Gleymt lykilorð
Nýskráning
Harry Potter

Harry Potter

3.530 eru með Harry Potter sem áhugamál
29.954 stig
841 greinar
3.570 þræðir
126 tilkynningar
226 pistlar
1.113 myndir
707 kannanir
66.151 álit
Meira

Ofurhugar

GullaGris GullaGris 988 stig
Remu5Lup1n Remu5Lup1n 930 stig
samot samot 826 stig
Tzipporah Tzipporah 762 stig
ninus ninus 668 stig
sabbath sabbath 626 stig
sillymoo sillymoo 548 stig

Stjórnendur

Allar persónurnar úr öllum Harry Potter bókunum.

Undantekningar eru að ég hef engar myndir(nema skólastjórar) og gleymdi áreiðanlega nokkrum nöfnum. Nokkrar upplýsingar eru ekki í bókunum en ég man eftir að hafa lesið það á netinu.

Abbot, Hannah: Er á Hufflepuffvistnni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður umsjónamaður í 5. bókinni. Giftist Neville.

Abercrombie, Euan: Fer á Gryffindorvistina í 5. bókinni.

Ackerley, Stewart: Fer á Ravenclawvistina í 4. bókinni.

Agnes: Á sömu deild og Gilderoy Lockhart á Santki Mungó. Er með mjög loðið andlit.

Agrippa, Morgana, Hengis, Alberic Grunnion, Circe, Cliodna, Paracelsus og Merlin: Eru á súkkulaðifroskamyndunum.

Alderton, Arkie: Þekktur galdrakústahönnuður samkvæmt Mugga sem er galdramaður.

Aragog: Risakóngulóin hans Hagrids. Leyfir börnum sínum að reyna að éta Harry og Ron í 2. bókinni. Deyr í 6. bókinni.

Archie: Klæddist kvenmannsfötum á tjaldsvæðinu í 4. bókinni.

Arnold: Dverhnoðri(Pygmy Puff) Ginnyar.

Aubrey, Betram: Var á sama tíma í Hogwarts og Peter, Sirius, James, Lupin, Lily og Snape. James og Sirius beittu að henni álögum sem létu höfuðið hennar vera tvöfalt stærra.

Avery: Drápari. Voldemort á það til að láta hann fá kvalabölvunina.

Baddock, Malcolm: Fer á Slytherinvistina í 4. bókinnni.

Bagman, Ludo: Lýsandi í Quidditch heimsmeistarkeppninni og dómari á þrígaldraleikjunum. Fékk mikið af peningum hjá svartálfum en gat ekki borgað þeim. Ekki er vitið hvað kom fyrir hann eftir 4. bókina.

Bagman, Otto: Bróðir Ludo. Arthur Weasley þaggaði mál hans niður um sláttuvél með óvenjulega hæfileika og fékk bestu miðana frá Ludo.

Bagshot, Bathilda: Samdi “Saga galdranna”. Er drepinn í 7. bókinni af Voldemort eða Nagini. Nagini tekur á sig mynd hennar til að ná Harry.

Bane; Ronan, Magorian: Kentárar. Spá um framtíðina með stjörnunum.

Bashir, Alin: Vildi ná tali við Arthur Weasley vegna verslunarbannsins á fljúgandi teppum.

Basil, Payne og Roberts: Unnu á tjaldstæðinu á heimsmeistaramóti Quidditch.

Belby, Marcus: Meðlimur í Slug-klúbbnum. Frændi hans, Damoclesi, var framúrskarandi galdramaður sem fékk Merlínsorðu.

Belcher, Humphrey: Hélt að það var orðið tímabært að hanna seiðpotta úr osti.

Bell, Katie: Sóknarmaður í Gryffindor-Quidditchliðinu í fyrstu sex bókunum. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Veikist alvarlega í 6. bókinni vegna hálsmenni sem hefði getað drepið hana.

Benson, Amy; Bishop, Dennis Voru á sama munaðarleysingjahæli og Voldemort. Hann fór með þau í hellinn sem helkrossanistið er. Þau urðu ekki eins eftir það.

Bilius: Frændi Ron og Ginny. Var vanur að klára flösku af eldviskíi á brúðkaupum. Giftist aldrei(sem kom Hermione virkilega á óvart) Dó 24 tímum eftir að hann sá Grim.

Binns, Cuthbert: Eina kennarinn í Hogwarts sem er draugur. Kennir sögu galdranna.

Black, Phineas Nigellus: Langalangafi Sirusar. Óvinsælasti skólastjóri Hogwarts fyrr og síðar.

Black, Regulus Arcturus: A.k.a. R.A.B. Bróðir Siriusar. Gerðist drápari 16 ára. Hann fékk bakþanka og stal einum helkrossi frá Voldemort með Kreacher(en var síðan drepinn fljótlega af uppvakningum).

Black, Sirius: Guðfaðir Harrys. Einn af ræningjunum. Var handtekinn fyrir 13 morð og fyrir að leka upplýsingum til Voldemorts en var saklaus. Deyr í 5. bókinni þegar hann fer í gegnum blæjuna

Black, Walburga: Móðir Sirusar og Regulus. Hatar Mugga og blóðsvikara. Málverk er af henni á Hroðagerði 12 þar sem hún öskrar alltaf þegar kemur hávaði eða dregið er frá tjöldunum sem er fyrir framan málverkið.

Bletchley, Miles: Gæslumaður í Slytherin-Quidditch liðinu.

Bloody Baron, The: Slytherindraugurinn. Sá eini sem getur haft hemil á Peeves. Var ástfanginn af The Grey Lady eða Helena Ravenclaw. Drap hana af slysni og síðan sig.

Boardman, Stubby: Söngvari hljómsveitarinnar The Hobgoblins. Dró sig úr sviðsljósi eftir að hafa fengið hvítrófu í eyrað á tónleikum.

Bob: Vinnur í Galdramálaráðuneytinu. Var með kassa sem einnihélt fenjakjúkling sem spúði eld í 5. bókinni.

Bobbin, Melinda: Fjölskylda hennar á stóra keðju af lyfjaverslunum.

Bode, Broderick: Vann á leyndarmálastofnuninni. Reyndi að stela spádóminn um Harry og Voldemort undir stýrisgaldri en fékk bölvun á sig. Var að fara að skána þegar hann var kyrktur af djöflasnöru.

Bogrod: Svartálfur sem vinnur í Gringottbankanum í London. Harry kastaði á hann stýrisbölun.

Bole: Varnarmaður í Quidditchliði Slytherins.

Bonaccord, Pierre: Fyrsti stórhöfðingi Alþjóðasamtaka galdramanna.

Bone, McKinnon, Prewett: Þeir/Þær galdramenn/nornir sem Hagrid nefndi í 1. bókinni sem Voldemort drap.

Bones, Amelia Susan: Frænka Susan Bones. Yfirmaður stofnunar um framfylgd galdralaga og ein af spyrjendunum í réttarhöldum Harrys. Dó í 6. bókinni.

Bones, Edgar: Bróðir Amelia. Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Það var náð hounum og fjölskyldunni hans. Stórkostlegur galdramaður að mati Alastor Moody.

Bones, Susan: Er á Hufflepuffvistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD).

Boot, Terry: Er á Ravenclawvistinni: Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD).

Borage, Libatius: Samdi bókina “Töfradrykkjum fyrir lengra komna”.

Borgin: Annar eigandi Borgin & Burges.

Bott, Bert: Framleiðandi fjöldabragðabaunir Berta Botts.

Bowler, Kenneth: Á sama ári og Fred og George. Fékk fullt af kýlum á U.G.Lu-árinu. Reyndar af því að Fred setti bulbadoxduft í buxurnar hans.

