Kick ass pizzu uppskrift! Jæja ég hef ákveðið að gefa út mína leyni uppskrift af þvílíkt góðri pizzu. Þið hafið eflaust fengið pizzu sem ykku finnst góð að þig segir “Þetta er besta pizza í heimi” það er RANGT! Það er til betri pizza en það og núna munt þú getað bakað hana sjálfur í eldhúsinu hjá þér! Jæja komum okkur að efninu.

6 dl volgt vatn(Miðast við 37° eða líkamshita:D)
1 pakki af Þurrgeri eða “Törger”
4 Bollar hveiti
1 msk matarolía
1 tsk Salt
´
Hvernig er farið að

Byrjar á því að setja 6 dl af vatni í skál. Svo bætir þú við Þurrgerinu útí það. Þegar þetta tvennt er komið ofan í þá er sett 4 bolla af hveiti, 1 bolli eru svona cirka 2 dl. Eftir það er komið af því að setja út matarolíuna og saltinu. Ekki erfiðara en það. Núna þarftu að hræra í sullinu þangað til að þetta verður sudda deig. Hægt er að nota Hrærivél eða bara “byssurnar” aka hendurnar og þeytara.

Núna þarf deigið af hefast í 40 mín eða meir. Setja skal plast filmu eða volgt(37°) viskustykki yfir en ekki þannig að þetta snerti deigið.

Nú er komið af því að gera þetta af pizzu. Þetta deig ætti að vera nóg í 2 pizzur eða 1 risa stóra og fallega. Mér finnst persónulega betra að gera 2. Þú fletur út deigið hringlaga/tígllaga/kassalaga/þríhyrningslaga hvernig sem þú vilt. Pizzan verður aldrei góð nema með rétu hráefnunum! Munið það! Svo þið skuluð nota Huntz pizzu sósu, Italia pizza season og Mozarella ost, allt annað er RUSL ég notaði gouda ost um daginn og hún var ekki góð. Núna er það bara að slepja pizzu sósunni á og henda kryddinu yfir hana BAMM BAMM! Svo er restin eins og þú vilt hafa hana.

Ofninn er settur í 180° og pizzan höfð inní í 25-35 mín eða þangað til að liturinn er farinn að verða fallegur :)

Pizza að mínum hætti: Gular baunir, pepperóní, skínka, chili krydd og ostur. Það er ótrúlegt hvað gulu baunirnar geta verið góðar eftir smá bökun. Þetta gefur pizzunni smá ekstra bragð og chilikryddið er guðdómlegt þegar kemur að öllu. Svo má auðvitað nefna í dæmið papríku og sveppi en ég er lítið fyrir papríku og er ekki oft í sveppa stuði.

Pizza að hætti hálfvita: FISKUR AF ÖLLU TAGI, GAUDA OSTUR, ANANAS(þið eruð í afneitun ef ykkur finnst ananas góður á pizzu).

Endilega prufið að gera þetta, eflaust mun þetta ekki virka í fyrstu tilraun þar sem það þarf að vera meistari til að gera góða pizzu… æfingin skapar meistaran eins og er sagt. Og já Sindri langar þér að koma að baka með mér? HEHE!!!!

Peace out, good luck
Hreggi