Ágætu spilarar nú spyr ég ykkur hér með, hvert stefnir þetta samfélag sem við erum hér hluti af? Er það á niðurleið? Uppleið jafnvel? Eða stendur það bara sem fastast og hefur ekkert breyst?

Persónulega finnst mér það vera á niðurleið. Hvers vegna? Jú, vegna þess að virðing gagnvart örðum spilurum er sjaldséð sjón nú til dags. Einnig má rekja þetta álit mitt út frá því að mér finnst að of stór hluti leikmanna noti nánast einungis sprengjur, t.d. r.grenade, panzer, artillery/airstrike og þar fram eftir götum.

Þar sem þetta er nú einu sinni hluti af leiknum sætti ég mig við þetta í hófi. En öllu góðu má ofgera.

Endilega segið ykkar skoðun, hvert stefnir þetta samfélag?