Mér fanst svo sniðugt að allir sendu inn svona 5 up´páhaldsgrein þannig að ég ætla skrifa hérna um 5 uppáhalds víbrófónsleikarana mína.

#5 Ætli það sé ekki hann Aaron Zheller í the bingos. Hann er algjör snillingur og á hrós skilið fyrir sína snilldar sólóa.

#4 Hérna set ég hana Boris Jarnstehd. Það er konan sem samdi lagið “why does the angel cry”, en ég grét næstum þegar ég heyrði lagið í fyrsta sinn.

#3 Hver man ekki eftir djasskónginum Dred Mayflower? En ég ætla að hafa hann í þriðja sæti því að hann smíðaði sinn eigin víbrófón með tvöföldum C-skala og lærði þess auki að spila á hann.

#2 Í annað sæti er……..Greg Tonesmith. Hann er mesti snillingur í að semja tvöfaldar nótur, svo spilar hann svo hratt að það er ekki eðlilegt. Svo finnsr mér algjör snilld að hann skuli heita Tonesmith í eftirnafn…þvílík tilviljun :D

#1 Ok, kanski þið eruð ekki alveg sammála mér en hérna ætla ég að setja Charles J. Medding. Ég hitti hann á Leifsvelli og talaði aðeins við hann og vá…þvílíkur snillingur. Hann er ekki bara góður að spila hann er ígt fyndinn og skemmtilegur gaur. Hann spilar auðvitað enn í hljómsveitinni The Mood og stendur sig alltaf jafn frábærlega. Alveg þumalputta víbrófónsleikari.

Jæja takk fyrir mig og endilega að skrifa svona grein um ykkar uppáhalds hljóðfæraleikara.

Vona að þið höfðuð gaman að þessu.