Jæja, ég var að uppfæra Simnet þjónana í útgáfu 2.60b og etpro á #2 og báðum match þjónum í 3.2.6. Tengla á skrárnar er að finna í skráakubbnum.

Athugið að 2.60b patchinn inniheldur Win, Linux og Mac útgáfur. Opnið einfaldlega ZIP skrána og afritið viðeigandi skrár í ET möppuna hjá ykkur. Etpro uppfærslan virkar eins og vanalega: endurnefna etpro möppu í t.d. old-etpro, unzippa etpro í ET möppu, færa configs yfir.

Punkbuster hefur að auki verið uppfærður á öllum þjónum og öll PB cvar check hafa verið fjarlægð úr startup config match þjónanna. Sem fyrr þarf að rita “/callvote config clanwar” til að fá þá í vottaðan keppnisham. :)


Kv,
Smegma