Bradley: Spilar í Quidditchliði Ravenclaws.

Braithwaite, Betty: Blaðamaður hjá The Daily Prophet. Tók viðtal við Rita Skeeter þegar hún var að kynna ævisögu Albus Dumbledore.

Branstone, Eleanor: Fer á Hufflepuffvistina í 4. bókinni.

Brookstanton, Rupert “Axebanger”; Bungs, Rosalind Antigone: Galdramenn með R.A.B sem upphafsstaði en hvorug passaði við skilaboðin sem voru á nistinu.

Brucklehurst, Mandy: Er á Ravenclavistinni.

Brown, Lavender: Er á Gryffindorvistini. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Kærasta Rons í 6. bókinni.

Bryce, Frank: Garðyrkjumaður Riddle húsins. Var sakaður um að drepa Tom Riddle Sr. og foreldra hans en það fundust ekki sannanir. Var drepinn af Voldemort í byrjun 4. bókarinnar.

Buckbeak: A.k.a. Grágoggur. Hippógriffin sem er dauðadæmdur fyrir árás á Draco. Harry og Hermione bjarga honum og verður síðan með Siriusi næstu 2 ár þangað til hann kemur aftur til Hogwarts.

Bullstrode, Millicent: Er á Slytherinvistinni.

Burbage, Charity: Kennir muggafræði fyrstu 6 bækurnar. Er drepin í síðustu bókinni af Voldemort.

Burke, Caractacus: Annar eigandi Borgin & Burges. Keypti Slytherinnistið af Merope Gaunt fyrir 10 galleon.

Carmichael, Eddie: Reyndi að selja Heilaelíxir Eleníusar í 5. bókinni þangað til Hermione tæmdi flöskuna í klósettið.

Cadwallader: Sóknarmaður í Quidditchliði Hufflepuff. Luna hélt að hann hét Bibble eða Buggins.

Carrow, Alecto: Drápari. Kennir Muggafræði í 7. bókinni sem verður skyldufag og fer að tala um að Muggar eru dýr sem ættu að refsa vegna hvernig þau voru við galdramenn áður.

Carrow, Amycus: Bróðir Alecto og drápari. Kennir varnir gegn myrku öflunum í 7. bókinni sem breyttist yfir í myrku öflin. Lét nemendurnar kasta kvalabölvuninni á aðra nemendur sem fengu eftirsetu.

Cattermole, Alfred; Maisei & Ellie: Börn Mary og Reg fara í felur eftir að móðir þeirra flýr frá yfirheyrslum Mugga.

Cattermole, Mary Elizabeth: Eiginkona Reg. Muggi sem hefur galdramenntun. Fór í felur með fjölskyldunni sinni eftir að Harry, Ron og Hermione bjarga henni frá ráðuneytinu.

Cattermole, Reg: Vinnur í Galdramálaráðuneytinu. Ron dulbýr sig sem hann þegar tríóið brýst inní ráðuneytið. Á Muggakonu sem sleppur frá yfirheyrslum og fara í felur eftir það.

Cauldwell, Owen: Fer á Huffelpuffvsitina í 4. bókinni.

Cecilia: Vinkona Tom Riddle Sr. áður en Merope Gaunt byrlar honum ástarseiði.

Chambers: Sóknarmaður í Quidditchliði Ravenclaws.

Chang, Cho: Leitari í Quidditchliði Ravenclaws í 3.-6. bókinni. Harry var hrifin af henni í 4. og 5. bókinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Giftist Mugga.

Chorley, Herbert: Muggaráðherra undir stýrisbölvun sem hegðaði sér afar undarlega. Var fluttur á Sankti Mungó.

Clearwater, Penelope: Umsjónamaður með Percy á Ravenclaw-vistinni og kærasta Percy í 2. og 3. bókinni. Hermione segir að hún heitir þessu nafni þegar hún er gómuð af gómurum í 7. bókinni.

Cole: Vann á munaðarleysingjahælinu sem Voldemort ólst upp á.

Connolly, Ryan, Troy, Mullet, Moran, Quigley og Lynch, Aidan: Írska lansliðið í Quidditch

Coote, Ritchie: Varnarmaður í Quidditchliði Gryffindors í 6. bókinni.

Corner, Michael: Er á Ravenclawvistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Var á föstu með Ginny Weasley í 5. bókinni en byrjar síðan með Cho Chang í enda bókarinnar.

Crabbe: Faðir Vincent Crabbe og drápari.

Crabbe, Vincent: Vinur Dracos. . Verður varnarmaður í Quidditchliði Slytherins í 5. bókinni. Talar með rólegri rödd. Deyr í 7. bókinni af djöflaeldi sem hann setti upp sjálfur.

Creevy, Colin: Ári yngri en Harry. Ein helsti aðdáðandi hans. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Var steingerður(petrified) í 2. bókinni og deyr í lokabardaganum í 7. bókinni.

Creevy, Dennis: Bróðir Colins. Líka mjög mikill aðdáðandi Harrys eins og bróðir sinn. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD)

Cresswell, Dirk: Yfirmaður skrifstofu sambands svartálfa. Fer í felur eftir að sagt er að hann sé Muggi. Drepinn af drápurum(Death Eaters) eða gómurum(Snatchers).

Crockford, Doris: Einn af þremur sem kynnir sig þegar Harry kemur á Leka seiðpottinn í fyrsta sinn. Reynir oft að taka í höndina á honum.

Crouch, Bartemius: Yfirmaður Percy í 4. bókinni og einn af dómurunum á þrígaldraleikunum. Kallaði Percy Weatherby. Var sá sem sendi Sirius til Azkaban án réttarhalda. Sonur hans var drápari sem drap hann í 4. bókinni.

Crouch, Bartemius Jr.: Varð drápari á unglingsaldri en var sendur af pabba sínum til Azkaban(en var síðan bjargað af honum). Slapp frá pabba sínum og dulbjó sig sem Alastor Moody af skipun Voldemorts. Nær að senda Harry til Voldemorts svo hann getur umbreyst í mann aftur. Drepinn af vitsugu í 4. bókinni.

Cuffe, Barnabas: Ritstjóri the Daily Prophet(Spádómstíðindi)

Davies, Roger: Fyrirliði Quidditchliðs Ravenclaws. Fór með Fleur Delacour á jólaballið og var síðan með annari stelpu í Testofu frú Puddifoot í Hogsmeade þegar Harry var með Cho þar.

Dawlish: Skyggnir. Reyndi að henda vasa í Dumbledore þegar hann var handtekinn og reyndi með öðrum að handtaka hagrid í 5. bókinni. Njósnaði síðan um hann í 6. bókinni svo Dumbledore þurfti að leggja álög á hann.

Dearborn, Caradoc: Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Hvarf 6 mánuðum eftir að mynd af reglunni var tekin. Reglan fann aldrei líkið af honum.

Delacour, Fleur: Var í Beauxbatons og keppti á þrígaldraleikjunum. Vála af hluta. Kynnist Bill Weasley í 5. bókinni og giftist honum í 7. bókinni og fær með honum 3 börn.

Delacour, Gabrielle: Litla systir Fleurs. Var sú sem Fleur kærði mest um því hún var hjá marfólkinu í 2. þrautinni í þrígaldraleikjunum. Var brúðarmær Fleur í 7. bókinni.

Delacour, Monsieur & Madame: Foreldrar Fleur og Gabrielle. Móðir þeirra er hálf vála en faðir þeirra er höfuð minni en konan hans og með bumbu.

Delaney-Podmore, Patrick: Einn af veiðimönnum henna hauslausu.

