Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bluntman
bluntman Notandi síðan fyrir 20 árum, 3 mánuðum 35 ára karlmaður
1.704 stig

Úr 33. sæti í 20. (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Vildi bara segja að eftir að ég gerðist stjórnandi hér í byrjun desember á síðasta ári, hefur áhugamálið hoppað úr 33. sæti í 20. yfir vinsælustu áhugamál Huga. :) Eða úr 30. og yfir í 17 þar sem að /forsida, /hahradi og /ego eru tæknilega ekki áhugamál.

7900 GT og GTX seljast upp... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Nvidia geta verið ánægðir núna því að nýju kortin þeirra rokseldust á mettíma. Allar helstu netverslanir Evrópu og USA seldu upp á nokkrum klukkustundum, og við erum að tala um þúsundir korta. Helstu kostir 7900 yfir X1900 er að það þarf miklu minni orku og er því miklu lágværara og keyrir á mun minni hita. ATI hafa hinsvegar lækkað verðið á x1900 línunni sinni.

Nýju Nvidia kortin... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það eru komin specs á nýju Nvidia kortin. Geforce 7900 GTX kortið er með 650MHz core og 1600 MHz minni og er 90nm. Það er með 512MB minni og kubburinn á víst að vera mun minni en ATI R580 kubburinn. Það er með 24 pipelines, 8 vertex shaders og notar ekki nema 120W HÁMARK, sem er algjör snilld. Frábært að þeir séu byrjaðir að gera kort sem nýta orkuna betur. Geforce 7900 GT kortið er með 450MHz core og 1320MHz minni. 24 pipelines og 8 vertex shaders eins og á GTX kortinu en er ‘bara’ með...

50% af pc tölvum í dag geta ekki keyrt Vista.. (15 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
..segir Jon Peddie fyrirtækið en það var að ljúka könnun. Kom í ljós að 50% tölva í dag geta ekki keyrt Vista Glass venjulega eða næstum milljarður (þúsund milljónir). Ég segi ‘venjulega’ því að það er hægt að keyra kerfið án Aero Glass GUI og öllu því nammi :) However, because of the low graphics performance of integrated graphics chips found in most of the PCs, they would not be able to take advantage of the richness and benefits of Vista's new Aero Glass GUI and the graphics-based...

Nýtt ATI kort, review og 7800 512MB loksins snúið aftur... (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Jamm, ATI eru búnir að gefa út X1900 línuna sína. Kortin eru að seljast á sirca $649 sem telst mjög hátt og eru ATI algjörlega að nýta sér aðstæðurnar á markaðnum og er víst nóg til af þeim, eða um 10.000 stykki. Einnig er fyrsta (og eina í augnablikinu) review-ið komið út, getið kíkt á það hér. Einnig er 7800 512MB kortið frá Nvidia loksins byrjað að sjást aftur og eru nokkrar netverslanir komnar með það í hendurnar. Hér Hér Og hér.

RD580 móðurborðinu frestað... (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
ATI eru víst búnir að fresta RD580 borðinu sem átti að koma út á sama tíma og nýju skjákortin þeirra. X1900 kortin koma út á morgun, en móðurborðinu hefur verið frestað um einhverjar vikur, búist við því einhvern tíman í febrúar.

ATI gefur út 6.1 driver... (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
ATI var að gefa út sinn fyrsta driver þetta ár, og er hann 34MB að stærð. Þetta er CCC (Catalyst control centre) driver og styður kort frá Radeon 7X00 til X1800 kortanna. Næsti driverinn þeirra ætti að styðja X1900 kortin en ATI gefur út nýja drivera á mánaðarfresti. Þessi driver lagar helling af ‘bugs’ en eykur afköst ekkert. Þið getið nálgast hann hér á innlendu niðurhali. *Edit* Actually, the driver gets reviewed and compared with the old 5.13 version. And guess what, there are some...

