Fyrst að Wolfenstein 3d “remeikið” er núna að koma í búðir og allir sem hafa eitthvað spilað tölvuleiki muna eftir honum, man þá enginn eftir leik sem að hét “Spear if Destiny” sem að er tæknilega séð Wolfenstein í nýjum búningi og eiginlega alveg eins nema að endakallinn var eitthvað skrímsli sem að minnti helst á skrímslin í Doom. Sá leikur var algjör snilld því að hann var léttari en Wolfenstein og meira um “secret doors” í honum. Sem að er auðvitað snilld. Einnig vopnið sem að maður fær í endann á leiknum þar sem að skrímslið birtist, akkúrat þegar maður nær í spjótið þá verður allt vitlaust! Haldiði að á næstu árum komi þá út aukapakki eftir Wolf, sem verður remake af Spear of destiny?? Ég verð bara að segja að það væri snilld.

:)