Jæja.. þá er clan menning hér á Íslandi nánast í sínu lægsta. Þess vegna var ég og önnur clanleysa að velta fyrir okkur ef aðir reyndir spilarar, clanleysur eða ekki.. bara að fá sem flesta reyndar spilara, væru til í að komast í smá action. Ef þeir hefðu viljan í að koma saman í lið sem myndi bara spila uppá skemmtunina. Nánar tiltekið, þá yrði ekki spilað í keppnum nema það væri vilji leikmanna. Allavegna er grunnhugmyndin sú að menn gætu bara skráð sig í liðið, haft samband við réttu mennina. Síðan væri bara hægt að idle'a irc rás og menn bara talað saman hvenær væri fínt að halda match, þetta væri basicly bara bunch of puggs sem væri hægt að hafa gaman af. Það væri mikilvægt að halda góðum móral uppi því annars verður þetta fljótt leiðinlegt og það er akkurat það sem ég myndi ekki vilja. Ég veit að það eru fullt af reyndum mönnum sem minnkuðu voðalega við sig spilun í sumar, sérstaklega þegar bigger than jesus hætti og var ég og pazz eiginlega bara að vona að þessir menn gætu komið aftur saman í góðum félagsskap til þess eins að spila sér til skemmtunar.

Ég hef talað við voða fá um þetta en þeir sem ég hef talað við hafa sýnt þessu áhuga þar á meðal Randleman og Pazz sem kom með þessa hugmynd með mér.

Meina.. hver man ekki eftir einhverju skemmtilegu matchi sem þeir kepptu í og væru til í að komast í þannig bisniss aftur? Allavegna vona ég að minn punktur hafi skilast og að menn sýni ágætar undirtektir. Þetta væri þá líka til að sýna að Ísland er vonandi ekki alveg dautt. Jæja.. þá bara að vona það besta.


kv. DaQuai, BladeMaster.. what ever you want to call me, i'm yours.