Þessi pæling hefur fest sig í mínum innstu sálarkimum frá því að ég vissi hvað atóm var og hvernig það leit út.

Hugsunin er sú að sólkerfið okkar sé bara atóm í einhverju svo miklu, miklu stærra en nokkur maður getur ímyndað sér (Kanski bara mannveru í annarri vídd þess vegna).

Ég held að flestir viti hvernig atóm lítur út, kjarninn (sólin) og rafeindir (plánetur og reykistjörnur).

Alltaf þegar ég reyni að hugsa um hlutinn sem sólkerfið okkar væri þá partur af, fer ég að hugsa “er hann þá kanski líka lítill hlutur á yfirborði annars atóms í öðrum miklu, miklu stærri hlut?” En þegar ég fer að hugsa svona langt fæ ég alltaf skrítna tilfinningu í magan og hörfa aftur til raunveruleikans. Þessa sömu tilfinningu fæ ég þegar ég reyni að hugsa um það hvað var áður en heimurinn var skapaður, en það er önnur saga. =)