Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

midgardur
midgardur Notandi frá fornöld 464 stig

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hvötin íbyggni (intention) er sálfræðileg. Sem sálfræðilegt fyrirbæri er hún smættanleg að ýmsum dýpri sálfræðilegum hvötum (sem ég hætti mér ekki út í). Eitt af því sem hefur áhrif á styrk hennar og stefnu eru ytri og innri áreiti. Þarna fer í gang ákveðið samskiptafræðilegt ferli á milli skynjur, tilfinninga og ímyndunar (hugsunar) sem fær lífveruna til að bregðast við á ákveðin hátt. Afhverju einstaklingurinn bregðst nákvæmlega svona við er flókið sállífrænt ferli sem hefur eitthvað að...

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nú eru tölvunarfræðingar að búa til greindarkerfi sem “skilja” setningar merkingafræðilega íþm. á þann hátt að kerfin bregðast við eins og þau hafi skilið setninguna. Þetta þýðir einfaldlega að við erum að nálgast tölvu sem getur staðist turings-prófið. Þessi kerfi byggjast á signal prossing (fyrirgefðu en mér vantar íslenskuna).

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Svara því hér að neðan, með því að segja að það sé sálfræðilegt, á sviði einstaklinganna sem skapa menningu, viðhalda henni, tortíma eða ferja til næstu kynslóða. Samspilið þarna á milli er alls ekki einfald heldur gríðarlega flókið og mér vitanlega er ekki til nein kenning sem skýrir þetta samspil á áreiðanlegan hátt.

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ja… nú ert þú kominn út í heimspekilega spurningu. Ég held að vísindin geta ekki svarað þessu frekar en þau geta svarað spurningunni “hvað er efni?” Þessi skilgreining sem ég hef verið að setja fram á menningu er eingöngu skilgreining og hún er fullnægjandi til að rannsaka þetta fyrirbæri sem við köllum menningu. Þetta er hins vega ekki t.d. skilgreining fyrir sköpun, frumleika, ástríður, fegurð, langanir, draumsýnir, íhaldssemi, reglufestu osfrv. sem knýja menninguna áfram og skapa henni...

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
ja eins og þú getur smættað efnislega hluti eins og grjót og geisladiska í rafeindir, nifteindir, róteindir og einhvern slatta af kvörkum, þá getur þú smættað menningarlega hluti í signöl (reyndar er þetta auðvitað flóknara þar sem við erum að tala um merkingarfræðilega, málfræðilega, setningafræðilega og formfræðilegar (stafir, hljóð, látbragð osfrv) einingar líka. Málið er bara að fyrirbærið verður að vera úr þessum einingum til að geta kallast menningarlegt á sama hátt og efni verður að...

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Tilfinningaleg viðbrögð framkalla ákveðna lykt: reiði, gleði, ást osfrv. Einnig vera okkar sem lífvera, maður, karl, ungur, veikur osfrv. Þetta er tiltölulega frumstætt táknkerfi í samskiptakerfum lífvera. Þetta flokkast sem merki (signal) en ekki tákn (symbol). Oft er dregin markalína á milli menningalegra boðskipta og líffræðilegra boðskipta við þessa aðgreiningu á milli symbola og signala en hún er ekki sérstaklega skýr. Ýmsir vilja jafnvel ganga svo langt að segja að það sé í raun bara...

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég átti eftir að bæta því við að hægt er að breyta þessari forskrift og koma fram með nýja. Varðandi smættanleikan þá má smætta allt sem sagt hefur verið á íslensku niður í eitthvað um 40 hljóð. Allt sem hefur verið ritað niður í 32 stafi (36 c, q, w og z með). hvernig hægt er að búa til fjarlæga hluti eins og “heimsljós” úr svona takmörkuðum gæðum er auðvitað ráðgáta, sérstaklega þar sem samsetningin er um allt annað en einingarnar :)

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það eru ekki glögg skil á milli venju og siðs. Það er t.d. venja að konur og börn njóti forgangs á hættustund. Þessi venja getur verið kóðuð á margvíslegan hátt. Með orðum eða líkamlegri beitingu eða sambland af þessu tvennur. Hvað táknmiðill sem er notaður þá þarf einhvern veginn að koma þessari venju til skila. Varðandi táknkerfið má ekki gleyma að líkamleg tjáning er hluti af táknkerfi, efnaboð einnig eins og lykt osfrv.

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég verð að viðurkenna að ég kem ekki auga á eina einustu siðvenju sem ekki er hægt að smætta niður í merkingarkóða :/

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ok… við erum kannski farnir að nálgast einhverja sameiginlega niðurstöðu hér. Hin almenna og vísindalega skilgreining á menningu er að hana má smætta niður í merkingarkóða. Menningin er varðveitt í þessum kóðum (listir, pólitík, tækni, þekking, trúarbrögði, siðir osfrv.). Dæmi getur verið fyrirbærið “stóll”, til eru nákvæmar menningarlegar forskriftir um það hvernig búa á til stóla, sem fólk miðlar sín á milli, auk þess sem “stóllinn” sjálfur felur í sér forskrift um það hvernig hann var...

Re: Er sólkerfið okkar atóm?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér þykir það leitt en atóm er á engan hátt líkt og sólkerfi. Til að öðlast einhvern skilning á atóminu er best að gleyma öllum sólkerfapælingum, því á atómsviðinu taka við svo furðleg fyrirbæri að þau kalla á virkilega byltingarkennda hugsun og skilning.

