Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Megas - 3. hluti (4 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Seint koma sumir en koma þó, hérna er þriðji og seinasti hluti greina sem ég skrifaði fyrir þremur árum, en sendi aldrei inn af óskiljanlegum ástæðum. Fyrri greinarnar má finna hér: http://www.hugi.is/islensk/articles.php?page=view&contentId=5484864 og hér http://www.hugi.is/islensk/articles.php?page=view&contentId=5488154#item7084446 Klæddur og kominn á ról Á tíunda áratugnum var Megas nokkuð iðinn við kolann og gaf út nokkrar plötur og eina bók. Hann gaf sjálfur út tvöföldu plötuna...

Saga Sovétríkjanna: Fallið [3/3] (12 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Glasnost og perestrojka Mikael Gorbatjov komst til valda í Sovétríkjunum árið 1985. Hann var fljótur að innleiða breytingar á skipulagi kommúnismans, og gengu þær breytingar undir nafninu Glasnost og Perestrojka. Breytingarnar fólu í sér afnám ritskoðunar og hvatt var til opinskárrar umræðu – en öll gagnrýni á stjórnvöld hafði þangað til verið bæld niður í Sovétríkjunum. Einnig vildi Gorbatjov koma á endurskipulagningu, umbótum og nýsköpun í efnahagslífinu. Hann reyndi einnig að milda...

Saga Sovétríkjanna: Lífið í Sovétríkjunum [2/3] (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Lenín og Stalín: Það var á þessum grunni Karls Marx sem Sovétríkin byggðu á þegar þau voru stofnuð árið 1921. Leiðtogi Sovétmanna var Vladimir Lenín, og innleiddi hann ýmsar breytingar á Sovéska kerfinu. Þekktasta stefnubreyting hans nefndis NEP stefnan, eða ný efnahags- og atvinnustefna. Hún fól í sér nokkurt afturhvarf til kapítalískra búskaparhátta, en það réttlætti hann með hinum frægu orðum að maður yrði að stíga eitt skref afturábak til að geta stigið tvö skref fram síðar. Hann fylgdi...

Saga Sovétríkjanna: Undanfarinn [1/3] (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Þetta er ritgerð sem ég gerði í áfanganum Alþjóðastjórnmál og fjallar hún um sögu Sovétríkjanna. Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta og mun ég setja heimildaskrána í seinasta hlutann. Inngangur: Í þessari ritgerð er ætlunin að reyna að varpa örlitlu ljósi á Sovétríkin, hvernig þau urðu til, hvers vegna og á hverju þau byggðu. Ég mun fara yfir sögu Sovétríkjanna og Rússlands frá árinu 1905 og til ársins 1991 en þá liðu Sovétríkin og kommúnisminn undir lok. Farið verður ítarlega yfir kalda...

Megas - 2.hluti (8 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Annar hluti af þremur um tónlistarmanninn Megas. Fyrsta hlutann má finna hérhttp://www.hugi.is/islensk/articles.php?page=view&contentId=5484864 Komdu og skoðaðu kistuna mína Sama ár og barnaplatan kom út gerði Megas aðra plötu og nefndist hún Drög að sjálfsmorði. Platan var tekin upp á tvennum tónleikum í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, en það var gert vegna þess að of mikið hefði kostað að gera plötuna í stúdíói með þeim hætti sem Megas vildi. Platan var tekin upp á einum degi og...

Megas - 1.hluti (8 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Inngangur “Guð býr í garðslöngunni amma” Með þessum orðum í sönglagi á fyrstu hljómplötu sinni sem út kom vorið1972 kvað ný rödd sér hljóðs. Rödd hins einstæða söngvaskálds Megasar. Megas þessi er án vafa einn umdeildasti listamaður sem við Íslendingar höfum átt. Hann er fjölhæfur og hefur samið smásögur og skáldsögur, ort ljóð, málað myndir og síðast en ekki síst samið fjöldann allan af lögum. Í þessari ritgerð ætla ég að einblína mest á þá hlið sem flestir þekkja á Megasi, tónlistar- og...