Dennis, Gordon og Malcolm: Vinir Dudleys

Derrick: Varnarmaður í Quidditchliði Slytherins.

Derwent, Dilys: Fyrrverandi skólastýra Hogwarts og græðari. Fylgist með þegar Arthur Weasley var færður yfir á Sankti Mungó.

Depard, Dragomir: Ron segist heita það þegar hann er dulbúinn sem úlendingur þegar tríóið brýst inn í Gringotts í 7. bókinni.

Diggle, Dedalus: Meðlimur í Fönixreglunni. Fer með Dursleyfjölskylduna í skjól í 7. bókinni.

Diggory, Amos: Faðir Cedrics. Vinnur hjá stofnun um eftirlit og stjórnun galdraskepna.

Diggory, Cedric: Fyrirliði í Quidditchliði Hufflepuffs í 3. bókinni. Keppir í þrígaldraleikjunum í 4. bókinni. Er drepinn af Peter Pettigrew í kirkjugarði Little Hangleton.

Dillonsby, Ivor: Segir að Dumbledore hafa fengið “lánaðar” blöð hans um 8 leiðir til að nýta drekablóð.

Dingle, Harold: Reyndi að selja drekakló í 5. bókinni sem var reyndar þurrkaður doxaskítur.

Dippet, Arnmando: Fyrrverandi skólastjóri Hogwarts á undan Dumbledore.

Dobbs, Emma: 3 árum yngri en Harry. Ekki er vitað hvaða vist hún fer á.

Dobby: Húsálfur. Varar Harry við að fara í Hogwarts í 2. bókinni. Vann hjá Malfoy-fjölsyldunni og síðan í Hogwarts. Var drepinn af Bellatrix í 7. bókinni þegar hann bjargði Harry, Hermione, Ron, Ollivander, Luna og Dean frá Malfoysetrinu.

Doge, Elphias: Meðlimur í Fönixreglunni. Var með Dumbledore í skóla og skrifaði minningagreinina um hann.

Dolohov, Antonin: Drápari, var handtekinn en slapp síðan í fjöldaflóttanum í 5. bókinni.

Dorkins, Mary: Líklegast fréttakona. Á að vita allt um málið sem snýst um Palla páfagauk sem hefur lært á sjóskíði.

Dumbledore, Aberforth: : Yngri bróðir Dumbledores. Vinnur sem barþjónn á Hog’s Head(Glaða Villigeltinum). Bjargar Harry tvisvar í 7. bókinni. Meðlimur í Fönixreglunni. Sá eini í fjölskyldunni sem gat róað Ariönnu.

Dumbledore, Albus Percival Wulfric Brian: Skólastjóri Hogwarts. Var hrifinn af Gillert Grindelward. Trúði á “For the greater good” og ætlaði með Grindelward að taka yfir Muggaheiminn. Einn af þeim fáu sem Voldemort var hræddur við. Meðlimur í Fönixreglunni. Er drepinn í 6. bókinni af Snape.

Dumbledore, Ariana: Systir Albus og Aberforth. Missti stjórn á galdramáttum sínum ung að aldri. Drap af slysni móður sinnar þegar hún var 14 ára og var drepin af Albus, Aberforth eða Gillert Grindelward. Málverk er af henni á Hog’s Head(Glaði villigölturinn) sem Aberforth sér um.

Dumbledore, Kendra: Móðir Albus, Aberforth og Ariana. Geymdi Ariana í kjallara eftir að það var ráðist á hana. Ariana drap hana af slysni.

Dumbledore, Percival: Faðir Albus, Aberforth og Ariana. Fór til Azkaban eftir að hafa ráðist á 3 Muggadrengi sem höfðu ráðist á dóttur hans. Dó inni.

Dursley, Dudley: Sonur Petuniu og Vernons. Mánuði eldri en Harry. Var ekkert sérstaklega góður við Harry í æsku.

Durlsey, Marjorie: Systir Vernons. Ræktar bolabíta. Frekar lík Vernon í útliti að mati Harrys.

Dursley, Petunia: Eiginkona Vernons og systir Lily Potter. Reyndi að komast í Hogwarts

Dursley, Vernon: Eiginmaður Petuniu. Líkaði ekki vel við Harry

Edgecombe: Móðir Marietta Edgecombe. Vinnur í galdrasamgöngustofnuninni, flugduftssamgöngudeildinni. Hjálpaði við löggæslu á eldstæðunum í Hogwarts í 5. bókinni.

Edgecombe, Mariette: Er á Ravenclawvistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD) en sveik þau. Fékk bólugrafið andlit fyrir það sem stóð á klöguskjóða(sneak).

Eeylpos: Á ugluverslun Eeylpos – turnuglur, snæuglur, skopuglur og eyruglur.

Egbert the Egregious; Emeric the Evil; Godelot; Hereward; Loxias; Barnabas Deverill; Arcus & Livius: Þeir galdramenn sem Xenophilius Lovegood nefndi sem hafa átt the Elder wand.

Elladora: Frænka Siriusar. Að hennar undirlagi komst sú hefð að afhausa húsálfa þegar þeir voru of gamlir til að bera tebakka.

Errol: Fjölskylduugla Weasley-fjölskyldunnar.

Evans, Mark: 10 ára strákur sem Dudley lamdi því “hann átti það skilið”.

Everard: Fyrrverandi skólastjóri Hogwarts. Aðvaraði fólk í Galramálaráðuneytinu að Arthur Weasley væri særður.

Fang: A.k.a. Tryggur. Veiðihundur Hagrids.

Fawcett: Er á Ravenclawvistinni. Reyndi að komast í gegnum aldurslínuna sem var kringum eldbikarinn. Var tekinn af Snape á jólaballinu með Summers.

Fat Friar, The: Hufflepuffdraugurinn.

Fawkes: Fönixinn hans Dumbledores. 2 fjaðrir af honum eru á sprotum Harrys og Voldemorts

Fenwick, Benjy: Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Það fanst bara hluti af honum eftir að búið var að taka hann.

Figg, Arabella Doreen: Nágrannakona Harrys. Á mikið af köttum. Er skvibb

Filch, Argus: Húsvörður í Hogwarts. Mjög mikið fyrir pyntingar.

Filibuster: Framleiðir flugelda.

Finch-Fletchley, Justin: Er á Hufflepuff heimavistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður steingerður(petrified) í 2. bókinni.

Finnigan, Seamus: Er á Gryffindor-vistinni. Lendir á kant við Harry í 5. bókinni. Mætir í einn tíma hjá Dumbledore’s Army(VD)

Firenze: A.k.a. Flórens. Kentár. Gerður útlægur af hjörðinni sinni þegar hann byrjar að kenna spádómsfæði í Hogwarts. Fær að koma aftur eftir 7. bókina.

Flame, Ambrosius: Vinnur í Sælgætisbaróninum(Honeydukes).

Flamel, Nicholas: Gullgerðamaður. Sá eini sem vitað er um sem átti viskustein. Var meira en 666 ára gamall.

Flamel, Perenelle: Eiginkona Nicholas. Var meira en 659 ára gömul.

Fletcher, Mundugus: Meðlimur í Fönixreglunni vegna tengsl sín við glæpamenn. Rændi Blackhúsið þegar Sirius dó, þar á meðal nistinu sem var helkross sem Umbrdidge tók af honum.

Flint, Marus: Fyrirliði Slytherin-Quidditch liðsins í 1. og 2. bókinni.

Flitwick, Filius: Töfrabragðakenni í Hogwarts og yfirmaður Rawenclawvistarinnar.

Fluffy: A.k.a. Hnoðri. Þríhöfða hundurinn hans Hagrids. Gætir viskusteinsins í 1. bókinni.

