Er einhver til í að vera með?

Við erum nokkrir kunningjar sem búum á Íslandi og Svíþjóð sem erum með server og erum að leita að íslenskum leikmönnum sem geta spilað nokkuð reglubundið á föstudagskvöldum.

Það er kannski best að byrja á byrjuninni fyrst. Þetta byrjað með því að ég og kunningjar mínir hérna í Svíþjóð fórum að spila ET. Við setum svo upp server og heimasíðu og fengum nokkra kunningja á Íslandi í lið með okkur. Það hefur svo alltaf verið að bætast í hópinn hérna megin við hafið, þ.e.a.s í Svíþjóð, en tala leikmanna á Íslandi hefur staðið nokkurnvegin í stað.

Við spilum alltaf á Föstudagskvöldum og höfum gert það í tvö ár. Við spilum að vísu bara á veturna en ekki á summrin. Við spilum stundum Ísland á móti Svíþjóð ( þeir sem búa á Íslandi á móti þeim sem búa í Svíþjóð) og þá tapar alltaf Ísland, ja til að vera heiðarlegur þá drullu tapa þeir alltaf greyjin. Við höfum meiri að segja sent menn yfir, frá sænka liðinu í það íslenska, til þess að bjarga þeim frá því að verða gjörsamlega rassskeldir he he he. Það stafar aðallega af því að við sem búum í Svíþjóð erum alltaf mun fleirri en þeir. Við spilum kannski ICE vs SWE einu sinni í mánuði. Þegar við spilum ICE vs SWE þá læsum við servernum annars er hann alltaf opinn. Þegar við spilum ekki ICE vs SWE þá raðar serverinn jafnt í lið.

Við erum ekki að leita að top leikmönnum, þó svo að þeir meigi auðvitað vera með. Af þeim sem núna eru í hópnum eru sumir sem virðast vera gjörsamlega ósigrandi á meðan aðrir sem hlaupa alltaf í vitlausa átt og virðast sérhæfa sig í að hitta ekki, en flestir erum við svona miðlungsmenn eða í lélegri kanntinum kannski he he he.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við ekki “clan” í orðsins fylstu merkingu. Við mætum bara á föstudögum á okkar server og drepum hvorn annan :)

Serverinn sem við verðum með í vetur er ET 2.60 með etpro 3.2.1. Serverinn keyrir 2 campaign sem hefur 10 borð hver. Nettenginin er 10 Mbit upp og niður. Vélin sem serverinn keyrir á hefur AMD 1700+ og 512 Mb.

Við erum ennþá í summarfríi núna en setjum í gang þann 7 október. Serverinn startar kl. 20:30 í október en í nóvember kl 21:00 sem helst út veturinn. Menn þurfa nú ekki að mæta á mínútunni aðal atriðið er að vera með, að drepa eða að vera drepinn.

Ef einhver hefur áhuga þá er bara að fara inn á forums og skrá sig hér á http://iceteam.servegame.com . Áður en allt fer í gang þá verður öllum sent mail með frekari upplýsingum.

Stefán.