Já nú er cal main seasonið senn á enda og það er komið að áttundu og síðustu viku season 3. Þeir sem vita ekki hvað cal main er þá er það mest virta wolfenstein deildinn í dag sem samanstendur af bestu klönum í wolfenstein í Ameríku.

Ég ætla aðeins að fjalla um hvert klan fyrir sig í þessari grein. (aðallega því mér leiðist svo mikið og hef ekkert betra að gera en að skrifa þessa grein ;p)

West:

]NARF[ - Narcotics are fun 7-0

Sennilega sterkasta liðið í allri deildinni í augnablikinu, því þeir unnu Locked on Target í gær í spennandi leik á assault, sem gerir þá að eina liðinu sem ekki hefur tapað leik ennþá í cal main, Þeir hafa aðeins tapað 4 stopwatch roundum og unnið 21 round samtals í öllum leikjunum þeirra sem er ótrúlegur árangur.

[FH] - The Flying Hellfish 6-1

Annað sterkt lið sem hefur verið spilandi wolf ´síðan í byrjun, hafa alltaf náð góðum árangri. (top 8 cal 1, #2 í west cal main 2)
Þeir hafa aðeins tapað einum leik allt seasonið, og það var á móti NARF. Einnig hafa þeir unnið alla sína leiki 3-0 nema einn, og hafa aðeins tapað 5 roundum allt seasonið en unnið 19.

- Team Uprise 5-2

Enn annað sigurstranglegt lið sem hefur einnig náð frábærum árangri í keppnum síðustu mánuði. Þeir hafa marga mjög góða leikmenn og hafa bara tapað á móti þessum tveimur ofangreindum klönum, NARF og [FH]. Þeir hafa tapað 7 roundum en unnið 15.

w* - Wicked Crew 4-3

Hér kemur lið sem er umdeilt um hvort það eigi skilið að vera fyrir ofan næsta klan hér á eftir (nameless).
Þeir eru sterkt lið, en Nameless Narf og Uprise unnu allir leiki sína á móti þeim 3-0. Aðeins efstu 4 lið í hverri deild komast í playoffs, þannig að eina von Nameless til að komast í playoffs er að Flying Hellfish vinni wicked á næsta fimmtudag, og að nameless vinni sinn leik á móti trinity. Þeir hafa unnið 12 en tapað 11 roundum.

[ ] - Nameless 3-3

Mjög sterkt lið sem er umdeilt um að sé betra en wicked, þó að wicked sé með betra record, því að þeir unnu wicked crew 3-0, í leik liðanna tveggja, einnig hafa Nameless unnið 13 round, en tapað aðeins 9, þannig að þeir eru einnig með sterkara rounds for/against record en wicked. Þeir verða að vinna leik sinn á móti trinity og wicked verður að tapa til að þeir komist í playoffs.

tTt - Team trinity 2-5

Þá er komið að neðri helmingi west deildarinnar, og þar eru trinity í fararbroddi. Þeir hafa tapað síðustu 4 leikjum sínum, og einu vinningar þeirra voru á móti VIB (sem hætti í main) og forfeit win á móti Exile (sem er hætt)
Þeir hafa unnið 9 round og tapað 15, og hafa engann möguleika á að komast í playoffs.

HCC - Hard Core Ceccation 2-2

Þetta lið hefur komið á óvart því að þeir hættu eftir aðeins eina viku af main, en komu aftur fyrir nokkrum vikum, og þeir hafa unnið 2 leiki nú þegar. Samt voru þessir 2 leikir á móti Trinity (sem þeir unnu 3-2) og á móti Nyx, sem rekur lestina í main. Þeir geta ekki komist í playoffs, en þeir geta sannað að þeir hafa það sem það tekur ef þeir vinna abusive elbows í næstu viku. Þeir hafa unnið 6 round og tapað 8.

Nyx - Clan Nyx 1-5

Nyx reka lestina í west, með aðeins einn sigur, á móti Cult of Hands (sem er hætt ;p) sem var aldrei sterkt lið til að byrja með, Nyx spiluðu ekki leik í viku 7 vegna þess að þeir tóku sér frí þangað til í næsta seasoni vegna þess að þeir komast hvort eð er ekki í playoffs. Hafa unnið 5 round en tapað 16.

East:

Delta division:

)x( - Locked on Target 6-1

Það lið sem flestir héldu að væri sterkasta liðið ó wolf, sem það kannski er, áður en NARF vann þá 3-1 í gær, viku 7. Þeir hafa unnið sum af bestu liðum heims 3-0 svo sem Darkside. Þeir hafa unnið 19 round og tapað aðeins 5. Án efa sterkasta east liðið, og kannski sterkasta liðið í main.

