Þriðji Simnet public þjónninn er kominn í loftið. Hann kallast því frumlega nafni “Simnet Enemy Territory #3 (etpro)”, og er að finna á Skjalfti37.simnet.is:27964.

Þjónninn keyrir, eins og nafnið gefur til kynna, etpro, og configgurinn er að mestu mótaður eftir hinum sænska EFTERLYST þjóni, sem mörgum “pro” spilurum er að góðu kunnur. Þannig keyrir hann sama gametype, að miklu leyti sömu maps o.s.frv.

Slottin eru aðeins 16, þar sem þetta er jú Objective mode, og sömu vopnarestrictions og á EFTERLYST gilda. XP shuffle á sér stað við kortaskipti.

Núverandi kortaröð:
Oasis
Goldrush
Tc_base
Radar
Supplydepot

Kortaröðinni/-listanum er ég mjög svo til í að breyta, finnist mönnum þörf á því, enda MUN minna mál að gera það en á Campaign server(s). :)