Vafalaust hafa einhverjir tekið eftir því að síðan ET serverarnir voru uppfærðir í version 2.60 hafa clientkicks (votekick og ref kick) ekki virkað rétt. Vandamálið lýsir sér í því að oft (í um 50% tilvika að mínu mati) sparkar serverinn vitlausum leikmanni og ekki skiptir máli hvort þú notir menu til að gera vote, eða skrifir /callvote kick <númer leikmanns> í console.

Fyrst héldum við að um væri að ræða eitthvað exploit sem fólk notaði til að svindla og komast undan kicki, en nú er fullljóst að svo er ekki. Þetta er greinilega galli í leiknum sjálfum, en hann hefur verið lagfærður í etpro 3.2.0 og síðari útgáfum.

Það eru nokkrar lausnir sem koma til greina, en án efa er sú besta að setja inn etpro á símnet #1. Þá mætti hafa 9 map campaign ennþá á servernum (ólíkt símnet #2) til að gera breytinguna sem þægilegasta fyrir þá sem spila bara á #1.

Þetta er mjög óheppilegt þar sem við neyðumst til að velja á milli þess að hugsanlega sparka 1-4 manneskjum sem ekkert hafa gert af sér til að ná þeim rétta, eða að leyfa einhverjum svindlara að spila áfram. Ég biðst því afsökunar til þeirra sem hafa lent í því að vera sparkað óvart af þessum völdum.

Ég mun biðja Smegma um að setja Etpro inn á serverinn til að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram að gerast, og ég hvet þá sem eru sammála mér að gera það líka.

Í öllu falli vildi ég leiðrétta þann hugsanlega misskilning að refs væru að sparka fólki sér til gamans, eða að einhverjir hefðu komist yfir ref passann sem ekki ættu að vera með hann.