Leifturspjöld/Flashcards (8 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Leifturspjöld eru mjög sniðug leið til að læra tungumál, formúlur, nöfn eða bara hvað sem er. Kerfið virkar þannig að þú skrifar eina spurningu eða orð á fremri hlið spjaldsins og síðan skrifarðu svarið eða þýðinguna hinum megin. Spjöldin eru svo flokkuð í hólf eftir því hversu vel þú þekkir orðin á spjaldinu. Ef þú svarar spurningunni á spjaldinu rétt seturðu spjaldið í næsta hólf fyrir aftan en ef þú svarar vitlaust seturðu spjaldið í hólfið fyrir framan. Kostir þess að nota leifturspjöld...

Plötur ársins 2006 (51 álit)

í Rokk fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Jæja, nú ætla ég að halda í hefðina sem ég byrjaði á seinasta ári, að skrifa dóma um plötur ársins 2006 sem ég hef hlustað á. Plöturnar eru heldur færri en í fyrra, eða einungis 18. Ástæðuna tel ég vera þá að ég hef verið dálítið fastur í fortíðinni og er meira að hlusta á gamla tónlist eins og Pink Floyd og Bítlana og þess háttar. En hér eru allavega dómar um þær plötur sem ég hlustaði á nógu vel til að geta dæmt. Ég skammast mín reyndar dálítið fyrir að það eru bara 3 íslenskar plötur...

Heilsusálfræði (8 álit)

í Heilsa fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Heilsusálfræði: Heilsusálfræði er tiltölulega nýtt fag innan sálfræðinnar. Heilsusálfræðingar notar sálfræðilega þekkingu til að efla heilsu og minnka líkur á sjúkdómum. Önnur viðfangsefni heilsusálfræðinga eru að jafna stöðu fólks í heilsufarslegu tilliti, finna út hverjir eru í mestri hættu að fá sjúkdóma og af hverju. Einnig að finna út hvaða hegðun og reynsla leiðir til góðrar eða slæmrar heilsu, fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk og stuðla þannig að betri heilsu og koma í veg...

Download á tónlist er gott! (56 álit)

í Rokk fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Viðskiptablaðið birti þann 27. september síðastliðinn ítarlega fréttaskýringu þar sem fjallað var um tónlistarmarkaðinn á Íslandi. Í greininni kom það meðal annars fram að sala á tónlist hefur tvöfaldast frá árinu 2001. Þetta eru sláandi tölur í ljósi þess að Samtök Myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) hafa hingað til haldið því fram að niðurhal á tónlist hafi skaðleg áhrif á plötusölu. Að mínu mati hefur að niðurhal á tónlist þvert á móti jákvæð áhrif á sölu tónlistar. Þetta segi ég vegna þess að...

Herbergi Poolarans (12 álit)

í Heimilið fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Já herbergið mitt á sér langa sögu, hef verið í nokkrum herbergjum í þessu húsi sem ég bý í en það er þó eitt sem hefur ávallt fylgt þessum herbergjum, en það er drasl. Þar sem ég bý er alltaf eitthvað drasl. Sama hversu vel ég tek til, þá kemur alltaf nýtt og nýtt drasl upp á yfirborðið. Eitt sem ég kann ekki er að koma hlutunum á ákveðinn stað, dæmi um drasl sem er hér á borðinu fyrir framan mig er magic dós, svona 200 teygjur, nokkrir geisladiskar, kóktappar og skóinnlegg. En er ekkert...

Mín Firefox extension (24 álit)

í Netið fyrir 18 árum
Þar sem lítið er að gerast á þessu áhugamáli ákvað ég að skella einni grein um hvaða extension mér finnst best að nota með Eldrefnum mínum. Extension eru litlar viðbætur sem geta gert allt sörf mun þægilegra og skemmtilegra. Þessi extension er ég með, segið mér endilega hverju þið mælið með. FasterfoxÞetta er umdeilt extension þar sem þetta ku auka álag á servera ef margir eru að nota þetta. En það sem þetta gerir er að hraða sörfinu umtalsvert, perfomance and network tweaks, eins og þeir...

