Ég ætlaði nú bara að láta vita af því að við Chimay, félagi minn höfum tekið okkur til og skráð wolfenstein.is.

Á wolfenstein.is er okkar ætlun að smíða vefsvæði með umræðum, könnunum, frag database, og mörgu fleiru til að styðja við wolf spilara á Íslandi.

Einnig ætlum við að setja upp leikjaþjóna keyrandi wolfenstein, og er ætlunin að hafa þá sambærilega við keppnisstillingar. Hinsvegar verður einn þjónn sem að mun vera með frjálslegri stillingum, og verður hægt að vota um stillingar á síðunni.

Frag gagngrunnurinn verður með því sniði, að hægt verður að skoða frammistöðu spilara, eftir nicki, og undir hverju nicki eftir class. Þar af leiðandi verður hægt að sjá topp spilara, og raða eftir stigum, klössum. Þannig verður hægt að sjá hverjir spila best overall, eða best medic, lieutenant, engineer, eða soldier. Einnig verður möguleiki fyrir hendi til að fólk geti sent inn “klan” skráningar, þ.e. að öll nick sem innihalda t.d. “hux|” eða “w/o ” fari sjálfkrafa í clan með samsvarandi nafni.

Það sem við viljum spyrja ykkur að, er í fyrsta lagi, hvað finnst ykkur? Og í öðru lagi, hvað viljið þið sjá á þessu wolfenstein vígi Íslands?

pyro & Chimay