Ég hef aðeins áhuga að heyra ykkar álit á ákveðnum atriðum er lúta að Reykjavíkurlistanum.
Staðreynd hvort sem það skipti máli eða ekki þá er engin skrifstofa eða neitt símanúmer sem Reykjavíkurlistinn er með.

Var að kíkja á Féttablaðið í dag og eigum við bara ekki að gefa Fréttablaðinu orðið.
“ Hvert er lögheimili R-listans ? Hverjir stjórna honum, marka stefnuna ? Er grasrótin, sem svo mikið var gert úr fyrir 10 árum, enn virk ? Eða hafa kanski örfáir atvinnumenn í Ráðhúsinu tekið völdin ?”
“ Hitt ætti sennilega að vera meira áhuggjuefni fyrir R-listann, þegar tæp tvö ár eru til kosninga, að gjá hafi myndast milli forystu hans í Ráðhúsinu og grasrótarinnar sem kom honum til valda ”
Eitt er alveg ljóst að ekki náðist samstaða um þetta málþing, þ.e hvernig það ætti að fara fram þar sem t.d fyrrverandi óháður borgarstjóri er nú varaþingmaður&varaformaður vinstra flokksins Samfylkingarinnar.
Telja menn ekki líklegt í dag að Framsóknarflokkurinn muni bjóða fram undir sínu merki í næstu borgarstjórnarkosningum.
Það er a.m.k bæði vilji Halldórs Ásgrímsson og Guðna að flokkurinn fari fram undir merki Framsóknarflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum.
Ég stórefa það að þeir séu búnir að gleyma framkomu ISG. ( ætla ekki að rifja það allt hér upp, þá sögu þekkja allir . )
Þegar borgarstjórnarkosningar verða haldnar eftir 2.ár þá verður Halldór í forsætisráðherrastólnum.
Þeir ætti alveg klárlega að ná inn 2 mönnum og geti því myndað nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum sem ég held að gæti verið mjög farsælt fyrir Reykvíkinga.
Fyrir Framsóknarflokkinn gæti þetta verið mjög jákvætt, 2 borgarfulltrúar, Þórólfur Valsari áfram borgarstjóri, og rúsínan í pylsuendanum að aðeins að vera í meirihlutasamstarfi með einum samheldnum hópi vs vera áfram í samstarfi við hina og þessa úr þessarri og hinni áttinni.
Farsælast fyrir Reykvíkinga væri að þetta fólk sem stendur að þessu myndi horfa í eigin barm og viðkenna fyrir sér að þetta er búið.
Það myndi t.d gefa Degi möguleika á að koma heim í faðm Sollu þar sem hann á heima.


Með kveðju.