Flott borð, geysihátt til lofts og hægt að klifra upp í hanabjálka. Flóknar lýsingar og stuff getur hægt soldið á og gert sona smá lagg, en það lagaðist hjá mér eftir að ég keyrði einfaldann optimize config fyrir grafík. Grafíkin var enn góð (sá engan mun).

Axis eru i sókn á þessu borði, þeir þurfa að sækja “relic” inn í kirkjuna og bera hann út í trukk. Til að flýta fyrir sókninni má sprengja hliðarhurð (secondary objective). Upp á annari hæð er “alarm” stöð sem veldur hraðari spawn hjá bandamönnum ef það er á. Sem betur fer er þetta alarm “silent” :)

Sem sé, frekar einfalt plot, en vel unnið borð að mér virðist, a.m.k. góð grafík.

Nokkur smáatriði: Ef ýtt er á play hnappinn í objectives, þá er þar peppy usa lag. Það er hægt að stökkva niður í ljósakrónurnar í lofti kirkjunnar. Það setur þær af stað þannig a þær svinga með þig fram og aftur. Hægt er að spila á kirkjuorgelið, sem er við hlið “relicsins”. Gott til að halda uppi móralnum hjá Allies :)

Nokkur screenshot eru hér:
http://staff.nervus.is/clantg/church.htm