Í spila mikið af NMET undanfarið og er ósjaldan verkfræðingur. Eitt tól sem verkfræðingurinn hefur eru jarðsprengjur og planta ég þeim á mikilvæga varnarstaði til að hindra framgöngu óvinarins að hernaðarlega mikilvægum stöðum.
Jarðsprengjurnar eru vel sýnilegar liðsheildinni enda flögg merkt með M sem auðvelt er að spotta.
Það sem fer gríðarlega í taugarnar á mér er þegar liðsmenn úr sama liði ganga þvert yfir jarðsprengjurnar og kvarta svo yfir því þannig að ég missi reynslupunkta. Mig langar til að vekja umhugsun á þessu þó svo að flestir sem spila á simnet servernum kvarti ekki ef þeir óvart ganga á vina jarðsprengju.

Ps: ef ég óvart plaffa einhvern liðsmann í t.d. crossfire þá biðst ég afsökunar og það ætti að nægja, ekki kvarta ef slysaskot gerast.

Kveðja
Paunkholm