Fortescue, Deexter: Fyrrverandi skólastjóri Hogwarts.

Fortescue, Florence: Á ísbúð á Skástræti. Hjálpaði Harry við ritgerðir í sögu galdranna í 3. bókinni. Hvarf í 6. bókinni, líklegast rændur af drápurum.

Fridwulfa: A.k.a Fríðynja. Mamma Hagrids sem er risi. Yfirgaf hann og manninn hennar þegar Hagrid var ungur. Dó fyrir 5. bókina.

Frobisher, Vicky: Stóð sig betur en Ron í gæslumannaprufunum í 5, bókinni en tók töfrabragðaklúbbinn hennar fram yfir æfingar.

Fubster: Sá um bolabítana þegar Marge Dursley kom í heimsókn til Vernons og co.

Fudge, Cornelius Oswald: Galdramálaráðherra fyrstu 5 bækurnar. Reynir í ár fela sögusagnir að Voldemort sé kominn aftur(enda trúði hann því ekki)

Gaunt, Marvolo: Pabbi Marvolos og Merope. Eina sem hann kærir sig um er ættin hans(skyld Slytherin). Deyr einhverjum árum áður en Voldemort drepur pabba sinn, afa og ömmu.

Gaunt, Merope: Dóttir Marvolos, systir Morfins og móðir Voldemorts. Var ástfangin ung af Tom Riddle Sr. og verður ólétt eftir hann. Hættir að gefa honum ástardrykk sem leiðir til að Tom fer frá henni. Deyr við fæðingu sonar síns.

Gaunt,Morfin: Sonur Marvolos og bróðir Merope. Talar nær eingöngu á slöngumáli. Lendir tvisvar í Azkaban vegna galdra gegn Muggum(þó hann sé saklaus í síðara skiptið) og deyr í seinna skiptið sem hann er þar.

Gibbon: Drápari. Setti myrkratáknið í stjörnufræðiturninum nóttina þegar Dumbledore dó. Drapst þegar hann fór niður aftur og var hæfður af drápsbölvun.

Goldstein, Anthony: Er á Ravenclawvistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður umsjónamaður í 5. bókinni.

Golgomat: Gurgur risanna eftir að Karkus var drepinn. Samdi illa við Hagrid og Maxime en ágætlega við dráparana.

Gorgovitch, Dragomir: Sóknarmaður í Quidditch. Á metið í að missa tromluna oftast á leiktíð.

Gornok: Svartálfur. Fór í felur í 7. bókinni og sást með Griphook, Dean Thomas, Ted Tonks og Dirk Cresswell. Drepinn af gómurum eða drápurum.

Goshawk, Miranda: Samdi almennu álagabækurnar.

Goyle: Pabbi Gregory Goyle og drápari.

Goyle, Gregory: Vinur Dracos. Verður varnarmaður í Quidditchliði Slytherins í 5. bókinni.

Granger, Hermione: Besta vinkona Rons og Harrys. Mjög mikið gáfnaljós. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður umsjónamaður í 5. bókinni.. Giftist Ron.

Granger, Mr, Mrs.: Foreldrar Hermione. Þau eru tannlæknar. Hermione setur minnisálög á þau og fer með þau til Ástralíu í 7. bókinni. Hún finnur þau aftur.

Grawp: A.k.a Grápur. 5 metra hálfbróðir Hagrids. Byrjaði að búa í forboðna skóginum í 5. bókinni og gekk vel að vera mannlegri(T.d. að læra ensku). Kallar Hermione Hermí.

Gregorovitch: Töfrasprota framleiðandi sem er sá besti að mati Viktor Krum. Átti the Elder Wand áður en Grindelward stol sprotanum af honum. Drepinn af Voldemort í 7. bókinni þegar hann segist ekki vita hver stal sprotanum.

Grey Lady, The: A.k.a. Helena Ravenclaw. Rawenclawdraugurinn. Stal höfuðdjásn móður sinnar sem Voldemort notaði síðan sem helkross.

Greyback, Fenrir: Villasti varúlfur sem var á lífi á tíma sögunnar. Sá sem beit Lupin. Gómari og drápari en hefur samt ekki fengið the dark mark(myrkatáknið minnir mig) á hendina á sér

Grindelward, Gellert: Versti galdramaður allra tíma á eftir Voldemort. Var sigraður af gömlum vini; Albus Dumbledore. Var drepinn í sínu eigin fangelsi, Nurmengard, í 7. bókinni af Voldemort.

Griphook: Svartálfur sem vinnur í Gringottbankann. Sá sem fer með Harry í fjárhirsluna sína í 1. bókinni. Hjálpar honum, Ron og Hermione að brjótast inn í bankann í 7. bókinni

Grubbly-Plank, Wilhelmina: Kennir tímabundið ummönum galdraskepna í 4. og 5. bókinni.

Gudgeon, Gladys: Skrifar Gilderoy Lockhart vikulega á Sankti Mungó, án þess að Lockhart viti hvers vegna.

Hagrid, Rubeus: Skógarvörður og kennari í ummönum galdraskepna í Hogwarts. Var rekinn úr skólanum á sínum tíma. Er mjög áhugasamur um óvenjuleg dýr og skrímsli.

Harkiss, Cicreon: Á verslunina Sælgætisbaróninn(Honeydukes).

Harper: Fer á Slytherinvistina í 2. bókinni. Spilari einn leik í Quidditch sem leitari í 6. bókinni.

Hedwig. Snæuglan hans Harrys. Deyr í 7. bókinni vegna álaga sem skella á hana.

Hermes: Ugla Percyar sem hann fær þegar hann varð umsjónarmaður.

Hokey: Húsálfur Hepziah Smith. Eitrar óvart kakóið hennar tveimur dögum eftir að Voldemort sér Hufflepuff-bikarinn og Slytherin-nistið.

Hooch, Rolanda: Kennir flugtíma í Hogwarts og er venjulega dómari á Quidditchleikjunum.

Hooper, Geoffrey: Stóð sig betur en Ron í gæslumannaprufunum í 5. bókinni en fékk hana ekki því hann var mikill vælukjói.

Hopkirk, Mafalda: Vinnur í Embættisstofnun um misnotkun galdra í Galdramálaráðuneytinu og ritari í Muggayfirheyrslunum í 7. bókinni. Hermione dulbýr sig sem hana þegar þau brjótast inni í ráðuneytið.

Hufflepuff, Helga; Rawenclaw, Rowena; Gryffindor, Godric; Slytherin, Salazar: Stofnendur Hogwarts. Ennþá eru til hlutir sem þau áttu. Salazar gerði leyniklefann.

Ivanov, Zograf, Levski, Vulchanov, Volkov: Liðmenn búlgaríska landsliðsins í Quidditch með Viktor Krum.

Jigger, Arsenius: Samdi “Töfradrykkir og elexírar”.

Jugson: Drápari. Var handtekinn í leyndarmálastofnuninni í 5. bókinni.

Johnson, Angelina: Sóknarmaður í Gryffindor-Quidditchliðinu í fyrstu fimm bókunum. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Giftist George Weasley.

Jones, Gwenog: Fyrirliði Heilögu Refsinornanna(Holyhead Harpies)

Jones, Hestia: Meðlimur í Fönixreglunni. Sér um að koma Dursleyfjölskyldunni í skjól í byrjun 7. bókarinnar.

Jordan, Lee: Vinur Fred og George. Lýsir Quidditchleikjnum í fyrstu 5 bókunum. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD).

Jorkins, Bertha: Vann í Galdramálaráðuneytinu. Var tekin af Peter Pettigrew í Albaníu og lét Voldemort vita(undir minnisgaldri) um heimsmeistarakeppnina í Quidditch og um verustað Barty Crouch Jr.

Karkarokk, Igor: Skólastjóri Durmstrangs. Sveik marga drápara til að sleppa við fangelsinsvist og var of hræddur til að hitta þá aftur og Voldemort. Var drepinn af drápurum í 6. bókinni

Karkus: Gurgur risanna þangað til hann var drepinn. Fór að vera smávegis spenntur við að hitta Hagrid og Maxime.

Kettleburn: Kenndi ummönum galdraskepna áður en Hagrid kom í staðinn fyrir hann. Vantar að minnsta kosti einn útlim.

Kirke, Andrew: Varnarmaður í Quidditchliði Gryffindor í 5. bókinni eftir að Fred og George fengu bann. Var ekkert sérlega góður.

Kreacher: Húsálfurinn í Hroðagerði 12. Var ekki hlynntur Siriusi þegar hann var húsbóndinn hans. Lak upplýsingum til Narcissu Malfoy. Varð almennilegri í 7. bókinni.

Krum, Viktor: Leitari í búlgarska landsliðinu í Quidditch og keppandi á þrígaldraleikjunum. Er mjög hrifinn af Hermione.

Lancelot: Frændi Muriel. Græðari á Sankti Mungo á sama tíma og Ariana Dumbledore var lifandi. Sagði Muriel að Ariana fór aldrei á Sankti Mungo.

Leanne: Vinkona Katie Bell. Reyndi að taka pakkan sem innhélt nistið sem drap næstum því Katie, af henni.

Lestrange, Bellatrix: Systir Narcissa og Andromeda og frænka Siriusar sem hún drepur í 5. bókinni. Drápari og segist vera helsti stuðningsmaður Voldemorts. Er drepin í 7. bókinni í lokabardaganum af Molly Weasley eftir að hún reynir að drepa Ginny.

Lestrange, Rabastan: Bróðir Rodolphus og drápari. Fór í Azkaban fyrir pyntingar á Frank og Alice Longbottom en slapp í fjöldaflóttanum í 5. bókinni.

Lestrange, Rodolphus: Bróðir Rabstan, eiginmaður Bellatrix og drápari. Fór í Azkaban fyrir pyntingar á Frank og Alice Longbottom en slapp í fjöldaflóttanum í 5. bókinni.

Lockhart, Gilderoy: Kennari í vörnum gegn myrkru öflunum í 2. bókinnni. Skrifar um afrek annara en lætur líta út sem þau séu hans. Gaf út um það bil 9 bækur. Fær minnistap í annari bókinni endar á álagaverkadeildinni á Santki Mungó.

Longbottom, Alicia; Longbottom, Frank: Foreldrar Nevilles. Voru pyntuð af Lestrange-fjölskyldunni og Barty Crouch Jr. til að þvinga fram upplýsingar um dvalarstað Voldemorts. Misstu vitið af þessu og eru á Santki Mungó.

Longbottom, Algie: Ömmubróðir Nevilles. Gaf honum halakörtuna sína og Mimbulus Mimbultonia.

Longbottom, Augusta: Amma Nevilles. Fer í felur eftir að reynt er að taka hana vegna vandræðana sem Neville gerir í Hogwarts í 7. bókinni en berst síðan í lokabardaganum.

Longbottom, Neville: Vinur Harrys. Er á Gryffindor-vistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Giftist Hannah og verður prófessor í Jurtafræði.

Lovegood, Luna: Á sama ári og Ginny á Ravenclaw-vistinni. Er verulega sérstök og trúir á hluti sem aðrir trúa ekki á. Sést oft með hunangsölkorktappahálsmeni og radísueyrnalokka. Lýsir 2 Quidditch leiki í 6. bókinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD).

Lovegood, Xenophilius: Faðir Luna. Ritstjóri The Quibbler. Segir Ron, Hermione og Harry frá dauðadjásnunum(deathly hallows). Var handtekinn eftir að hafa sagt drápurunum um verustað þeirra en þau sluppu áður en drápararnir náðu til þeirra.

Lupin, Remus John: Einn af ræningjunum. Kennir varnir gegn myrku öflunum í 3.bókinni. Giftist Tonks og eignast með henni Ted Lupin. Deyr í 7. bókinni í lokabardaganum.

Lupin, Ted Remus: Sonur Remus og Tonks. Varð munaðarlaus nokkra mánaðagamall. Ólst upp hjá ömmu sinni og soldið hjá Harry, guðföður sínum. Var með Victorie Weasley, fyrsta barn Bill og Fleur, 19 árum eftir lokabardagann.

Maey, Laura: Fer á Hufflepuffvistina í 4. bókinni.

MacDougal, Morag; Moon; Perks; Sally-Anne: Á sama ári og Harry í Hogwarts.

Macmillan, Ernie: Er á Hufflepuffvistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður umsjónamaður í 5. bókinni.

Macnair, Walden: Drápari en vann milli valdatíðni Voldemorts sem böðull fyrir galdramálaráðuneytið.

Malfoy, Abraxas: Afi Draco. Fékk drekabólu á ungum aldri.

Malfoy, Draco: Óvinur Harrys í skólanum. Verður umsjónamaður í 5. bókinni.og gerist drápari 16 ára. Verður skárri eftir seríuna.

Malfoy, Lucius: Pabbi Malfoys. Drápari sem endar í Azkaban í 5. bókinni. Snýr gegn Voldemort í endanum í 7. bókinni.

Malfoy, Narcissa: Móðir Dracos og eiginkona Luciusar. Er hlinnt Voldemort þangað til í enda 7. bókarinnar þegar hún hefur áhyggjur af Draco. Lýgur við Voldemort að Harry sé dauður í lokakafla seríunnar.

Malfoy, Scorpius: Sonur Draco. Byrjar fyrsta árið sitt í lokakaflanum með Albus Potter og Rose Weasley.

Malkin: Á búðina Madam Malkin’s robes for all occasions.

Marchbanks, Griselda: Var meðlimur í galdraráðinu en sagði upp í mótmælaskyni við fréttina um staf rannsóknamanns í Hogwarts. Formaður galdraprófanefndarinnar.

Marius: Vörður fyrir utan Gringottbankann í London.

Marsh, Mrs.: Er í Riddaravagninum þegar Harry er í honum í 3. bókinni.

Mason, Mr., Mrs.: Koma fram í 2. bókinni. Vernon vonaðist til að fá stóra pöntun hjá þeim sem fór úrskeiðis.

Maxime, Olypme: Skólatjóri Beauxbatons og góð vinkona Hagrids(og er svipuð stór og hann). Hjálpar honum að reyna að fá risana í liðs við Dumbledore í 5. bókinni.

McDonald, Mary: Fékk svartagaldur á sig af Mulciber. Vinkona Lily Evans(Potter).

McDonald, Natalia: Fer á Gryffindorvistina í 4. bókinni.

McGonagall, Minerva: Ummyndunarkennari í Hogwarts og yfirmaður Gryffindorvistarinnar. Meðlimur í Fönixreglunni. Verður skólastýra eftir 7. bókina.

McKinnon, Marlene: Meðlmur í upprunalegu Fönixreglunni. Hún var drepin tveimur vikum eftir að mynd af reglunni var tekin og öll fjölskyldan hennar var tekin.

Mclaggen, Cormac: Meðlimur í Slug-klúbbnum. Veiddi þegar hann var yngri með frænda sínum, Tiberius, Bertie Higgs og Rufus Skrimgur í Norfolk. Lék einn leik sem gæslumaður í Quidditchliði Gryffindors í 6. bókinni en stóð sig verulega illa.

Meadows, Dorcas: Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Voldemort drap hana sjálfur.

