Sælt veri fólkið.

Ég heiti Steinn (pyro) og ég er annar aðstandenda wolfenstein.is

Við Chimay höfum haft mikið á okkar prjónum, og þess vegna hefur m.a. wolfenstein.is legið á hakanum all lengi.

Ég hef ákveðið að láta wolfenstein.is ekki falla í gleymsku, og verða eitthvað í samanburði við t.d. quake.is (sem náði aldrei til ætluðu hlutverki sínu, er ég hræddur um), heldur vil ég gera wolfenstein.is að því vígi wolfara á íslandi, eins og í upphafi var ætlunin.

Til þess að geta komið þessu vefsvæði af stað, þá þörfnumst við hjálpar, nánar tiltekið ykkar hjálpar.

Grafíkin (eins og ég sagði hérna einhversstaðar áður) er til, og þar sem að ég er orðinn ansi ryðgaður í HTML, þá tekst mér ekki að púsla henni saman, sem skildi. Okkur vantar því einn kláran vefsíðu gaur (einhvern sem kann að púsla saman grafík með html) til þess að setja hana saman, ef einhver hefur áhuga á því að skoða grafíkina, þá er honum bent á að skoða http://www.wolfenstein.is/img/ (en athugið þessi grafík, fyrir utan skráð vörumerki, er eign wolfenstein.is).

Einnig þegar að síðan kemst á skrið, þá mun okkur vanta fréttahauka, spjallborðsstjóra, könnunarhöfunda, og fleiri til að halda lífi í síðunni.

Í stuttu máli sagt, þá höfum við ekki tíma til að viðhalda síðunni eins og upphaflega var ætlað, en í stað þess vil ég fá aðstoð frá samfélaginu til að geta gert þetta vefsvæði almennilegt.

Að sjálfsögðu tökum við chimay á okkur alla þá forritun sem verður nauðsynleg, og þar á meðal verða spjallborð, fréttakerfi, wolf-stats, ofl.

Með leyfi simnet þá viljum við einnig reglulega taka stats frá þeirra þjónum, og reyna að halda utan um stöðu mismunandi leikmanna í frag database hjá okkur, en það er mál sem við skoðum seinna.

Einnig er enn skipulagt að setja upp okkar eigin wolfenstein þjóna, en vegna vélbúnaðar vesens þá tókst það ekki þegar við ætluðum að gera það í apríl.

Ég vona að fólkið hér taki okkur vel, og vilji leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á okkur.

Einhverjar spurningar?