D|S - Darkside 6-1

Darkside, liðið sem lengi vel tapaði ekki leik, unnu bob, unnu cal 1. En þetta er ekki sama darkside liðið og þá, en er samt eitt af sterkustu liðunum, sennilega #2 eða #3 í east. Þeir unnu lqd 3-0 og Deathtouch tvisvar 3-2. Þeir hafa unnið 18 round og tapað 9.

dT| - Deathtouch 4-3

Lið sem ætti að vera með fleiri sigra því að tapleikir þeirra hafa verið á mót darkside tvisvar(3-2 bæði skipti) og Locked on Target(3-1) Ég persónulega mundi segja að þeir væru betra klan heldur en darkside, en það kemur allt í ljós í playoffs. Þeir hafa unnið 17 round en tapað 10.

Saint| - Team Saint 4-3

Saint og Deathtouch hafa bæði 4-3 record, en Deathtouch unnu saint 3-0, þannig að þeir eru betra lið, einnig hafa deathtouch haft erfiðara schedule en saint, en Saint er samt mjög sterkt lið, sem meðal annars vann Warped Sanity red 3-0. Þeir hafa unnið 12 round og tapað 9

-GAT- - Global Assault Team 3-3

Lið sem kom inn í viku 2, og hefur haft mun erfiðara season en Saint, og er miklu sterkara lið, og unnu Saint 3-0 í leik þeirra tveggja. GAT verða að vinna leik sinn í viku 8 og saint að tapa til að þeir komist í playoffs, sem þeir eiga svo sannarlega skilið.

Elbow - Abusive Elbows 1-1

Lið sem kom á óvart eftir að þeir voru stofnaðir fyrir nokkrum vikum, þannig að þeir fóru beint í main þar sem þeir töpuðu fyrir Saint 3-0 en unnu síðan entity 3-0. Þeir geta ekki komist í playoffs en þeir eru nú sennilega ekki nógu góðir til þess hvort eð er :x

Gamma Division:

Ætla að taka það fram að liðin í gamma division virðast vera aðeins slakari en þau í delta áður en ég held áfram :)

CCCP - CCCP 4-2

Vinningar þeirra hafa verið á móti slökum liðum og öll virt lið sem þeir hafa spilað (lqd, dt) hafa unnið þá 3-0. Mjög overrated lið sem á ekki skilið að vera á toppnum í gamma eftir svona hlægilega auðvelt season.

|LQD| - Liquid - 4-3

Hér er komið lið sem ætti að vera #1 í gamma þar sem þeir unnu CCCP 3-0 og hafa haft erfiðara season en CCCP, þurft að spila Darkside og Locked on Target sem þeir töpuðu 3-1.
Þeir hafa samtals unnið 14 round en tapað 12. Topp lið sem fólk tekur ekki nógu vel eftir.

[WS] - Warped Sanity Red 3-4

Gamalt lið sem hefur staðið sig ágætlega en þeirra tveir sigrar voru auðveldir, xK (sem eru í hléi :P) og Law tvisvar, fyrst 3-2 og síðan 3-1. En þegar þú lítur betur á recordið þeirra þá töpuðu þeir 3-2 á móti lqd, sem telst vera mjög góður árangur, en það var í viku 1. Þeir hafa unnið og tapað 15 roundum.

/law/ - LAW 2-5

Law hafa verið slakir og aðeins unnið 2 leiki, á móti xK(í hléi) og á mótu imagine(forfeit) Hef ekki mikið að segja um þá nema að þeir eiga ekki skilið að komast í playoffs þó að þeir geri það lang líklegast(gamma division í east er frekar veikara heldur en hin divisionin) Unnið 12 round og tapað 15.

ent| - Entity 1-3

Entity komu seint inn, en hafa aðeins unnið 1 leik, og það á móti [WS] 3-2. Þeir spiluðu samt lqd og Deathtouch og þeir tóku round af lqd. Abusive Elbows tóku þá samt í nösina 3-0 í síðustu viku þannig að þeir verða að vinna GAT sem er mun sterkara lið í þessari viku til að eiga möguleika á playoffs. Hafa unnið 4 round en tapað 11.



Jæja þá er ég búinn að fjalla um öll liðin sem eru Active í erfiðustu deild heims, og ég vona að þið hafið haft gaman af ;p
Ef þið viljið fá frekari upplýsingar um liðin farið á www.caleague.com og RTCW Main.

Zydoran[FH]