Jæja þá var fyrsta “alternative lanið” (eins og vinur minn Hörður “Uberman” orðaði það svo skemmtilega) loksins haldið, eftir fjórar frestanir og áframhaldandi vinnu mína við að reyna að halda þetta….

Var mjög skemmtilegt þó að ekki hafi allt gengið upp eins og var planað, t.d. var NS 2.0 ekki settur upp nema á nokkrum tölvum, eins með UT2k3 og ET minnir mig á sumum… fór töluverð vinna og tími í að setja allt upp, en ég vil skila sérstökum þökkum til þeirra (fáu) sem hjálpuðu mér við að dreifa leikjunum á tölvurnar (en þeir voru aðallega þeir félagar Rutep og Nosebleed) =)


Fólkið var misjafnt þarna, en ég myndi segja að fyrir utan gaura sem voru að “omg-ast” og lemja lyklaborðin yfir því að “CS skillz-in” þeirra voru ekki að nýtast í Enemy Territory, eða gaura sem hættu í NS án þess að svo mikið sem reyna að spyrja spurninga og fatta leikinn, þá hafi nokkuð nettur kjarni komið saman þarna.

Mín samantekt á laninu:

fór svona 1 og hálfur tími í að setja upp stuff sem við höfðum búist við að væri inná tölvunum þarna (NS 2.0, hentum Tribes2 inná nokkrar líka fyrst við vorum að setja upp en ekki spila).

Síðan tókum við BF, fyrst chaos lið (sem ég var ekki með í því ég var að setja upp drasl og ræðandi vandamál við K-Lan fólkið), og svo “east side vs west side” eða ein hlið salsins á móti hinni. Hlið A (sem ég var í) var tekin í nösina af hlið B (sem hate|@itude og I´m|S0p| voru í auk fleiri gamalreyndra BF jálka) =).

Síðan fórum við í NS og tókum ns_eclipse en sá leikur dróst á langinn og við hættum þegar þetta var komið í útdregið turret farm stalemate (svipuð aðstaða og TVEGGJA TÍMA LANGI leikurinn á Love servernum um daginn). Ég myndi samt segja að hlið B hafi verið að vinna og ég “credita” það góðu commi hjá Rutep og því að þeir á borðinu hans voru að nenna að læra á leikinn. Menn í hlið A voru aftur á móti að hætta því þeir “kunnu ekkert á þetta”. Ekki veit ég hvernig þeir ætla sér að læra á leiki án þess að spila þá meðan þeir kunna ekki á þá en þeir hljóta að hafa eitthvað master plan…


Jæja, síðan var tekinn Enemy Territory og það var eitt af því sem stóð upp úr. Skemmtileg action spilun, þessi ET. Hlið B vann europe campaign með 1 einum tæpum sigri í spennandi roundi af radar borðinu, og einum ownage sigri í railgun borðinu, á móti 1 decisive sigri Hliðar A í fueldump borðinu.
Afríku campaignið endaði hins vegar með 3-0 sigri hliðar A =DDDD


Síðan fór töluverður tími í að setja upp UT2k3 á öllum tölvunum, fyrir CTF prógrammið, en það var hætt við það og stefnt á DeathBall í staðinn því UT2k3 virkaði ekki á nema nokkrum tölvum. Áður en við fórum í DeathBall spiluðum við TFC og það var mjög gaman. Menn eru sammála um það að Deathball hafi verið LANG SKEMMTILEGAST ÞARNA! =DD. Við rotate-uðum liðunum oft og tókum mörg möpp, hvert öðru skemmtilegra… það var mikið flippað og mikið hlegið og mikið gaman í þessu moddi, bara friendly competition alltaf ekkert mót eða neitt… rétti andinn =)

DeathBall á lani = Ownage


Já og síðan fórum við í Tribes2 Rabbit, sem er líka mjög fyndið og skemmtilegt gametype (Kanínan á móti öllum! KILL THE RABBIT! =DD)

Þegar við hættum í Rabbit var klukkan orðin 12, klukkutíma lengur en hámarkið átti að vera…. ég myndi segja að mestur tíminn hafi farið í Deathball, því að þá gleymdu menn tímanum alveg og spiluðu og spiluðu.


GG og gott lan! gg Rutep, S0pI, @itude og Nosebleed fyrir að vera opnir fyrir öllum nýjungum og bara fyrir að vera nettir og hjálpa til.

“We shall LAN again!”


Þið hinir sem quittuðuð NS og ET og rottuðust í CS, þó þið væruð búnir að samþykkja að fylgja prógramminu og að það væri bannað að spila CS:

Ykkur er ekki boðið =P



P.S Afsakið stafsetningarvillur, ég skrifa þetta illa sofinn eftir lanið. <br><br>NS: ARG/OBhave
BF: ARG
ET: OBhave
UT2k3: ARG
í CS hét ég OBhave
í TFC hét ég [EN]OB1 (in ye olde days of 56k, yarr)