Vond lög með góðum hljómsveitum (109 álit)

í Rokk fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég var að leiða hugann að því hvað góðar hljómsveitir geta gert léleg lög. Bítlarnir hafa gert eitthvað um 200 lög og það eru svona 190 þeirra frábær, en guð minn almáttugur fara í taugarnar á mér. Til dæmis 'Baby you're a rich man', ‘Sgt Peppers lonely hearts club band’ og ‘Drive my car’. - Ég veit nú ekki hver gerði 'I shot the sheriff' upprunalega, en vá hvað þetta er hroðalegt lag. Á það í nokkrum útgáfum, hver annarri verri. Það sem er þess valdandi að London Calling platan með The...

Plötur ársins 2005-Ördómar um plöturnar (108 álit)

í Rokk fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Árið 2005 hefur verið frábært plötuár. Ég hef hlustað almennilega á 25 plötur sem komu út á þessu ári og hér koma ördómar um þær allar. Tek ekki ‘Best of’ plötur eða þess háttar með. Bubbi - Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís (Ekki eins góð plata og Ást sem kom út á sama tíma, inniheldur hið hræðilega lag Svartur hundur.Ágætis plata samt.) Bubbi – Ást (Góð plata sem kom mér mjög á óvart m.v. hvernig attitjúd Bubbi kall hefur haft upp á síðkastið. Nokkur lög sem festast við heilann á manni.)...

The Complete Stone roses-Plötudómur og meira til (6 álit)

í Rokk fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Mig langaði að kynna ykkur fyrir einum af þeim diskum sem breyttu lífi mínu. Diskurinn er með bresku hljómsveitinni The Stone roses og heitir diskurinn því skemmtilega nafni “The Complete Stone Roses”. En þetta er reyndar síður en svo öll Stone roses lögin, þetta eru lög af frumraun þeirra (platan hét einfaldlega The Stone Roses) auk smáskífa og B-hliða. Platan spannar fyrri hluta ferils sveitarinnar og eru engin lög af seinni plötunni sem kom út árið 1995. Platan er 74 mínútur og 21 lag....

Þolinmæðin (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ástina gengur illa að finna leitað hefur út um allt Ástin er á meðal hinna sem elskað geta hundraðfalt. Eftir langa leit og mikla mæðu hún finnur loks hinn eina rétta. Bara ef varir hennar gætu sagt honum allt af létta Hún veit að kjarkinn þarf að hafa til að eignast þennan herra. Hún ekki vill fá einn gamlan afa og hvað þá graðan perra. Nú kjarkinn loksins í sig bítur og daðrar nú við drenginn. Amor örvum sínum skýtur, stúlkan hefur náð í fenginn. hvernig fannst ykkur?

Ævisaga (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
Ég ástina fann rétt hjá andapolli ég á svelli nokkru rann ég ekki á ísnum tolli. En svo kom þessi fagra snót hjálpaði mér á fætur og sýndi mér smá blíðuhót og sagði að ég væri svo sætur. Við héldumst í hendur á leiðinni heim og töluðum um fjendur sem ætti að senda út í geim. Ástin kviknaði þessa nótt við lögðumst undir sæng og allt var rótt ég var undir hennar væng. Alla daga hún var mér hjá við alltaf áttum góða daga en hún farin er mér frá og hérna endar þessi saga.

Steinar Guðgeirsson tekur við FRAM!!! (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þá er það orðið ljóst hver tekur við Safamýrarstórveldinu, en það er enginn annar en Steinar Guðgeirsson sem spilaði lengi vel með liðinu en lagði skóna á hilluna árið 2001. Þetta kemur vafalaust mörgum á óvart þar sem að nafn Steinars hefur ekki verið mikið í umræðunni um hugsanlegan arftaka Kristins R. sem var rekinn eins og líklegast flestir vita. Hér er svo það sem heimasiða FRAM, www.fram.is sagði um málið Stjórn FRAM Fótboltafélags Reykjavíkur hefur gengið frá ráðningu Steinars Þórs...

FRAMarar semja við Guðmund Steinarsson (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum
FRAM hefur gert samning við sóknarmannin Guðmund Steinarsson sem kemur frá danska 1. deildar liðinu Brönshöj. Guðmundur gerði það gott með Keflvíkingum á sínum tíma og var markahæsti maður úrvalsdeildarinnar árið 2000 ásamt Andra Sigþórssyni. Guðmundur sem er 23 ára gamall hefur leikið með öllum landsliðum Íslands og hefur alls skorað 28 mörk í efstu deild. Guðmundur verður tvímælalaust mikill liðstyrkur við FRAMara sem hafa verið í sóknarvandræðum vegna þess að Þorbjörn Atli Sveinsson hefur...

