Ég var að pæla í að skella í gang on-line deild í ET sem myndi starta eftir ca 2 vikur og enda stuttu fyrir S2|2004. Við höfum ekki neitt gott, sjálfvirkt kerfi til að keyra slíkt, svo það yrði fyrst um sinn handvirkt (úrslit á irc, html dót uppfært af admins o.s.frv).

Þetta væri kjörið til að fá menn sem spila hver í sínu horni til að koma sér saman í clön/lið og e.t.v. einnig til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi mót. ET virðist alveg hafa náð critical mass í public spilun í bili a.m.k., en það má alltaf gera betur. :)

spiluð yrði ein viðureign á viku með föstum leikdögum eða vali um 2-3 daga. Við myndum skaffa match servers eftir þörfum. Líklega yrði spilað eiginlegt best of 3 rounds (það lið sem fyrr vinnur tvö AB eða BA cycle vinnur), svo leikir myndu almennt taka ca 30-60 mínútur. Auðvitað mætti breyta þessu, t.d. í best of 3 maps ABBA (Clanbase style), jafnvel með stigum fyrir hvert cycle.

Þá er það spurning… hvaða lið hefðu áhuga á þátttöku? Hafið í huga að eitt clan gæti teflt fram meira en einu liði. Tímabilið yrði ca 8 vikur (kannski 5-6 í regular season og 2-3 í útsláttarkeppni).

Lið sem hafa áhuga á svona láti endilega heyra í sér í þessum þræði… :)