Ljáðu mér eld

Ljáðu mér eld þinnar lífsglöðu sálar

að leysa minn vanda í dag.

Sendu mér skeyti í ósögðum orðum

svo aukist við gleðinnar brag.

Talaðu við mig á tungu sem enginn

temur sér líkt eins og þú.

Hvíslaðu að mér þeim ljúfustu ljóðum

sem leynast í huga þér nú.



Gefðu mér von sem er fleyg eins og fuglinn

og færir mér hamingjustund.

Láttu mig dreyma hið djarfa og fagra

í djúpum og nærandi blund.

Syngdu mér lagið sem lyfti mér forðum

með ljósgeislans vængjum á flug.

Andaðu kveðju frá ókunnum víddum

inn í minn fávísa hug.


Pétur Aðalsteinsson