Nú er víst kominn tími til að skila vélbúnaði sem hefur keyrt VIVA Fritz serverinn í ca 2 vikur.

Á þessum 2 vikum hafa 19 félagar háð ramma og leitulausa baráttu, einstaka sinnum með hjálp utanaðkomandi leikmanna, á borðunum Rommel, Town Square og Beach (sett saman í 3ja mappa keppni), þar sem oftast er baráttan stál í stál.

Það er misjanft hverjir hafa unnit í hvert sinn, enda hefur keppnin rúllað nokkur hundruð sinnum á þessum tíma, en nú kl 9.07, þegar 20 leikmenn eru inni og Beach er að klárast, þá er staða efstu leikmanna þessi:

Snorkstelpan: 474
<tg>.Hemullinn: 450
<tg>.Murbella: 443
Fl4k: 440

Eftir þessar 2 vikur af stanslausu fjöri, þá er enn svipaður mórall inni á server, leikmenn tilkynna hlutverk sín, benda á að verja objective, þakka fyrir ammo og medik aðstoð, fagna og þakka fyrir góðan leik. Enginn kvartar þó þeir séu team-killaðir, og engum dettur í hug að reyna að kjósa einhvern í burtu, hvort sem þeir tilheyra 19 manna kjarnanum, eða eru gestir til styttri tíma.

Jafnframt dettur engum í hug að fara að sofa, borða eða á klósettið, enginn tekur hlé til að fara í sólbað og engum dettur í hug að fara á annan server (hmmm… það síðasta minnir svolítið á fastaleikmenn simnet leikjaþjónana…?).

Á hinn bóginn, þrátt fyrir allt þetta spilerí á sömu borðunum, þá hefur enginn í kjarnahópnum lært ný trix, enginn er betri en hann var fyrir 2 vikum, þeir gera nákvæmlega sömu mistökin aftur og aftur, og muna ekkert frá síðasta leik.

Hvað má læra af þessari tilraun? Jú, ég held að til að bæta móralin hjá okkur hinum, þá þurfum við að hvetja heimskari leikmenn til að koma og spila með okkur. Gáfur okkar þvælast fyrir og gera okkur geðstirða og hvikula.

Að lokum, kveðja frá VIVA Fritz leikmanni <TG>.Vondurr: "I need ammo"

PS: Ef þið hafið ekki skoðað þessa tilraun, þá er enn tækifæri, notið

\connect 157.157.134.204:27962

frá command línu