Ég var svona að velta því fyrir mér hvort þessar, http://www.skjalfti.is/reglur/ séu enn í gildi.

Ef svo er þá verð ég að segja að þeim er engan veginn framfylgt á server#1. Ég hef farið þangað inn nokkrum sinnum að undanförnu þegar lítið hefur verið af spilurum á server #2, og svo virðist að þar sé eitt ákveðið clan, sem ég ætla ekki að nefna hér, ráði bókstaflega öllum. Ef þeim líka illa við einhvern í sínu liði er umsvifalaust komið callvote um að kick-a þeim aðila, ef aðilinn er í hinu liðinu er einhverjum þar skipað að kick-a aðilanum sem þeim líkar ekki.

Eitt skiptið þegar ég fór á server #1 vann ég mér inn óánægju hjá þessu clani. Hvernig gerði ég það? Jú, ég einfaldlega kláraði borðið sem var í gangi á tímapunkti sem hentaði þeim ekki. Þá varð allt brjálað og slæmum orðum beint að mér, sem ég ætla ekki að nefna hér. Svo þegar næsta borð er byrjað þá er er kippt í spotta og ég kominn út af server-num eftir um það bil hálfa mínutu.

Og ef þessar fínu reglur sem ég minntist á hérna áðan er enn í gildi var brotið á mínum rétti.

5. # Leikmaður skal sýna fyllstu kurteisi í samskiptum við aðra leikmenn, svo og stjórnendur þjónanna. Þetta á einnig við um samskiptavettvanga leikmanna utan þjónanna, t.a.m. Skjálftaáhugamálin á www.hugi.is og spjallrásir á IRC, þar sem leikmenn koma saman.

Einnig varð ég vitni af fleiri brotum á þessum reglum, þ.e. ef þær eru enn í gildi, þá hefur nokkrum sinnum, sem ég hef orðið vitni af, menn verið ásakaði erum hax á server #1 á áþreifanlegra sannana.

6. Endurteknar ásakanir um svindl, án áþreifanlegra sannana, eru bannaðar. Dæmi um sannanir eru skjáskot og demoupptökur af athæfinu. Stjórnenda er að vega og meta gögnin, og ákveða hvort ásakanir eigi við rök að styðjast, og bregðast við samkvæmt því.

Mér finnst að laga verði ástandið á server #1, því þarna eru margir af nýju spilurunum að stíga sín fyrstu skref og kynnst leiknum og læra á hann. Og það sem er kannski hvað mikilvægast viljum við að nýir spilarar haldi að samfélagði okkar sé svona? Ég er viss um að ef ég væri að byrja nýr núna og myndi kynnast leiknum svona myndi ég ekki endast lengi. Ég er einnig viss um að margir spilarar sem eru að byrja hætti fljótlega ef þeir verða vitni svona spilamennsku.