Meliflua Frænka móður Siriusar. Reyndi að þvinga í gegn frumvarp í ráðuneytinu um lögleiðingu Muggaveiða.

Merrythought, Galatea: Kenndi varnir gegn myrku öflunum í tæp 50 ár í Hogwarts, þar á meðal á þeim tíma þegar Voldemort var í skólanum.

Midgen, Elisa: Fín stelpa að mati Hermione. Er frekar bólótt.

Moaning Myrtle: Draugur sem býr á klósettinu á annari hæð. Dó við að líta í augun á basilíuslöngunni.

Mockridge, Albert: Yfirmaður sambands svartálfa.

Montgomery: Systur sem eru í Hogwarts. Bróðir þeirra sem var 5 ára dó á Sankti Mungó eftir að Fenrir Greyback beit hann.

Montague: Liðmaður í Quidditchliði Slytherins. Festist í hvarfskáp í 5. bókinni.

Moody, Alastor: : A.k.a Mad-eye Moody, a.k.a. Skröggur Illaauga. Fyrrverandi skyggnir og kenndi varnir gegn myrkum öflum í 4. bókinni. Meðlimur í Fönixreglunni. Drepinn af Voldemort í 7. bókinni. Galdraaugað er jarðað í skógi af Harry nokkrum mánuðum síðar.

Mosag: Eiginkona Aragogs sem Hagrid gefur honum.

Mostafa, Hassan: Dómari á úrslitaleik Quidditch-heimsmeistaramótsins.

Mulciber: Drápari sem sérhæfði sig í stýrisbölvuninni. Var handtekinn en slapp í fjöldaflóttanum í 5. bókinni.

Munch, Eric: Öryggisvörður í Galdramálaráðuneytinu.

Muriel: Frænka Ron og Ginny(hef ekki hugmynd hvernig). Segir soldin skandal um Dumbledore-fjölskylduna við Elphias Doge og Harry í brúðkaupi Fleur og Bill. Weasley-fjölskyldan og Ollivander búa hjá henni þegar Ron er fundinn með Harry.

Nagini: Snákur Voldemorts. Einn af sjö helkrossunum. Drepinn af Neville Longbottom í 7. bókinni.

Nettles, Z., Prod, D.J.: Tóku þátt í Hraðgaldranámskeiðinu.

Norbert(a): Norskur rákdreki sem Hagrid átti í 1. bókinni. Charlie sér núna um hana í Rúmeníu.

Norris, Mrs.: Köttur Argusar Filch. Nemendum líkar illa við hana. Var steingerð(petrified) í 2. bókinni.

Nott: Pabbi Theodore Nott og drápari.

Nott, Theodore: Er á Slytherinvistinni.

Oblansk eða Obalonsk: Búlgarski galdramálaráðherrann.

Odgen. Bob: Starfaði hjá stofnun um framfylgd galdralaga. Var sá sem hitti Gaunt fjölskylduna þegar átti að fara með Morfin fyrir rétt.

Odgen, Tiberius: Var meðlimur í galdraráðinu en sagði upp í mótmælaskyni við fréttina um staf rannsóknamanns í Hogwarts.

Ollivander: Framleiðir töfrasprota. Var rænd af drápurum eða Voldemort í 6. bókinni.

Parkinson, Pansy: Er á Slytherinvistinni. Náin Draco. Verður umsjónarmaður í 5. bókinni.

Patil, Padma: Er á Ravenclawvistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður umsjónamaður á 5. ári. Fór með Ron á jólaballið.

Patil, Parvati: Er á Gryffindorvistinni: Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Fór með Harry á jólaballið.

Peakes, Jimmy: Varnarmaður í Quidditchliði Gryffindors í 6. bókinni.

Peasegood, Arnold: Galdragleymir, meðlimur í neyðargaldrasveitinni.

Peeves: Ærsladraugur Hogwarts. Missir sig alvarlega í 5. bókinni þegar Fred og George flýja.

Pepper, Octavius: Einhver. Hverfur í 6. bókinni.

Perkins: Vinnur með Arthur Weasley á stofnun til varnar misnotkun á Muggaeignum. Harry, Ron og Hermione notuðu tjaldið hans í 7. bókinni.

Pettigrew, Peter: Einn af ræningjunum. Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Lak upplýsingum til Voldemorts í ár áður en hann sagði honum verustað Potterhjónanna. Var talinn vera dáinn. Dó í 7. bókinni af silfurhöndini hans fyrir hik.

Peverell, Anitoch: Elsti Peverell-bróðirinn. Gerði the elder wand. Annar galdramaður stal sprotanum og skar hann á háls.

Peverell, Cadmus: Gerði the Resurrection Stone. Drap sjálfan sig þegar hann gat ekki fengið konuna sína sem dó fullkomlega til lífs aftur. Steininn endaði á hring Marvolos(helkross) sem útskýrir skyldleika Gaunt og Peverell.

Peverell, Ignotus: Gerði huliðskykkjuna sem Harry á. Dó á háum aldri(ólíkt bræðrum sínum) og er jarðaður í Godric’s Hallow.

Pigwidgeon: A.k.a. Gríslingur. Litla uglan hans Rons sem hann fær frá Siriusi.

Pillsworth, Bernie: Ron átti að ná í hann þegar hann gat ekki stoppað rigninguna á skrifstofu Yaxley þegar hann var dulbúinn sem Reg Cattermole.

Pince, Irma: Bókasafnsvörðurinn í Hogwarts. Á það til að öskra.

Podmore, Sturgis: Meðlimur í Fönixreglunni. Var sendur til Azkaban fyrir að reyna ap opna dyr (Líklegast Leyndamálastofnunin undir stýrisgaldri).

Poliakoff: Var í Durmstrangskólanum. Subbaði alla skikkjuna sína út fyrsta kvöldið í Hogwarts samkvæmt Karkaroff.

Polkiss, Piers: Besti vinur Dudley. Var venjulega sá sem hélt á fórnarlömbunum meðan Dudley lúskraði á þeim.

Pomfrey, Poppy: Græðari sem vinnur í Hogwarts.

Pontner, Rod: Veðjaði við Ludo Bagman að Búlgaría mundi skora fyrsta markið í úrlistaleik heimsmeistaramótsins í Quidditch.

Porpington, Sir Nicholas de Mimsy: A.k.a. Næstum hauslausi Nick. Gryffindor draugurinn. Var steingerður(petrified) í 2. bókinni.

Potter, Albus Severus: 2. sonur Harrys og Ginnyar. Sá eini sem erfði augu Harrys.

Potter, Harry James: Aðalpersónan í bókunum(enda bækurnar nefndar eftir honum, duh). Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD).

Potter, James: Pabbi Harrys. Einn af ræningjunum. Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Deyr þegar Harry er eins árs(Reynir að verja hann og Lily gegn Voldemort, sprotalaus)

Potter, James Sirius: 1. sonur Harrys og Ginnyar

Potter, Lily: Móðir Harrys og systir Petuniu. Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Deyr þegar Harry er eins árs(Fórnar sér fyrir Harry sem verður mikilvægt í bókunum)

Potter, Lily Luna: Dóttir Harrys og Ginnyar

Prang, Ernie: Bílstjóri Riddaravagnsins.

Prewett, Fabiann: Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Það þurfti 5 drápara til að drepa hann og bróður hans Gideon.

Prewett, Gideon: Meðlimur í upprunalegu Fönixreglunni. Það þurfti 5 drápara til að drepa hann og bróður hans Fabian.

Prince, Eileen: Móðir Severur Snape. Var fyrirliði sprautukúluliðs Hogwarts.

Pringle, Appolyon: Húsvörður í Hogwarts þegar Molly og Arthur Weasley voru í skólanum.

