Barn að leik Einn, tveir, einn, tveir. Smáir fætur tipla og troða mold og leir. Lítil stúlka leikur sér, léttan fót um völlinn ber. Undur glöð hún unir sér við anganblóm og reyr. Sæl ert þú með bros á brá barnið mitt unga og þrá. Ljóma augun blíð og blá sem brosi morgunsól. Ofan í laut og upp á hól ofurlítinn rauðan kjól sé ég skjótast, skjótast til og frá. Heyri ég óma hlátrasköll. Heyri ég þín gleðiköll. Byggðu þér glæsta háa höll úr heitri æskuþrá. Einn, tveir, einn, tveir. Smáir fætur...