Senegal er svo sannarlega spútniklið þessa heimsmeistaramóts en þeir unnu í morgun lið Svía 2-1.
Svíar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Henrik Larsson skallaði í mark efir hornspyrnu frá Anders Svensson á 11. mínútu. Næsta hálftímann sóttu Senegalar mun meira og það bar árangur því að á 37. mínútu skoraði Henry Camara með góðu skoti eftir að hafa leikið á einn Svíann.
Síðari hálfleikur var daufari en sá fyrri en samt fín skemmtun. Zlatan Ibrahimoic kom inn á sem varamaður í lið Svía og sýndi fína takta og skapaði oft mikla hættu. Hann lék á varnarmenn Senegala og Larsson var orðinn frír í teignu en Ibrahimoic ákvað að skjóta en Sylva varði það skot. Síðan missti hann líka af boltanum í góðu færi sem hefði auðveldlega getað endað með marki.
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 7. mínútu framlengingarinnar átti Andreas Svensson frábært skot sem hafnaði í stöng eftir að hafa sólað varnarmann.
En á 104. mínútu skoraði Camara annað mark sitt eftir að
Pape Thiaw hafði sent góða hælsendingu á hann og hann skoraði með frekar lausu skoti í stöngina og inn.
Senegalarnir eru því komnir áfram og þeir mæta annaðhvort Japönum eða Tyrkjum í 8-liða úrslitum.