Atli Eðvaldsson svarar spurningum fólksins (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 1 mánuði
Fótboltasíðan fotbolti.net leyfði “almúganum” að senda inn spurningar á hinn mjög svo umdeilda landsliðsþjálfara Atla Eðvaldsson og svarar hann því helsta sem hefur brunnið á vörum fólks að undanförnu. Hér í þessari grein ætla ég að taka til það bitastæðasta úr þessu “viðtali”. Ég reyni að hafa þetta ekki of langt en heilmargar spurningar voru sendar inn svo erfitt er að taka nokkrar spurningar úr. Gunnar Hilmar Kristinsson spyr: Já þú velur Pétur Marteinsson sem kemst ekki í hóp hjá Stoke...

Hvadda gera? (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hvadda gera heimska meri þú bara liggur þarn' á hleri Ert að bíð' eftir að eitthvað gerist og vilt að löggan í leikinn skerist? Hvadda gera heimska belja, ertu blíðu þín' að selja? Heldur að eitthver vilji kaupa ef hann er ekki bún' að staupa? Hvadda gera heimski köttur, heldurð' að þú sért Hrói höttur? Hvernig vær' að setjast niður og bíð' eftir að það komi friður.

Securitas í tómu rugli (5 álit)

í Sorp fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Langaði að deila með ykkur sögu sem er alveg sönn. Þetta gerðist í Kringlunni fyrir svona 2 árum. Ég var ekki beint handtekinn, en ég og Óli vinur minn hentum tómatsósubréfi(eins og maður fær á McDonalds) niður á kaffihúsið í Kringlunni og tveir menn frá Securitas komu hlaupandi eins og við værum einhverjir stórglæpamenn og hélt í okkur eins og við höfðum drepið mann eða eitthvað. Bréfið fór ekki í neinn og fólkið á kaffihúsinu vissi ekki einu sinni af þessu. Síðan átti að setja okkur í...

Djöfull varð ég hræddur-Blaðahundar (25 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég er að bera út Moggann og í hverfinu mínu er einn svokallaður “blaðahundur”. Það eru hundar sem eru með einhverja áráttu í að bíða fyrir framan póstkassann og bíða eftir blaðinu og síðan níðast þeir eitthvað á því. Sem betur fer er póstlúgan í húsinu sem hundurinn býr í ekki stíf og það er því auðvelt að stinga blaðinu í gegn. En einu sinni var ég að bera út sunnudags moggann og það var orðið mjög dimmt úti(klukkan var eitthvað yfir tólf um nótt) og ég fór í húsið þar sem “blaðahundirinn”...

Senegal-Svíþjóð (3 álit)

í Stórmót fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Senegal er svo sannarlega spútniklið þessa heimsmeistaramóts en þeir unnu í morgun lið Svía 2-1. Svíar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Henrik Larsson skallaði í mark efir hornspyrnu frá Anders Svensson á 11. mínútu. Næsta hálftímann sóttu Senegalar mun meira og það bar árangur því að á 37. mínútu skoraði Henry Camara með góðu skoti eftir að hafa leikið á einn Svíann. Síðari hálfleikur var daufari en sá fyrri en samt fín skemmtun. Zlatan Ibrahimoic kom inn á sem varamaður í lið Svía og...

Svíþjóð-Argentína (7 álit)

í Stórmót fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í morgun var leikið í þriðju umferð F-riðilsins eða dauðariðilsins og ég ætla að skrifa um leikinn hjá Svíþjóð og Argentínu. Argentínumenn þurftu að sigra til að vera öruggir áfram. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru miklu meira með boltann í fyrri hálfleik og þeir sóttu og sóttu. En Argentínumönnunum tókst ekki að skora og staðan var 0-0 í leikhléi. Svíar voru mun beittari í sóknum sínum í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Og á 59. mínútu skoraði Svensson frábært mark af 25...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok