ég vill taka það fram strax að þessi þráður er ekki gerður til að skapa leiðindi heldur umræðu.

þannig er mál með vexti að ég hef orðið var við nokkra óánægju meðal spilara um val landsliðsins í et tölvuleiknum. Ég kynnti mér þetta betur og sá að landsliðið er aðalega skipað leikmönnum sem byrjuðu að spila fyrir lifandis löngu.
Í Landsliðið samastendur af vinahóp gamalla spilara (ekki að það sé einhvað verra upp á teamplay ofl) og það er mjög auðvelt fyrir meðlimi “vinahópsisns” að komast í landsliðið.
Tökum Mehpz til dæmis, hann er gamall spilari sem flýgur inn í landsliðið leið og hann byrjar að spila aftur.
Aðeins með því að spila á etpro hef ég séð að það eru menn sem eru fullfærir um að spila með landsliðinu og einfaldlega betri en sumir meðlima landslisins.
Það er vitaskuld mjög auðvelt að hleypa gömlum vini inn í liðið sitt en þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að þið eruð að spila fyrir hönd íslenska landsliðsins og ykkur ber að velja lið úr bestu mögulegu leikmönnunum en ekki þeim sem vorum bestir fyrir hálfu, einu eða tveimur árum síðan.

Ég vona að þið skiljið hvað ég er að fara og enn og aftur vil ég taka fram að þessi þráður var ekki gerður til að skapa leiðindi og öll skítköst eru afþökkuð.