Pritchard, Graham: Fer á Slytherinvistina í 4. bókinni.

Pucey, Adrian: Er sóknarmaður í Slytherin-Quidditchliðinu.

Purkiss, Doris: Telur því fram að Sirius Black sé Stubby Boardman, söngvari hljómsveitarinnar The Hobglobins

Pye, Augustus: Græðanemi á Háska-Dai Llewellyndeildin: Alvarleg bit. Prófaði að sauma saman sárið á Arthur en mistókst.

Quirke, Orla: Fer á Ravenclawvistina í 4. bókinni.

Quirrell, Quirinus: Kennari í vörnum gegn myrkru öflunum í 1. bókinnni: Er með Voldemort á hnakkanum. Deyr í endanum þegar Harry setur hendurnar á hausinn á honum.

Rackharrow, Urquhart: Höfundur innyflaútþrýstisbölvunarinnar.

Ragnok: Svartálfur. Varð ekkert sérstaklega hrifinn af galdramönnum eftir Bagman-málið(Hann skuldaði svartálfur gull).

Riddle, Tom Sr.: : Faðir Voldemorts. Drepinn af honum sjálfum með foreldrum hans.

Riddle, Tom Marvolo: A.k.a. Trevor Delgome, a.k.a. Voldemort. Versti galdramaður allra tíma; sökkti sig í myrku öflin ungur að aldri. Var drepinn í 7. bókinni af Yllissprotanum(The Elder Wand)

Ripper: Uppáhalds bolabítur Marge Dursley.

Robins, Demelza: Sóknarmaður Quidditchliði Gryffindor í 6. bókinni. Var sérstaklega leikin í því að víkja sér undan roturum.

Rookwood, Augustus: Vann í leyndarmálastofnuninni en var þar að auki drápari. Var handtekinn en slapp í fjöldaflóttanum í 5. bókinni.

Rosier, Evan: Drápari. Var drepinn en náði áður að bíta hluta af nefinu á Alastor Moody.

Rosmerta, Madame: Barþerna á Þremur Kústum. Ron hefur verið gripinn að stara á hana.

Rowle, Thorfinn: Drápari. Stór og ljóshærður. Skaut álögum allsstaðar í bardaganum í Hogwarts í 6. bókinni. Var pyntaður af Voldemort eftir að tríóið sleppur frá honum á Tottenham Court Road.

Runcorn, Albert: Vinnur í ráðuneytinu. Harry dulbýr sig sem hann þegar tríóið brýst inní ráðuneytið. Grunaði að Dirk Cresswell væri Muggi og lét ráðuneytið vita að Mary Elizabeth Cattermole væri Muggi. Kröftulegur og ógnandi.

Sanguini: Vinur Eldred Worple. Vampíra.

Scabber: Rotta Rons. Er í raun Peter Pettigrew.

Scamander, Newt: Samdi “Yfirskilvitleg dýr og eftirlætisstaðir þeirra”.

Scabior: Gómari með Greyback.

Selwyn: Drápari. Umbridge segist vera skyld þessari fjölskyldu.

Shacklebolt, Kingsley: Meðlimur í Fönixreglunni. Skyggnir sem verndar forsetisráðherra Muggana í 6. bókinni. Endar eftir 7. bókina sem Galdramálaráðherra.

Shunpike, Stan: Vinnur í 3. bókinni í Riddaravagninum. Gerist drápari í 6. og 7. bókinni.

Simpson, Patricia: Á sama ári og Fred og George. Féll látlaust í yfirlið á U.G.L.u-árinu.

Sinistra, Aurora: Kennir stjörnufræði í Hogwarts.

Skakklappi): A.k.a. Croockshanks(Man ekki hvernig það var stafað). Kötturinn hennar Hermione.

Skeeter, Rita: Blaðakona sem skrifar kvikindislegar greinar. Skrifaði ævisögu Dumbledores í 7. bókinni. Kvikskiptingur; getur breyst í bjöllu.

Scrimgeour, Rufus: Fyrrverandi yfirmaður skyggnisskrifsotfu stofnunar um framfylgd galralaga ráðuneytisins og Galdramálaráðherra eftir að Cornelius Fudge segir af sér. Er myrtur í 7. bókinni þegar Voldemort tók yfir ráðuneytið.

Sloper, Jack: Varnarmaður í Quidditchliði Gryffindor í 5. bókinni eftir að Fred og George fengu bann. Átti það til lemja aðra eða sjálfan sig með kylfunni.

Slughorn, Horace E.F.: Kennari við töfradrykki í 6. og 7. bókinni. Yfirmaður Slytherin-vistarinnar í 7. bókinni.

Slinkhard, Wilbert: Samdi bókina “ Varnargaldrafræði”.

Smethwick, Hippocrates: Yfirgræðari á Háska-Dai Llewellyndeildin: Alvarleg bit.

Smith, Hepzibah: Akfeit gömul og rík kona. Átti Hufflepuff-bikarinn og Slytherin-nistið. Var drepinn af Voldemort með eitri en húsálfurinn hennar fékk sökina.

Smith, Zacharias: Sóknarmaður í Quidditchliði Hufflepuffs og lýsir einum leik í 6. bókinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army. Er venjulega með einhvern pirring eða leiðindi.

Snape, Severus: Kennir töfradrykki í 1.-5. bókina og varnir gegn myrku öflunum í 6. bókinni. Yfirmaður Slytherinvistarinnar í 1.-6. bókinni og skólastjóri Hogwarts í 7. bókinni. Njósnar um Voldemort sem meðlimur dráparana fyrir Dumbledore. Myrtur í 7. bókinni af Nagini.

Snape, Tobias: Faðir Severus. Muggi. Var oft að rífast við konuna sína, Eileen Prince.980

Spinnet, Alicia: Sóknarmaður í Gryffindor-Quidditchliðinu í fyrstu fimm bókunum. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD).

Spore, Phyllida: Samdi “Eitt þúsund töfrajurtir og sveppir.”

Sprout, Pomona: A.k.a prófessor Spíra: Kennari við Jurtafræði í Hogwarts og yfirmaður Huffelpuffvistarinnar.

Stebbins: Er á Hufflepuffvistinni. Reyndi að komast í gegnum aldurslínuna sem var kringum eldbikarinn. Var tekinn af Snape á jólaballinu með Fawcett. Faðir hans var á sama ári og James, Lupin, Sirius, Peter, Snape og Lily.

Strout, Miriam: Yfirgræðari á Janus Thickley deildinni:Fyrir varanlega álagaverka þar sem Broderick Bode, Gilderoy Lockhart og Frank og Alice Longbottom voru.

Stubbs, Billy: Var á sama munaðarleysingjahæli og Voldemort. Átti kanínu sem hengdi sig(Voldmort stjórnaði henni líklegast).

Summerby: Leitari í Quidditchliði Huffelpuff

Switch, Emeric: Samdi “Leiðarvísir í ummyndun fyrir byrjendur.”

Tenebrus: Uppáhalds vákur(Thestral) Hagrids. Var sá fyrst sem fæddist í skóginum.

Thicknesse, Pius: Opinberlega nýji Galdramálaráðherran eftir að Voldemort tekur undir ráðuneytið undir stýrisbölvun.

Thomas, Dean: Er á Gryffindor-vistinni. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Var einn af sóknarmönnu Quidditchliðsins í 6. bókinni. Var með Ginny Weasley í 6. bókinni.

Timms, Agatha: Veðjaði helmingnum af álabúinu sínu að úrslitaleikurinn í heimsmeistaramótinu í Quidditch stæði í viku við Ludo Bagman.

