Já ég verð að segja það að Wolfenstein orignal var einhver sá besti leikur sem ég hef prófað(fyrir utan Starcraft) og það að prófa þennan leik í fyrsta skipti var undursamlegt.Já þetta voru þvílíkir tímar.Demóið fylgdi með Macformat blaði ef ég man rétt.

Hver man ekki eftir þessari sérstæðu stemmingu sem fylgdi leiknum.Oftast þegar maður kom fyrir horn var öskrað “HALT” á mann.Og annað í þeim dúr.Hitler málverkin í hverju herbergi , Hakakrossfánar hvert sem var litið, beinagrindarhrúgurnar fyrir neðan búrin sem héngu í loftinu og hauskúpumerki og blóðslettur á veggjunum..

Kallarnir voru frábærir , brúnstakkarnir með skammbyssurnar , bláu gaurarnir með MP40 og svo hvítu officerarnir.Hundskvikindin voru hin verstu og brá manni oft þegar þau geltu á mann.Og svo má ekki gleyma miklu úrvali af þýskum vöðvabúntsendaköllum sem ævinlega báru tvær Gatling vélbyssur í hvorri hendi og brálaði læknirinn með Zyklon-B sprautuna í hendinni og gaurinn með fjólubláa blóðið sem hafði fjórar hendur, með eldhússax í hverri.Toppurinn var svo Adolf Hitler,en hann kom í tveimur útgáfum, í annari sem brúnstakki og líka sem eitthvert massa-vélmennni.Ég gleymi aldrei þessari skemmtilegu líkamshluta og líffærahrúgu sem stóð eftir þegar maður stútaði honum.

Leiknum var skippt í fjögur erfiðleikastig svosem 1.Can I play daddy? 2.Don´t hurt me. 3.Bring ´em on! og 4.I am Death incarnate.
Svo voru þar 6 hlutar í leiknum
1.Escape from Wolfenstein
2.Operation:Eisenfaust
3.Die, Fuhrer, Die!
4.A Dark secret
5.Trail of the Madman
6.Confrontation
Síðan voru þar aukreitis hlutar svosem Arena of death(einungis endakallar) og Doomenstein, en þar var búið að blanda Doom 1 við Wolfenstein og er nokkuð gaman að spila það.Sov ég minnist aðeins á Arsenalið sem maður hafði , þá var þar hin klassíska skammbyssa þriðja ríkisins og auðvitað gamla jálkinn MP40.Svo var eldvarpa,gatling gun og bazookan.Svo má ekki gleyma hnífnum sem kom sér oft vel.

Auk þess var Wolfedit það besta við leikinn,maður gat búið sér til borð í einhverju besta level-edit forriti sem gefið hefur verið út.Því einfaldara því betra.

Þessi leikur var og er þvílík snilldarsmíð sem hægt er að hafa gaman að endalaust og spila ég hann við hvert tækifæri sem gefst á Makkanum.Ég held að Return to castle Wolfenstein verði bara nokkuð góður en hvernig er söguþráðurinn ?.(einhverstaðar heyrði ég minnst á svartagaldur.).MACintosh menn muna sjálfsagt efir Marathon sem kom síðan nokkru seinna en Wolfenstein.Það var skotleikur í lagi.!

KURSK
Die Herrenvolk sagt Nein!.