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nei… auðvitað eru siður og venjur meira en merkingarkóðarnir, sama á t.d. einnig við um þetta forrit, það lýtur allt öðru vísi út en vélamálið sem það er kóðað í.

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jú, auðvitað má smætta siði og menningu niður í merkingarkóða, hvernig getum við annars miðlað þeim á milli okkar ;)

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þú veist jafn vel og ég að “menning” er þýðing orðsins “culture” með orðstofnin ræktun eða eitthvað í þá áttina. Íslenska þýðingin er slysaleg og gerð á þeim tíma þegar menn trúðu að menningin væri það sem greindi okkur frá dýrunum. Ég sagði hvergi að menning sé eingöngu listastarfsemi mannsins, enda er það jafn fáránlegt og að staðhæfa að allt mannlífið sé menning. Menning er einfaldlega táknveruleikinn, hinn merkingarbæri heimur sem við lifum í. “Atóm” menningar eru merki, signöl sem við...

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þín skilgreining er einfaldlega röng. Menning er sérstak fyrirbæri, að skilgreina það út frá mannlífinu er fáránlegt. Menning er t.d. ekki aðeins bundin við menn, dýr geta líka þróað menningu. Sé til vitsmunalíf annarsstaðar í geimnum, er þar menning sem hefur ekkert með mannlífið að gera.

Re: Vissa? Tími

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég kalla alla þá spekinga sem fjalla um tilvistina tilvistaspekinga, óháð því hvort til var orðin sérstök heimspekistefni eða ekki.

Re: Hvað er fegurð?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég fullyrði frekar hið gagnstæða. Menningarlega séð erum við nánast alveg hætt að tengja kynmök við barneignir. Sexý kona (falleg) í nútímanum er því frekar kona sem sendir merki um að hún sé óbyrja. Ég bendi síðan á fyrirsætur nútímans máli mínu til stuðnings. Ídeal konan í dag er geld!

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ja… er hækkað hitastig í herbergi þegar ég geng inn í það menning, vegna þess að það varð af mannavöldum?

Re: Vissa? Tími

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Var Descartes nokkuð að sanna tilvist sína, var hann ekki bara að setja fram frumsendu fyrir tilvist sinni? Hvort hann sé raunverulega Descartes eða Davíð Oddsson eða Móðir Teresa skiptir ekki máli í þessu tilviki. Árarnir gátu blekkt hann um það og um það var hann sér algjörlega meðvitaður. En hverjar sem blekkingar áranna voru þá geta þeir ekki blekkt hann um “Ég er, því ég hugsa”. Jeppe á Fjalli “er” hvort sem hann er Jeppe eða konungur. Það hefur engin áhrif á tilvist þessarar frumsendu,...

Re: Er sólkerfið okkar atóm?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nei sólkerfið okkar er ekki atóm, þessi samlíking er einkar óheppileg því atóm hagar sér allt öðruvísi en sólkerfið og á akkúrat ekkert sameiginlegt.

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
merkingarbær hugmynd um verðbólgu er menning, en hún sjálf er ekki menning. Eins eru merkingarbærar hugmyndir okkar um náttúruna menning þótt náttúran sem slík er það ekki.

Re: Hvað er menning?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ýmislegt í mannlífinu er ekki nauðsynlega menning. Verðbólga sem dæmi getur varla flokkast undir menningu. Viðbrög við henni, ástæður og skilningur, geta hins vegar haft eitthvað með menningu að gera. Menning er hin merkingarbæra veröld sem við búum í, hvernig við miðlum henni á milli, varðveitum, endursköpum, upprætum og sköpum.

Re: Hvað er fegurð?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Fegurðin er ekki í eðli þess hlutar sem okkur þykir fallegur, heldur í upplifun okkar. Skilgreining á fegurð felst því í skilgreiningu á tilfinningunni “fegurð”. Það er þessi tilfinning sem er sammannleg en ekki endilega áreitið sem kveikir tilfinninguna.

Re: Að læra af sögunni

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Í Bandaríkjunum var sett fram hugtakið “Cultural literacy”, orðrétt þýðing getur verið “menningarlæsi”. Þetta hugtak felur í sér að nauðsynlegt sé í hverju samfélagi að borgararnir búi yfir sameiginlegum þekkingarforða og séu læsir á lykilatriði menningar sinnar. Þetta er talið nauðsynlegt svo við getum yfirhöfuð rætt saman. Almenn þekking felur þetta í sér. Saga hlýtur auðvitað að skipta þar höfuð máli. Vandinn við söguna er bara að það eru svo mörg sjónarhorn og sagnfræðingar eru ekki...

Re: Að læra af sögunni

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Kristbjörn: Ég er næstum sammála þér, en þó ekki alveg. Ég tel hollt hverju þjóðfélagi að borgarnir búi yfir fjölbreytri og sérhæfðri þekkingu á mörgum sviðum, en ekki endilega að allir búi yfir sömu almennu þekkingunni. Skólakerfið þarf þannig að bjóða upp á sérhæfðar og skýrar leiðir að fræða- og starfssviðum. Það er nokkuð þekkt hvaða grundvallar færni einstaklingur þarf að búa yfir til að vera góður tölvunarfræðingur, bifvélavirki eða söguskýrandi. Rangalarnir að þessum “þekkingar og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok