Jæja, um að gera að byrja að plotta strax… :)

Ég er samt að íhuga að bíða 4-5 vikur með næsta season, því ákaflega stór hluti leikmanna er auðvitað í prófum þessa dagana - jafnvel að bíða framyfir Skjálfta 2 | 2004 (sem verður sennilega í blálok maí eða snemma í júní).

Hvað líst ykkur best á?
Hvað haldiði að liðin verði mörg? Einhver að heltast úr lestinni? Einhver ný komin/fyrirsjáanleg?

Spilunin er vissulega búin að aukast helling síðustu 6-8 vikur, eftir að hafa verið stale í nokkra mánuði þar á undan. Ég myndi giska á að virkir ET spilarar væru a.m.k. 70-80, auk slatta af casual spilurum.

En já, látið endilega skoðanir ykkar í ljós. Svo gjörbreytum við mappamálunum (stærra map pool, caen pottþétt inni, mögulega supply depot, mun líta mikið til CB í þeim efnum) og fyrirkomulagi leikja; hvort lið myndi velja eitt map og AB eða ABBA spilað á hvoru (2xABBA of mikið?). Ef map poolið væri svo mjög stórt fengi hvort að neita einu og bæði svo að velja úr þeim sem eftir stæðu. Einnig væri nauðsynlegt að möpp yrðu tilkynnt/settled 2-3 dögum fyrir leiki, sér í lagi ef engu verður hægt að neita.

2xABBA er e.t.v. langt, en það væri hægt að nota helv. magnað skorkerfi með því. Þannig væru 4 stig í boði, en fyrir fullt hús væri t.d. hægt að gefa 5, í stíl við t.d. Eurovision og Formúla 1 stigagjöf. Svolítið kúl að geta skorað 0, 1, 2, 3 eða 5 í hverri viðureign. Það myndi a.m.k. bjóða upp á örar sviptingar.

Um að gera að byrja að ræða þetta snemma, svo sem flestar hugmyndir geti litið dagsins ljós. :)