Hvað er að fólki?!

Tæp 40% af þeim sem eru búnir að kjósa vilja fá nýja stjórnendur.. gætu þeir sömu komið með einhverja ástæðu fyrir þessu kosi annað en að þeir séu plebbar og viti lítið í sinn haus.

Bloodsounds hefur staðið sig með einsdæmum vel við að vera stjórnandi á þessu áhugamáli. Assi hefur nú líka eitthvað hjálpað til en að mér skilst ógurlega lítið uppá síðkastið. BS hefur marg oft hjálpað fólki sem hefur verið í vanda með leikinn ásamt því að hafa sett upp mjög góða þursahjálp fyrir þá sem eru að byrja. Auðvelt er að nálgast hlutina sem manni vantar til að geta hafið spilun og er það mikið að þakka BS.

Það væri ágætt ef það færi meira credit til þessara tveggja sem hafa staðið sig með einsdæmum vel við að halda þessu áhugamáli virku.