Halló halló. Ég er bara að velta því fyrir mér hvort einhver hérna sé með óvenjulega skrýtinn kennara. Ég er með einn svoleiðis, hann er og mjög leiðinlegur og það virðist vera þannig að hann velji sér “fórnarlamb” í hverjum bekk. Þetta er enskukennari og fyrsta árið mitt í ensku þegar ég var í 7. bekk þá var vinur minn “fórnarlamb” hans og ef þessi vinur minn gerði janfvel sömu villu og allir aðrir naut hann þess að gera grín að honum alltaf “(nafn) gerðir þú þessa villu” (og var ekkert að halda röddinni á lágu nótunum)

Árið eftir bættist annar strákur í hópinn og 2 stelpur seinna á skólaárinu. Stelpunum tókst að gleyma að mæta í glósupróf sem gert var aukalega fyrir þær, vegna þess að þær mættu ekki daginn sem það var. En strákurinn sem bættist við í hópinn fékk ekkert mikla strýðni en þó meiri en þeir sem ekki voru “fórnarlömb” kennarans. og svo í 9. bekk bættist ekkert fórnarlamb í hópinn.


En nú í 10 bekk bættist ég í hópinn. einhverja hluta vegna vill þessi kennari kalla mig Michael Jackson, en ég er þessi týpiski Korn fan. Þetta fer náttúrulega í taugarnar á mér svo að ég reyndi að gera bara grín að þessu og dansa “moon dans” fyrir framan kennarann. En það virkaði ekki betur en það að hann gerði meira grín að mér en áður. Nú vil ég hugarar fá ykkar sögur(af svona skrýtnum kennurum) en það sem mér þætti best að fá eru ráð um það hvað ég get gert.