Public á ný ? Já þetta er stóra spurningin!

Langt er síðan gerð hefur verið grein hér á wolfenstein eða næstum 2 ár! Ákvað ég því að byrja þetta ár með gleðifréttum, eða svona næstum því.

Það er mikill möguleiki á að public server í þessum magnaða leik muni rísa á ný ! Það er í höndum félaga míns sem kallaði sig Biggie ef eitthverjir kannast við kauða! Við munum ekki sjá um hýsinguna eða neitt svoleiðis heldur þýskir jaymod vinir okkar.

Ekki óttast serverinn mun verða etpro ef það verður eitthver mæting !

Serverinn mun þó verða án punkbuster vegna galla í þeirra kerfi sem er að há mörgum spilurum þessa dagana. En ekki láta ykkur bregða það verður fylgst vel með og reynt að hafa hátt setta menn inná ávallt til að vakta þá sem brenna sig ! Menn með óæskileg hjálpartæki fjarlægðir, og þeir sem brúka munn verða settir á mute.

Serverinn verður hýstur í Bretlandi þannig það má alveg búast við eitthverjum sem vilja að við borgum Icesave en það er nú annað mál !


Mér fannst þetta bara algjör snilld því það vantar einmitt samastað fyrir okkur lopapeysulúðana og þarna gætum við tekið músina af hillunni og tekið caen og fleiri klassísk möp ásamt eitthverjum nýjum möppum og með íslenska stjórnendur þannig það væri svona skemmtilegur bragur yfir þessu öllu saman og þar að auki virðist vera áhugi fyrir að fá publicmiðað við 67 % sem vilja sjá server á ný..

En ég spyr væruð þið til í þetta ?