Já strákar mínir og stelpur, það er komið að úrslitaviðureigninni í Winners Bracket í BotF.
(Það er samt hellingur eftir af keppninni, Losers Bracket leikir byrja í vikunni).

Viðureignin verður háð á Beach, og liðin 2 sem spila eru Error, sem komu á óvart með því að sigra Luz í síðustu viku á ice, og Cosplay sem spiluðu mjög spennandi leik við SA í síðustu viku. Leikurinn verður klukkan 21:30 á sunnudaginn næstkomandi.

Leikurinn verður lang líklegast sýndur á ETTV svo að hver sem er getur horft á leikinn í beinni. Upplýsingar um ETTV serverinn koma seinna, en ef þið hafið einhverjar spurningar, endilega spyrja í #wolfenstein.is eða #botf

Hér er hægt að sjá stöðuna eins og hún er núna: