Hvað er þetta með leiki sem eru góðir og raunverulegir en missa sig útí eitthvað helvítis zombie-geimveru-extraterrestrial dæmi?

Tökum sem dæmi Half-Life. Skemmtilegur leikur, brjálað gaman að berjast við hermennina og það en síðan þurfa þeir endilega að eyðileggja allt með því að henda einhverjum fjandans geimverum í þetta.
Sagan hefur endurtekið sig því að nú er Wolfenstein svona líka. Ég vona samt að zombiesarnir séu ekki nógu stór hluti af leiknum til að eyðileggja hann en þeir eru hundleiðinlegir samt sem áður.

Halda leikjaframleiðendur virkilega að zombie-geimveru viðbjóður sé virkilega vinsæll í dag? Eða er kannski einhver yfirmaður yfir öllum leikjaheiminum sem er með fetish fyrir geimverum og afturgöngum?
Þetta er óþolandi!

Zedlic