Jæja þá er svona hugmyndir farin af stað og fjögur lið búin að skrá sig núþegar og vonandi að fleiri skrái sig.
Einsog þið sjáið í fyrirsögninni þá er þessi keppni komin aftur á 18.desember. Þetta er aðalega gert því að nokkrir eru ennþá í prófum vikuna á undan.

Keppnin mun fara fram á einum degi og leikfyrirkomulag kemur fram þegar nær dregur og ég hef tölu yfir þau klön sem keppa en ef aðeins fjögur klön keppa þá spila einfaldlega öll klön við hvort annað.

Þau möp sem verða spiluð eru: SW_Goldrush, Oasis, Supply Depot2, Radar og Battery.
Ekki er víst að öll þessi möp verði spiluð en þó er öruggt að önnur möp verða ekki spiluð.

Clanbase Config verður notað á serverum og flestar reglur af clanbase verða notaðar , þið megið ekki nota menn sem eru ekki á roster en þið hafið hinsvegar tíma til 17.des að tilkynna þá leikmenn sem þið viljið nota.
Aðeins íslenskir leikmenn eru leyfðir í klönum þar sem þetta er íslenskt mót.

Öll þau klön sem eiga eftir að skrá sig þá er bara málið að ræða við Yuki á ircrásinni #minimot.et og allir sem hafa spurningar um þetta mót þá er bara að spyrja Yuki.

Með von um að flest klön skrái sig skil ég við ykkur.

#minimot.et
I like to kill and dance ballet.