Við erum að tala um OWNAGE leik, það er rétt Wolfenstein Enemy Territory (Test).

Í fyrstu var þetta ekkert klikkað en það var bara útaf einhverju laggi (svipað og BF1942 lagg) svo var grafíkin ekket flott [er með 1000mhz AMD GeForceMX440 256mb sdRam] (ekkert sérstakt :P) en svo þegar ég tunaði þetta upp (stillti á high quality) og joinaði serverinn aftur var mér öllum lokið. ÞETTA ER BARA SNILLD! Grafíkin var orðin geggjuð detail meira og leikurin keyrði vel. Laggið var horfið og allt í partí!

En þetta er ekki eins og gamli wolf, það eru fleiri class, fleiri skill og fleiri byssur. Miniborða (quake-líka) actionið er farið en þetta er bara gaman. Best lýst er þetta… Teamfortress 100x flottari og skemmtilegri, Castle Wolfenstein með sexy tune-upp'i, eða Battlefield án lagg, meira detail vesen. (Engar flugvélar og sollis, þetta er öðruvísi)

Puhah, já spy (covert ops) er kominn, þetta er gaurinn sem fær smoke, satchel charge, lítinn riffil með scope, skammbyssu með silencer og auðvitað hnífinn. Þessi gaur getur farið í búninga af óvina líkum og lallað svo í rólegheitum niðrí stöð óvinarins með lykla af öllu og leikið sér að hnífa gaurana 1 af 1. (þú missir búninginn ef þú drepur með rifflinum, ekki ef þú hnífar)

Í einu orði Vá, í tveimur Vá vá! Ef þið hafið ekki prófað… P R Ó F I Ð I ! ! !