Timple, Quentin: Samdi “Hin myrku öfl: handbók í sjálfsvörn”.

Tofty: Meðlimur í galdraprófanefndinni.

Tom: Barþjónn á Leka seiðpottinum.

Tonks, Andromeda: Systir Bellatrix Lestrange og Narcissa Malfoy og Móðir Nymphadora Tonks. Sér um Teddy Lupin eftir að Tonks deyr.

Tonks, Nymphadora: Meðlimur í Fönixreglunni og skyggn. Giftist Remus Lupin og fékk með honum eitt barn. Dó í lokabardaganum í 7. bókinni.

Tonks, Ted: Faðir Nymphadora Tonks. Muggi. Myrtur í 7. bókinni af drápurum eða gómurum. Barn Nymphadora og Remus er nefnd eftir honum.

Travers: Drápari sem hjálpaði til við að myrða McKinnonfjölskylduna. Var handsamaður en slapp á endanum. Harry beitti stýrisbölvun á hann í 7. bókinni í Gringotts.

Trelawney, Sybill P.: Kennari í spádómsfræði í Hogwarts. Rekin tímabundið í 5. bókinni. Sjáandi að hluta til. Hefur gert 2 spádóma sem rættust.

Trevor: Minnst á af Dumbledore í íslensku útgáfu 6. bókarinnar. Segir að hann vinnur á Leka seiðpottinum

Trevor: Halakarta Nevilles.

Turpin, Lisa: Er á Ravenclawvistinni.

Twicross, Wilkie: Tilflutningsleiðbeinandi.

Umbridge, Dolores Jane: Yfiraðstoðarritari galdramálaráðherra. Kennari við varnir gegn myrku öflunum,yfirrannsóknarmaður Hogwarts og skólastýra um tíma í 5. bókinni. Hatar blendinga. Var helsti spyrjandi í yfirheyrslum við Mugga í 7. bókinni. Handtekin eftir 7. bókina vegna framkomu sína við Mugga.

Urquhart: Verður fyrirliði Quidditchlið Slytherins í 6. bókinni.

Vablatsky, Cassandra: Skrifði bókina “Framtíðin afhjúpuð”.

Vaise: Sóknarmaður í Quidditchliði Slytherins.

Vance, Emmeline: Meðlimur í Fönixreglunni. Dó í 6. bókinni.

Vane, Romilda: Tveimur árum yngri en Harry. Mjög hrifin af honum(Reynir meira að segja að byrla honum ástarseiði).

Vector, Septima: Kennir talnagaldra í Hogwarts.

Verity: Vinnur í Galdrabrellur Weasleybræðranna(Weasleys’ Wizard Wheezers).

Vinky: Var húsálfur hjá Barty Crouch þangað til hann rak hana fyrir að hafa næstum því látið sonin hans sleppa. Vann síðan í Hogwarts en leið mjög illa við að hafa verið rekin.

Waffling, Adalbert: Samdi “Galdrakenningar.”

Warbeck, Celestine: Söngkona. Kemur stundum fram í útvarpi galdramanna.

Warrington: Sóknarmaður í Quidditchliði Slytherins.

Weasley, Arthur: Faðir Rons, Ginnyar o.s.frv. og eiginmaður Mollyar. Meðlimur í Fönixreglunni. Vann fyrst í stofnun til varnar misnotkun á Muggaeigum og síðan við stofnun um varnarmál og eignarupptöku á fölsuðum varnargöldrum og verndargripum.

Weasley, Charlie: 2. sonur Arthurs og Mollyar. Var umsjónamaður og spilaði Quidditch. Meðlimur í Fönixreglunni. Vinnur við dreka í Rúmeníu. Kemur stuttlega fram í 4. og 7. bókinni.

Weasley, Dominique: 2. dóttir Bills og Fleur.

Weasley, Fred; Weasley, George: Tvíburabörn Arthurs og Mollyar. Hættir í skóla og fara að vinna í galdragrínverslun. Meðlimir í Dumbledore’s Army(VD). Fred deyr í 7. bókinni og George missir annað eyrað.George giftist Angelinu Johnson.

Weasley, Fred yngri: Sonur George og Angelinu.

Weasley, Ginevra Molly “Ginny”: Eina dóttir Arthurs og Mollyar. Er í fyrstu bókunum skotin í Harry en verður síðan mikilvægari persona. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Giftist Harry.

Weasley, Hugo: Sonur Rons og Hermione

Weasley, Louis: Sonur Bills og Fleur.

Weasley, Lucy: Dóttir Percys og Audreyar

Weasley, Molly: Móðir Rons, Ginnyar o.s.frv. og eiginkona Arthurs. Meðlimur í Fönixreglunni.

Wealsey, Molly yngri: Dóttir Percys og Audreyar

Weasley, Percy Ignatius: 3. sonur Arthurs og Mollyar. Var umsjónamaður og nemendaformaður. Segir skilið við fjölskylduna í 5. bókinni en sættist við þau í endanum í 7. bókinni. Giftist konu sem heitir Audrey.

Weasley, Ronald Bilius “Ron”: 6. sonur Arthurs og Mollyar og besti vinur Harrys. Meðlimur í Dumbledore’s Army(VD). Verður umsjónamaður í 5. bókinni. Giftist Hermione Granger.

Weasley, Rose: Dóttir Rons og Hermione.

Weasley, Roxanne: Dóttir George og Angelinu.

Weasley, Victoire: Dóttir Bills og Fleur. Er kærasta Teds Lupin í lokin.

Weasley, William Arthur “Bill”: Fyrsta barn Arthurs og Mollyar. Var umsjónamaður og nemendaformaður. Vinnur hjá Gringottbankanum(fyrst í Egyptalandi og síðan í London). Er giftur Fleur Delacour. Meðlimur í Fönixreglunni.

Whalley, Eric: Var á sama munaðarleysingjahæli og Voldemort.

Whitby, Kevin: Fer á Huffelpuffvistina í 4. bókinni

Widdershins, Willy: Var sá sem stóð á baki við ælandi salernunum sumarið í 5. bókinni. Var fenginn laus vegna njósnir sýnar á fyrsta fundi Dumbledore’s Army(VD). Var handtekinn síðan aftur fyrir að selja Muggum bítandi hurðahúna.

Williamson: Skyggnir sem er með síðara tagl en Bill Wealsey.

Wimple, Gilbert: Stjóri tilraunagaldra í Galdramálaráðuneytinu.

Wood, Oliver: Gæslumaður í Gryffindor-Quidditchliðinu í fyrstu þremur bókunum. Fór síðan að spila með Puddlemere United

Worple, Eldred: Rithöfundur reyndi að semja við Harry að gera sjálfsævisögu hans í jólaboði Slughorns en Harry neitaði.

Wright, Bowman: Smíðaði fyrstu gullnu eldinguna(Snitch).

Yaxley: Drápari. Var sá eini sem ekki var sagt nafnið á sem var vitni þegar Dumbledore dó. Var með Umbridge í yfirheyrslunum við Mugga í 7. bókinni. Lagði stýrisbölvun á Pius Thicknesse

Zabini, Blaise: Er á Slytherinvistinni. Meðlimur í Slug-klúbbnum. Móðir hans giftist sjö sinnum og allir eiginmennirnir dóu dularfullum dauða og arfleittu hana stöflum af gulli)

Zamojski, Ladislaw: Sóknarmaður pólska landsliðsins í Quidditch.

Zeller, Rose: Fer á Hufflepuffvistina í 5. bókinni.

Zonko: Á Grínbúð Zonkos.

Þeigandi; Þögull: A.k.a Bode og Croaker. Hinir óseigjanlegu, vinna í leyndarmálastofnuninni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok