ATHUGIÐ
Þetta er ætlað fólki sem kann ekki að skrifa CFG eða Script, svo að ég bið ykkur að fara ekki að skíta yfir þetta.

Til að búa til CFG, notar þú forrit eins og Notepad eða EditCFG. Notepad er hægt að finna í
möppunni Windows í harða disknum, sem er oftast C:\WINDOWS, þegar þú finnur það, tvísmeltu á það svo það opnist. Þú getur einnig gert shortcut á desktop. EditCFG er frýtt forrit sem má finna hér.

1. Opna Notepad, og skrifa:
vsay "hi"
vsay "cheer"
vsay "bye"

2. Geyma þetta undir “TEST.cfg” í ETMain möppunni, sem er inni í möppunni þar sem leikurinn var uppsettur. Oftast er það C:\Program Files\Wolfenstein - Enemy Territory\ETMain. Svo lokar þú Notepad.

Nú opnar þú ET og ýtir á console takkan (~ takkinn, við hliðina á 1, undir Escape) og skrifar:
exec "TEST.cfg" 
Það sem gerist þá, ef þú gerðir allt sem ég sagði, er að þú heyrir “Hi!” Svo “Yoohoo!” Og svo “Bye!”.

Þetta gerist af því að þú lést leikinn gera það sem stóð í CFG'num. Þú notaðir svokallað “vsay” command.

Prófum eitthvað annað. Gerðu aftur það sem stendur í skrefum 1 og 2, en geymdu þetta undir “TEST2.CFG”, og breyttu:
vsay "hi"
vsay "cheer"
vsay "bye"
Í
bind K "vsay_team hi"

Opnaðu leikinn aftur og skrifaðu nú “exec TEST2.cfg” í console. Ýttu svo á takkan K. Það sem gerist þá er að þú segir “Hi!” til liðsmenn. Þetta gerist útaf sömu ástæðu og áðan en núna notaru svokallað “vsay_team” command. Svo að þetta gerist alltaf þegar þú ýtir á K notaðir þú svokallað “bind” command, sem er notað til að stilla hvaða takki gerir hvað í CFG'um, t.d. skjóta, fara áfram og hlaða vopnið.

Hér er listi yfir takka sem er hægt að binda. Þetta er nafnið sem notað er til að binda þá. Tökum sem dæmi ENTER. Bind ENTER.

- Alphabet: A-Z
- Numbers: 0-9
- Function keys: F1-F12
- Punctuation: -[]/\'.,;~=
- SPACE, TAB, SHIFT, CTRL, ALT, ENTER, BACKSPACE, PAUSE
- Arrow keys: UPARROW, DOWNARROW, LEFTARROW, RIGHTARROW
- INS, HOME, PGUP, DEL, END, PGDN
- Numeric keypad: KP_HOME, KP_SLASH, *, KP_MINUS, KP_UPARROW, KP_DOWNARROW, KP_LEFTARROW, KP_RIGHTARROW, KP_PGUP, KP_5, KP_PLUS, KP_ENTER, KP_END, KP_PGDN, KP_INS, KP_DEL
- Left mouse button: MOUSE1
- Right mouse button: MOUSE2
- Middle mouse button: MOUSE3
- More mouse buttons: MOUSE4/MOUSE5
- Mousewheel scroll up: MWHEELUP
- Mousewheel scroll down: MWHEELDOWN

Svo eru CFG líka notaðir til að geyma stillingar í leiknum. Til dæmis ljósmagnið.
set r_gamma "5"
Þetta setur gamma í 5. “r_gamma” er cvar. Það eru til óteljandi cvar. Listi yfir flest hér.

Þegar að maður skrifar inn stillingar eins og “r_gamma” sem kom við sögu hér fyrir ofan, notar maður oftast “seta” fyrir framan það. Ég geri það ekki, ég nota “set”. “Seta” setur stillingarnar inní ET þannig að þetta verður svona alltaf, nema ef þú breytir þeim eða uppsetur leikinn að nýju. “Set” er betri af því að þetta geymist ekki í leiknum og þessar stillingar hlaða sig inn hvert skipti sem þú notar CFG'inn en um leið og þú slekkur á leiknum hverfa þessar stillingar. Það þýðir að næst þegar þú spilar ertu með default stillingarnar og getur sett hvaða CFG sem þú vilt á. Þetta er mun þægilegra.
Basicly, það sem þarf að gera þegar að maður er að skrifa CFG, er að skrifa stillingar, hreyfingar stillingar, chat stillingar,…


SCRIPT

Script eru mjög þægileg. Þau eru notuð til að gera leikinn auðveldari og þægilegri. Tokum sem dæmi Command Map scriptinn minn.
//=============
// Command Map                                                      
//=============
set showmap "+mapexpand;+mapexpand;set mapscript vstr hidemap"
set hidemap "-mapexpand;-mapexpand;set mapscript vstr showmap"
set mapscript "vstr showmap"
bind G "vstr mapscript"
Þetta gerir það að verkum að í staðinn fyrir að þurfa að halda inni G til að sjá kortið, ýtir þú einu sinni og svo aftur til að loka því. Þetta er mjög þægilegt fyrir Soldier með Mortar til dæmis.
Annað dæmi.
//=================
// Crazy Crosshair
//=================
set shoot "+attack;set cg_drawCrosshair 5;set cg_crosshairColor red"
set holdfire "-attack;set cg_drawCrosshair 5;set cg_crosshairColor white"
bind MOUSE1 "+vstr shoot holdfire"
Miðið breytir um lit þegar þú skýtur. Þetta er tilgangslaust script, en mér datt í hug að þetta gæti verið skemmtilegt svo að ég bjó það til.
Annað dæmi.
//===========
// Hitsounds
//===========
set hitsounds0 "set b_hitsounds 0;echo ^wHitsounds ^qOFF;set hitsoundscript vstr hitsounds1"
set hitsounds1 "set b_hitsounds 1;echo ^wHitsounds ^2ON ^w[All Hits];set hitsoundscript vstr hitsounds2"
set hitsounds2 "set b_hitsounds 2;echo ^wHitsounds ^2ON ^w[Headshots Only];set hitsoundscript vstr hitsounds0"
set hitsoundscript "vstr hitsounds0"
bind F12 "vstr hitsoundscript"
Þetta er hitsound scriptið mitt. Með þessu getur þú valið hvort þú vilt hafa hitsound alltaf þegar þú hittir, bara við headshot, eða ef þú vilt ekki hafa það á, með takkanum F12. Þetta lætur líka vita hvað þú ert að stilla á þegar þú ýtir á takkan með “echo”.
Annað dæmi.
//============
// Super Spin
//============
set superspin "com_maxfps 50;wait 2;cl_yawspeed 1700;+left;wait 10;-left;com_maxfps 76"
bind Z "vstr superspin"
Þetta geriri það að verkum að þegar þú ýtir á þá snýrðu þér við. Þetta getur verið mjögægilegt þegar það er verið að taka þig að aftan frá.
Svo eru fleiri, sem breyta um nafn, taka hluti af eða setja hluti á skjáinn, og bara allskonar.

Toggle
Toggle er notað til að geta valið milli tveggja möguleika með einum takka. Tökum sem dæmi cg_wolfParticles.
Bind X toggle cg_wolfparticles
Mig minnir að þetta sé svona, leiðréttið mig ef ekki. Það sem þetta gerir er að það switch'ar milli 1 og 0. 1 er að wolfparticles er á og 0 þýðir að það er ekki á.
Annað dæmi fyrir toggle (en aðeins flóknara).
// FOV
set FOV1 "cg_fov 90;echo ^wFOV set to 90;set FOV vstr FOV2"
set FOV2 "cg_fov 120;echo ^wFOV set to 120;set FOV vstr FOV1"
set FOV vstr FOV1
bind X vstr FOV
Þetta lítur út fyrir að vera flókið en þetta er það ekki. Ég skal útskýra þetta. Svo þetta sé auðveldara, þá ætla ég að taka echo úr. Það þarf ekki að vera þarna til að þetta virki, þetta er bara þarna af því að þá sérðu hvaþú ert að gera þegar þú ýtir á takkan.
// FOV
set FOV1 "cg_fov 90;set FOV vstr FOV2"
set FOV2 "cg_fov 120;set FOV vstr FOV1"
set FOV vstr FOV1
bind X vstr FOV
Fyrsta línan:
// FOV þýðir ekkert, það kemur þessu ekkert við, það er bara til að vita hvað þetta er ef maður er með marga script á einum stað. // kemur í veg fyrir að það sem komi á eftir því geri neitt við leikinn.
Önnur lína
set FOV1 “cg_fov 90; býr til command sem heitir FOV1 sem gerir það að verkum að FOV verður 90.
seinni hlutinn af því, set FOV vstr FOV1, gerir það að verkum að þegar það er búið að gera FOV1, komi FOV2, með vstr. Þetta er gert svo að þegar það er ýtt í annað sinn á takkan þá er commandið FOV2 notað.
Þriðja lína
set FOV2 ”cg_fov 120;set FOV vstr FOV1"
Þetta gerir það að verkum að FOV2 commandið lætur cg_FOV verða að 120, og setur síðan næstu breytingu á FOV1, eins og FOV1 gerði við FOV2 áðan, af því að þetta eru tvær stillingar en ekki fleiri og næsta eftir númer 2 verður að vera númer 1.
Fjórða lína
set FOV vstr FOV1
Þetta gerir það að verkum að fyrsta FOV verði FOV1.
Fimmta lína
bind X vstr FOV
Þetta gerir það að verkum að X er takkinn til að ýta á til að scriptið fari í gang.

Það er hægt að hafa fleiri en 2 stillingar. Tökum dæmi.
// FOV
set FOV1 "cg_fov 90;set FOV vstr FOV2"
set FOV2 "cg_fov 100;set FOV vstr FOV3"
set FOV3 "cg_fov 110;set FOV vstr FOV4"
set FOV4 "cg_fov 120;set FOV vstr FOV1"
set FOV vstr FOV1
bind X vstr FOV
Ég er nokkuð viss um að einhver mun ekki skilja þetta, ef svo, spyrjið.

+VSTR
Þetta er bara til í ETPro.
Þetta er til að halda takka inni svo ða hann geri einn hlut, og annan þegar að maður sleppir.
Dæmi:
//=================
// Crazy Crosshair
//=================
set shoot "+attack;set cg_drawCrosshair 5;set cg_crosshairColor red"
set holdfire "-attack;set cg_drawCrosshair 5;set cg_crosshairColor white"
bind MOUSE1 "+vstr shoot holdfire"
Þetta er gott dæmi. Þegar að maður skýtur, þá verður crosshairinn rauður og svo þegar að maður sleppir þá verður hann hvítur.
Uppsetningin á þessu er afar einföld.
Búum til einn.

set 1 “say hi”
set 2 “say bye”
bind L “+vstr 1 2”

Fyrsta línan segir hvað gerist þegar það er ýtt á takkan, og önnur lína hvað gerist þegar hann er slepptur. Svo er þriðja línan sem bindur þetta á takka. Þetta er afar einfalt, maður lærir þetta utanaf eftir nokkrar script, en fyrst er þægilegt að nota módel. Gott er að hafa það í mismunandi litum til að sjá betur hvað er hvað.

Ég þakka fyrir mig, ef eitthvað er ekki alveg ljóst, spyrjið mig þá bar.



Invictus