Þeir sem vilja geta gert eitthvað annað meðan þeir bíða eftir að topic #ETPickup.is fyllist (t.d. að spila á pub), geta notað eftirfarandi IRC script (peista þessu í tools - remote í mIRC):

— script byrjar —
on *:TEXT:*come on*:?:{
if ($nick isop #etpickup.is) {
.beep 30
}
}
— script endar —

Talan á eftir .beep ræður hversu mörg beep koma. Þið getið prófað útkomuna með að skrifa /beep tala í hvaða mIRC glugga sem er. Ráðlegt er að hafa þetta hins vegar nógu hátt til að því verði ekki ruglað við önnur hljóð.

Einnig er hægt að setja .wav skrá í ‘Sounds’ möppuna undir mIRC möppunni, og breytist þá .beep 30 í eftirfarandi:
.splay nafnáwavskrá

Með þessu móti geta menn t.d. tekið upp wav skrá sem segir “Drullaðu þér á server, pickup er að hefjast!” :)

Ég vona að þetta verði til þess að minna sjái á spilun á pub servernum í kjölfar þess að pickup menningunni var startað. :)

Kv,
Smeg