Hó,

ET keppnin hefst síðdegis á laugardag, líklega kl 16 eða 17. Allar viðureignir verða stopwatch, og notast verður við Beach, Base (þær útgáfur sem eru á Simnet ET), Oasis og Goldrush. Hraðafaktor farartækja verður að öllum líkindum aukinn talsvert á Goldrush.

Óljóst er hvort kort verða eyrnamerkt umferðum, eða hvort menn fá alltaf að “neita” kortum. Þetta mun ráðast töluvert af fjölda liða, sem ég ætla að leyfa að breytast á síðustu stundu (ef t.d. lið sem detta út úr CS vilja taka þátt, svo bætist mögulega við eitt frá Skjálftap1mpum o.s.frv).

Aðalatriði verður þó að menn skemmti sér, þó ekki ætti að spilla fyrir að sigurlið fær medalíur og Skrim server til afnota (sem þeir stjórna sjálfir með rcon+ref) á einni af nýju vélunum okkar í hálft ár.

En eins og fyrr segir mun ýmislegt í keppnisfyrirkomulaginu ráðast af fjölda liða, svo ég ætla að doka smá með það. Fjögur lið voru skráð fyrir fram, og vonast ég eftir að 2-3 bætist við á staðnum.


Kv,
Smegma