Nújæja.. það var verið að skipta um vél hérna hjá mér og virkar hún fínt fyrir utan það að ég fæ ET ekki til að virka…

Ég installaði honum, patchaði og ætla svo að prufa að fara í 1.02 og skoða hvernig hann virkaði. Þá kom strax upp í consolinu (draslið sem starta leiknum í byrjun) Could not open GL-subsystem eða eitthvað álíka. Ég var áður bara búinn að c/p gamla ET folderinn yfir á nýja harðadiskinn og virkaði það ekki, kom upp sami error og þá hélt ég að þetta væri bara útaf ég c/p.
En þá náði ég í nýjasta driverinn fyrir kortið (NVIDIA GeForce FX 5800) og hélt að það ætti nú að laga þetta en… ekki gerði það nú, það gerði það einfaldlega að verkum að ég hætti að sjá consolið koma upp og fara bara beint með mig í gráan skjá (sem á að koma upp í byrjun áður en videoið startaðist) og þá kemur líka í leiðinni sovna *dunn!* hljóð, svona error hljóð…

Getur einhver hjálpað mér með þetta