Nvidia rústar 3dMark 06... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Nvidia kortin eru víst að vinna ATI í nánast öllum tilvikum í 3dMark 06. 7800 GTX 512 vinnur X1800XT, og 7800 GTX 512 SLI vinnur X1800XT Crossfire. 7800 GT vinnur X1800XL og Geforce 6800GS vinnur X1600XT o.s.frv. :) Í augnablikinu er Nvidia gjörsamlega að rústa ATI en það má búast við því að ATI taki sinn hlut þegar þeir gefa út X1900 kortin.

3dMark 2006 komið út og AMD lækka verðin... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Jebb. Nýjasta útgáfan af benchmark forritinu 3dMark er komið út og á það að vera alveg rosalega kröfumikið. Það er víst hefð yfir því, að þegar kort eru farin að brjóta 10.000 stiga múrinn, þá gefa þeir út nýja útgáfu. Getið kíkt á það hér. Einnig eru víst góðar heimildir fyrir því að AMD séu að fara að lækka verðin á X2 örgjörvum sínum, ég tilvitna bara í frétt á www.theinquirer.net : AMD will also make changes on several Athlon 64 X2 desktop processors on that date, but the direction of...

Gainward reyna annað... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Fyrirtækið Gainward hefur nú ‘gefist upp’ á Nvidia í sambandi við 7800 512MB kortin. Þeir eru byrjaðir að framleiða sín eigin kort, byggð á 7800 og með 512MB minni. Búist er við því að klukkuhraðinn á þessum kortum verði eitthvað hraðari en á Nvidia 7800 512MB. Einnig eru þeir að gera kort byggð á Geforce 6800 GS og tókst þeim að skella 512MB minni á þau líka. Það má búast við þessum kortum eftir nokkrar vikur.

X1900XTX hraðvirkara en 7800 GTX 512MB... (9 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nýja ATI kortið er víst komið til framleiðenda og hefur verið í framleiðslu í þó nokkurn tíma. Það er meira að segja 50% hraðvirkara en 7800 í sumum tilfellum í leiknum F.E.A.R. og getur skorað 11000+ í 3dmark 2005. Munið samt að þetta kort á að keppa við væntanlega G71 kortið frá Nvidia sem verður spennandi. ATI X1900XTX á að koma út 24. janúar eða snemma í febrúar. G71 kemur líklegast einhverjum vikum eftir ATI kortinu sem gefur Nvidia séns á að gera eitthvað sniðugt til að vinna ATI :) Er...

AMD FX-60... (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
…er kominn út :) Hann kostar 1,000$+ og er klukkaður á 2.60GHz. Þess má geta að þetta er síðasti Socket-939 örgjörvinn.

Aflgjafi og raptor review... (3 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nýr 1000w aflgjafi er kominn út, sem er víst nýtt met. Hann er reyndar mjög dýr en hann kostar 500$ (31.858 kr.) + alveg fínn rafmagnsreikningur :) Hann passar í venjulega ATX kassa, og er víst hljóðlátur og stöðugur. Get ekki sagt að það borgi sig að kaupa svona kvikindi þar sem að Intel, AMD og fleiri fyrirtæki keppast um að búa til tæki sem krefjast minni orku. - Storagereview.com eru einnig búnir að skella út einu review-i á nýja 150 GB Raptor diskinn frá WD. Tékkið á því hér.

Western Digital gefur út nýjan Raptor... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Jebb, WD eru búnir að gefa út nýjan harðan disk, hinn vinsæla Raptor. Gamli Raptor-inn var 74GB meðan að nýi er 150GB og auðvitað 10.000 RPM

ATI R580 kemur í fjórum útgáfum... (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nýju kortin munu heita : Radeon X1900XL, X1900XT og X1900XT CrossFire Edition. Það er annar orðrómur um að þau muni heita : X1900XT (“T” í staðinn fyrir “L”), X1900XTX og X1900XTX CrossFire Edition. Þegar að nýju kortin koma í janúar, þá mun ATI hætta framleiðslu á R520 kortinu…það lifði stutt :) R.I.P. R520, 5. október 2005 - 24. janúar 2006 :D

Samsung byrjaðir á framleiðslu... (4 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Samsung eru á þessari stundu að byrja á fjöldaframleiðslu á nýja minninu sínu : 900MHz GDDR-3. Þetta minni er náttúrulega rosalegt og fjöldaframleiðsla á því þýðir lækkuð verð sem er bara gott fyrir okkur :)

ATI gefur R580 kortið út með nýju móðuborði... (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
ATI mun líklegast gefa út nýja kortið sitt út með nýju móðurborði. Kortið ber nafnið R580 (í augnablikinu, líklegt að þeir nefni það x1900…) meðan að móðurborðið heitir RD580. R580 kortið mun verða með 16 pipelines og 48 pixel Shaders. RD580 móðurborðið á víst að gera Crossfire auðveldara og geta keyrt 2 PCIe skjákort (auðvitað vantar helling af upplýsingum en þetta er það eina í augnablikinu). Það má búast við þessu tvennu í lok janúar eða í febrúar.

Enn bólar ekkert á 7800 512 MB... (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Já það er rétt, ekki eitt einasta 7800 512MB kort er til, Nvidia sögðust ætla að verða til með nýja sendingu á aðfangadag, en efast flestir stórlega um að það takist… Þetta er orðið þannig að það eru sumir að selja kortin á helmingi meira verði á ebay :) Ef einhver hefur áhuga, þá getur hann keypt 650$ kort á 1200$ á ebay. (hehe) Þið gætuð kannski nælt ykkur í 1 stk. í janúar, ég veit ekki hvort að það sé eitthvað rosalega sniðugt þar sem að Nvidia munu gefa út betra kort á þeim tíma…

Nvidia hætta framleiðslu á 7800 512MB... (3 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Nokkuð öruggt er að Nvidia hætti framleiðslu á 7800 512MB í febrúar á næsta ári. Það er ekki búið að ganga mjög vel með þetta kort sökum skorts á minni Samsung. Samt sem áður er gífurlega mikil eftirspurn eftir kortinu…það mætti segja að það sé of vinsælt og Nvidia-menn hafa bara ekki við. Skemmtileg tímasetning líka ef þetta er satt þ.e. því að ATI munu gefa út R580 kort sín á þeim tíma.

Skortur á nýju Nvidia kortunum... (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Nvidia eru í vandræðum með að framleiða nýja kortið sitt sökum skorts á minniskubbum Samsung. Málið er að Samsung, sem sér Nvidia fyrir þessum nýju hágæða minniskubbum, er ekki að framleiða nóg af þeim til að halda þessu gangandi. Samstarfsmenn Nvidia eru víst öskuillir sem og Samsung því að þeir eru ekki ánægðir með að þetta bitni allt á þeim. Skemmtilegt að sjá hvað verður úr þessu, ég er allavega ekki mjög happy :)

AMD FX-60 (15 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Svo virðist sem að það sé komin dagsetning á nýja AMD FX-60 örgjörvan, en hann á að koma í búðir snemma í janúar, nánar tiltekið 10. janúar. Þannig að áhugasamir geta byrjað að safna :)

nvidia 7800 512MB kortið komið til landsins (3 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Já það er rétt, nýja nvidia kortið er loksins komið til landsins og er það að finna hér.(mjasi87 benti mér á það) Verð að segja að verðið kom mér á óvart, ég bjóst við dýru en vá :l

Frábært... (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Sælir. Ég er mjög ánægður með greina-málin núna, það hafa komið 4 greinar á mjög stuttum tíma og mér sýnist þetta ekkert vera að stoppa, allaveganna 2 á leiðinni til viðbótar :) Hvet alla til að senda inn greinar, það er ekkert svo biggie en samt gaman, gerum þetta fína áhugamál nú virkara ;)
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok