðvita verið raunin að það hefur verið hægari þróun á PPC örgjörvanum og hærra verð ( vegna minni eftirspurnar). En spurning er sú, getur Apple tekið þá áhættu að gera allan hugbúnað næstum alveg ósamhæfan.

Að minnsta lagi munu Apple menn halda uppi viðræðum við AMD og Intel til þess eingöngu að halda pressunni á Motorola og IBM.

Þó er PowerPC 970 auðvita líklegasti kosturinn fyrir Apple, og hafa verið einhverjar sögusagnir um það að næsta útgáfa af Mac OS X ( Panther ) verði byggður í 64-bita umhverfi, enn fremur er búist við Apple muni senda út 64-bita vélar í fyrsta lagi í Ágúst og í síðasta lagi Nóvember. Svo munum við sjá 64-bita Makka í jólapökkum landsmanna ?